Hönnuður: Shoichi Uchiyama.
Stefna mín við hönnun lampa og lýsingar er mild óbein lýsing. Glýjufrí mild og hagkvæm birta sem gefur fallegan hlýjan blæ og vinalegt umhverfi.
Frá árinu 2003 hefur Louis Poulsen framleitt hengilampann, Enigma (ráðgáta).
Enigma er hannaður í samvinnu við einn þekkstasta lýsingarhönnuð japana, Shoichi Uchiyama og samkvæmt japönskum hefðum í lýsingartækni. Hönnuður hefur valið spegil-halogen ljósgjafa 230 Volta, 50 Watta, QPAR 16 með GU 10 sökkli.
Ljóslitur perunnar er 2900 K sem er heldur hvítari en glóperulýsing (2700 K) og gefur hlý-hvítt ljós. Þar sem þessi ljósgjafi er gerður fyrir 230V spennu er auðvelt að stýra birtunni með ljósdeyfi.
Stærsti lampinn, Enigma 825 (vísar til þvermáls efsta disksins) hentar vel þar sem hátt er til lofts en hann er hægt að fá með 150W halogenperu sökkull e27 eða 70W 0g 35W HIT (málm-halogenperu.
Hönnun lampans er sérlega fáguð og vel af hendi leyst.
Hún tekur mið af notkun nútíma efna sem með formi og lögun gerir það að verkum að lampinn virðist nánast svífa í lausu lofti, frískur og eðlilegur.
Ljósgjafanum er komið fyrir í keilulaga umgerð úr bustuðu og lökkðu áli og er lýsing hans bein lýsing niður, þar sem ljósgeislinn endurkastast af fjórum (425), fimm (545) eða sjö (825) sandblásnum acrylic diskum en þeir hanga í stáltaugum niður af lampanum, þannig að stærsti diskurinn er efst en sá minnsti neðst.
Þessi uppröðun gefur milda og ofbirtulausa lýsingu sem uppfyllir allar hinar ströngu kröfur Louis Poulsen um gæði lýsingar.
Vörn lampans gegn snertingu utanaðkomandi hluta og raka er IP 20 sem táknar að hann er gerður til notkunnar innahúss í þurru upphituðu rými.
Varnarráðstöfun gegn of hárri snertispennu er flokkur II, tvöföld einangrun.
Þyngd 425 lampans er 1,0 kg. og 545 lampans 2,0 kg. Stærsti lampinn, 825, er að hámarki 7 kg.
Þrif. Til að þrífa lampann er rétt að nota mjúkan, þéttan klút, þurran eða rakan en engin sterk þvottaefni.