Framleiðandi Louis Poulsen
Hönnuður: Louise Campbell.
Á mildum sólríkum sumardegi þar sem andvarinn lék um lauf trjánna og myndaði rómantískar og heillandi myndir ljóss og skugga á botni skógarins. Þar kviknaði hugmyndin að Collage.
Collage eru framleiddir sem hengilampar og gólflampar. Þeir eru hannaðir af Louise Campbell. Hún er hönnuður af ungu kynslóðinni sem hefur vakið mikla athygli fyrir frísklega hönnun.
Lampinn var fyrst kynntur árið 2004 og sama ár hlaut hann hin eftirsóttu hönnunarverðlaun iF Product Design Award í gulli.
Louis Poulsen hefur alla tíð lagt áherslu á gæði í lýsingu og á það jafnt við um Collage sem eldri lampa. Ofbirtuvörnin er fengin með þrem lögum af laserskornu akríl með áferð sem skorin er með sporbaugslaga (ellipse) ferli og minnir á skógarferð þar sem geislar sólarinnar skína gegn um laufkrónur trjánna.
Ljósgjafinn er glópera eða smáflúrpera (sparpera) 23W Ambiance PRO 827 frá Philips. Lampinn gefur því rými sem hann lýsir upp sérlega notalegan, hlýjan og örlítð kvennlegan blæ.
Með Collage- lampanum fer Louis Poulsen inn á nýjar brautir í framleiðslu sinni. Lousie Campbell hugsar í nýjum víddum og efnum. Það gerir framleiðsluferlið ekki léttara en það er er algjör nýjung í lampahönnun þar sem ljóshlífin er handunnin og jafnframt unnin með nýjustu lasertækni. Collage lampinn er framleiddur sem hengilampi í tveim stæðum, 360x600mm og 270x450mm og góflampi sem er 1600x600mm.