í Epal er gott úrval af ljósum fyrir heimilið, hér fyrir neðan má sjá Flower Pot ljósið eftir danska snillinginn Verner Panton sem hann hannaði árið 1969.
Ljósið er tímalaus klassík sem kemur í mörgum litum.
Falleg mörg saman eða bara eitt og sér.
Við þekkjum flest orðið ljósin frá Louis Poulsen hönnuð af Poul Henningsen. Hér að ofan má sjá PH 4/3 ljósið sem kemur mjög vel út fyrir ofan stofuborðið en það hefur hingað til verið afar vinsælt sem eldhúsljós hjá landanum.