Við verðum að deila með ykkur nýju vörunum sem við vorum að fá frá Reykjavík Letterpess:
Við fengum falleg jólakort og merkimiða, og fengum einnig stórskemmtilegar áramótaservíettur og nýársbúnt sem má varla láta fram hjá sér fara fyrir komandi veislur og boð.
Gerum upp árið er pakki með 20 servíettum og 20 mismunandi setningabrotum sem fá gestina til að líta um öxl og rifja upp árið sem er að líða.
Ekki bara servíettur heldur stórskemmtilegur leikur!
Fögnum nýju ári er búnt með 20 öskum þar sem hverjum og einum gefst tækifæri til að skrá og skjalfesta væntingar til nýs árs.
Gott úrval af fallegum merkimiðum á pakkana, jólakortum og jólaservíettum.
Reykjavík Letterpress er hönnunar- og letterpress-stofa í eigu grafísku hönnuðanna Ólafar Birnu Garðarsdóttur og Hildar Sigurðardóttur. Letterpress byggir á aldargamalli prentaðferð og handverki. Skilur eftir sig áþreyfanlega prentgripi sem heilla alla sanna fagurkera. Einn litur er prentaður í einu og til þess að fá sem mesta dýpt og áferð er notaður þykkur og mjúkur 100% bómullarpappír.