Mottuverksmiðjan Élivogar var stofnuð haustið 2011. Þar eru hannaðar og framleiddar handunnar, tuftaðar, mottur úr íslenskri ull fyrir gólf og veggi. Hönnuðir Élivoga eru þær Sigríður Ólafsdóttir og Sigrún Lára Shanko og vinna þær aðeins með náttúruleg efni og leggja einnig áherslu á umhverfisvæna framleiðslu. Motturnar voru kynntar á Hönnunarmars fyrr á þessu ári í Epal og eru nú loksins komnar í sölu hjá okkur.
Innblástur kemur frá íslensku náttúrunni, og eru það árnar sem njóta sín í þessari fyrstu vörulínu.
Þetta er frumleg og flott íslensk hönnun.