NORM 69

Norm 69 ljósið var upphaflega hannað árið 1969 af Simon Karkov, en í mörg ár lá ljósið ósnert á háalofti þar til að það var uppgötvað af kunningja Simon Karkov, en möguleikarnir sem hann sá í ljósinu var upphaf samstarfs Normann Copenhagen og Simon Karkov árið 2001. Þá fyrst var ljósið endurheimt af háaloftinu og þróað áfram áður en það var sett í framleiðslu. Norm 69 er innblásið frá blómum og könglum, en hönnuðurinn sækir mikið innblástur í náttúruna.

Eftir að ljósið var framleitt af Normann Copenhagen árið 2001, hefur það hlotið fjölmörg verðlaun fyrir góða hönnun og fæst í dag í 60 löndum.
Normann Copenhagen vörurnar fást í Epal.