Epal tekur þátt í HönnunarMars tólfta árið í röð með vandaðri sýningu á íslenskri hönnun. ÖRN DUVALD er á meðal sýnenda í Epal á HönnunarMars.
ÖRN DUVALD – Pétur Örn Eyjólfsson (IS) & Søren Oskar Duvald (DK) eru báðir með bakgrunn í arkitektúr og hafa unnið saman síðan 2012. Áhugi þeirra á hönnun byggir að miklu leiti á opnum tilgangi gagnvart því að vinna þvert á aðra fleti lista og skapandi greina. Þá í verkum sem mörg hver vísa í hugtakaheim samtímalistar og arkitektúrs. Hefur þetta samstarf skilað sér í ýmsum verkefnum, bæði byggð verk, húsgagnahönnun og verk sem unnin hafa verið unnin í tengslum við lista- og hönnunarsýningar.
Á Hönnunarmars í Epal verður til sýnis stóll sem gerður er úr 100% uppunnu textílsefni. Stóllinn endurspeglar áskoranir fataiðnaðarins í sjálfbærni með því að nýta sér endurunninn textíl og á sama tíma draga úr neyslu húsgagnaiðnaðarins á hráefni.
Stóll sem notandinn setur sjálfur saman í höndunum. Plötur gerðar úr afgangs og endurnýtanlegri bómull eru CNC-skornar í sex stykki sem fest eru saman með máluðum stálfestingum. Stóllinn er tilraun í að nota iðnaðarframleitt uppunnið hráefni í húsgagnaframleiðslu og leitar þannig nýrra leiða að sjálfbærni með tilliti til hönnunar, efnisnotkunar, framleiðslu, flutninga og fagurfræði.
Verið velkomin á Hönnunarmars í Epal Skeifunni.