HERÐUBREIÐ: ÍSLENSK HÖNNUN

Púðinn Herðubreið er er hannaður af Leópold Kristjánssyni og Steinunni Arnardóttur sem reka hönnunarfyrirtækið Markrúnu á Íslandi og í Berlín, Þýskalandi þar sem þau eru að mestu búsett.

Herðubreið er oft kölluð “Drottning íslenskra fjalla”. Hún er móbergsfjall í Ódáðahrauni á norð-austurhorni landsins. Herðubreið hefur verið innblástur margra listamanna gegnum tíðina. Líklega eru þekktust verk Stefáns Jónssonar frá Möðrudal, Stórvals, sem málaði hundruðir mynda af fjallinu. Herðubreiðarverk Stórvals eru algeng stofudjásn á íslenskum heimilum.

Skemmtileg íslensk hönnun sem fæst hjá okkur í Epal.