Jólaandinn svífur yfir í verslunum Epal í desember og höfum við fengið til okkar hönnuði og annálaða fagurkera sem dekka jólaborð í hverri viku fram að jólum í Epal Skeifunni.
Andrea Magnúsdóttir fatahönnuður ásamt Svönu Lovísu Kristjánsdóttur hönnuði og bloggara dekkuðu upp jólaborðið í Epal Skeifunni vikuna 3. desember – 9. desember.
Andrea Magnúsdóttir er einn eftirsóttasti tískuhönnuður landsins í dag og hefur getið af sér gott orðspor fyrir hönnunarmerki sitt AndreA sem hún rekur ásamt eiginmanni sínum Ólafi Ólasyni ásamt því reka samnefnda fataverslun í hjarta Hafnarfjarðar, á Norðurbakkanum.
Svana Lovísa heldur úti einu mest lesna íslenska blogginu, Svart á hvítu þar sem hún skrifar um hönnun og heimili, en Svana Lovísa er menntuð sem vöruhönnuður. Saman skrifa þær Andrea og Svana á vefmiðilinn Trendnet.is þar sem saman koma fremstu bloggarar landsins.
Royal Copenhagen er nýtt vörumerki í Epal og var borðstell frá þeim, Blue Fluted Mega í aðalhlutverki á Jólaborðinu ásamt klassískri hönnun frá Georg Jensen. Tauservíettur eru frá Ferm Living og LED kerti eru frá Uyuni lighting. Punkturinn yfir i-ið er falleg blómaskreyting á miðju borðsins sem útbúin var fyrir jólaborðið.
Jólaborð Andreu og Svönu stendur í Epal Skeifunni vikuna 3. desember – 9. desember.