Five Oceans er nýtt og spennandi vörumerki í Epal sem er einstaklega umhverfisvænt og samanstendur af öflugum þvotta- og hreinsivörum fyrir heimilið sem eru betri fyrir umhverfið.
Five Oceans hreinsivörurnar eru gerðar úr náttúrulegum og niðurbrjótanlegum hráefnum og þróaðar með sjálfbærni og umhverfisvernd að leiðarljósi. Five Oceans er splunkuný græntækni sem þróuð var til að framleiða þvotta- og hreinsivörur sem eru jafn virkar og aðrar leiðandi hreinsivörur á markaðnum en með minni áhrifum á vistkerfi hafsins.
Vörurnar eru vegan, ekki prófaðar á dýrum og eru umbúðir gerðar úr 100% endurunnu plasti.
Five Oceans vörulínan samanstendur af ýmsum hreinsiefnum fyrir heimilið, þvottinn og hendur.
Mælingar sýna að þegar hreinsiefni frá Five Oceans skila sér út í hafið þarf 10 lítra af hreinum sjó til að hlutleysa efnin á meðan hefðbundin hreinsiefni á markaðnum þurfa um 11.600 lítra að meðaltali.
Five Oceans virka jafn vel og önnur sterkari hreinsiefni en eru betri fyrir umhverfið!
Kynntu þér Five Oceans í vefverslun Epal