Spennandi vornýjung frá &tradition
Flowerpot vegglampi í 6 ólíkum litum. Flowerpot lampinn var hannaður árið 1968 af Verner Panton og er í dag ein þekktasta danska hönnunin, tímalaus klassík sem flestir þekkja. Þó komst vegglampinn aldrei í framleiðslu, fyrr en núna mörgum árum síðar til heiðurs Verner Panton og í náinni samvinnu við Panton fjölskylduna.
&tradition hefur nú stækkað Flowerpot fjölskylduna og kynnir splunkunýtt Flowerpot VP8 veggljós sem fáanlegt er í svörtu, hvítu, ljósgráu, grey-beige, beige-red og sinnepsgulum!
Kynntu þér úrvalið í vefverslun Epal.is. Verð 43.900 kr.