Vipp Pencil Factory er glæsilegt húsnæði Vipp á Íslandsbryggju, Kaupmannahöfn sem staðsett er í 100 ára gamalli blýantaverksmiðju, nánar tiltekið verksmiðjan sem framleiddi gulu Viking skólablýantana sem allir þekkja.
Í Pencil Factory stafrækir Vipp einnig spennandi matarklúbb, Vipp Supper club þar sem eftirsóttir matreiðslumenn allstaðar frá úr heiminum mæta og hýsa svokallaða pop-up kvöldverðarklúbba.
Nýlega var kynnt til sögunnar Vipp Pencil Case sem er einstakt gistirými í þessu glæsilega húsnæði, og er aðeins um eitt hótelherbergi að ræða.
Í sólríkum hluta á neðri hæð fyrrum-verksmiðjunnar er að finna einstaklega fallega 90 fermetra íbúð. Íbúðin er með björtu og opnu eldhúsi þar sem að sjálfsögðu má finna Vipp eldhúsinnréttingu, húsgögn og ljós, og er þetta glæsilegur gistimöguleiki fyrir hönnunarmeðvitaða gesti.
Fjölbreytt úrval listaverka er blandað saman við húsgögn og hönnun úr vörulínum Vipp og skapar notalegt heildarútlit. Vipp býður auðvitað Viking blýanta sem gerir þér keift að eiga skapandi stund, og ef þú ert ekki ánægð/ur með útkomuna, þá er Vipp ruslafatan til taks…