Vipp kynnir nýja ruslafötu í takmörkuðu upplagi, Marie´s Yellow sem innblásin er af 80 ára sögu Vipp. „Holger, mig vantar ruslafötu fyrir stofuna mína. Geturðu búið til eina?“ Þessi orð marka upphaf Vipp þegar Marie bað eiginmann sinn, Holger Nielsen að búa til ruslafötu fyrir hárgreiðslustofuna sína árið 1939.
Sem löggiltur málmsmiður vissi Holger vel hvað gæði voru og með það í huga gerði hann ruslafötu fyrir konuna sína, og nefnir hana Vipp sem þýðir á íslensku að ‘vippa’.
Marie´s Yellow heiðrar konuna á bakvið stofnanda Vipp, Holger Nielssen. Hennar uppáhalds litur, gulur klæðir nú 80 ára afmælisútgáfu ruslafötunnar. „Við höfum stanslaust fagnað föður mínum og ruslafötunni hans hér hjá Vipp. Og ekki að ástæðulausu, þar sem fyrirtækið er byggt á velgengni hennar. En það er kominn tími til að draga fram í sviðsljósið hlutverk mömmu í þessari velgengnissögu”, segir Jette Egelund, dóttir Marie og Holger eigenda Vipp.
Það var aldrei ætlunin að selja Vipp tunnuna en hinsvegar þótti viðskiptavinum á stofunni ruslafata með fótstigi vera hagnýt og byltingarkennd og beiðnir um fleiri ruslafötur varð til þess að Holger hóf framleiðslu.
„Án frumkvöðlahugsunar móður minnar og sýnileika á ruslafötunni á hárgreiðslustofunni hennar, þá væri
Vipp ekki þar sem það er í dag. Hún var smart og alltaf vel til höfð og oft klædd í sínum uppáhalds lit, gulum. Svo það var kominn tími til að tileinka henni vörulínu hjá Vipp, eðlilega klædda í gulan,” bætir Jette Egelund við.