Design House Stockholm var stofnað árið 1992 af Anders Färdig með það í huga að kynna skandinavíska hönnun um allan heim. Núna rúmlega 20 árum síðar er Design House Stockholm orðið rótgróið hönnunarfyrirtæki í Evrópu, Bandaríkjunum og Asíu. Fyrirtækið titlar sig sem útgáfufyrirtæki fyrir hönnun og er sífellt í leit af nýjum og spennandi vörum. Vinsælasta vara þeirra frá upphafi er Pleece línan sem inniheldur einstaklega mjúka trefla, yfirhafnir og húfur úr sérstöku flísefni sem er eins og kasmírefni í viðkomu.
Pleece línan var hönnuð af textílhönnuðinum Marianne Abelsson árið 1997. Hún kom til Design House Stockholm upphaflega með hugmynd af plíseruðum lampa fyrir þá til að framleiða. Þau heimsóttu saman verksmiðju sem sérhæfði sig í að plísera en þar voru í gangi tilraunir sem starfsfólkið var að gera með flísefni sem var eins og kasmírefni í viðkomu og hætti Marianne þá við framleiðslu á lampanum góða og hannaði línu úr Pleece efni. Í dag lifir Marianne algjörlega á þessari hönnun sem þeim hjá DHS þykir mjög ánægjulegt.
Verslaðu Pleece línuna í vefverslun okkar.