HÖNNUNARMARS Í EPAL: GUÐRÚN VALDIMARSDÓTTIR

Keilir og Gígur eru tvenns konar kertastjakar hannaðir af Guðrúnu Valdimarsdóttir, Keilir fyrir há kerti og Gígur fyrir sprittkerti. Þeir eru framleiddir úr mahóný-við og hluti af þeim málaður. Í boði eru þrjár mismunandi stærðir af hvorri útgáfunni fyrir sig og nokkrir mismunandi litir. Fólk getur blandað saman mismunandi stærðum, gerðum og litum og “hannað” sína samsetningu sjálft.

Nöfn stjakanna vísa lauslega til útlits þeirra og tengjast um leið íslenskri náttúru.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.