Vörur sem láta gott af sér leiða
Vörulína Hugdettu er hönnuð af hjónunum
Róshildi Jónsdóttur og Snæbirni Stefánssyni.
Hugdetta var fengin af íslenska velgerðarsjóðnum Aurora í
Sierra Leone til að hanna vörur sem framleiddar yrðu þar í landi .
Allur iðnaður og viðurværi fólks brast í landinu þegar mikil og löng
borgarastyrjöld geisaði árum saman og Ebólu faraldurinn fylgdi í
kjölfarið.
Með því að endurvekja handverk og nna markað á alþjóðavísu fær
öldi heimamanna atvinnu á ný ásamt kennslu og búnað til að
byggja upp nýjan iðnað og nýtt líf.
Vörulínan er handunnin úr 100% náttúrulegum hráefnum og er
hver hlutur því einstakur. Milliliðalaus ágóði af sölu hverrar vöru fer
því bæði til þeirra ölmörgu aðila sem vinna efniviðinn úr jörðu og
nýrrar kynslóðar handverksfólks í Sierra Leone.
Lesa má meira um Sweet Salone verkefnið og sjá heimildamynd á
www.hugdetta.com www.aurorafoundation.is