Nýjustu meðlimir Múmínkrúsa-fjölskyldunnar eru Snabbi og Bísamrottan. Snabba dreymir um frægð og frama en Bísamrottunni mislíkar öll ólæti og ofgnótt. Snabbi birtist nú í sinni þriðju myndskreytingu á Moomin Arabia borðbúnaði en þetta er í fyrsta sinn sem Bísamrottan er í aðalhlutverki í sígildu vörulínunni. Hvor myndskreyting um sig er framleidd á krús, disk og skál.
Skoða Moomin í vefverslun Epal.is
Snabbi (Sniff Blue)
Ein dáðasta persóna Múmíndals, Snabbi, er í aðalhlutverki en sagan að baki myndskreytingunni hefst þegar hús Múmínsnáðans hrynur og Snabbi kemur vini sínum til bjargar. Söguþráðurinn fylgir þeim félögum þar sem þeir reyna að verða ríkir með hinum ýmsu ráðum svo Múmínsnáði geti byggt sér nýtt hús. Þeir félagar hafa ekki þak yfir höfuðið og því dorma þeir gjarnan á ströndinni – þaðan kemur hugmyndin að myndskreytingunni.
Bísamrottan (Muskrat Beige)
Bísamrottan er gamall heimspekingur sem les myrkar, heimspekilegar bækur og deilir bölsýnisskoðunum sínum með öðrum. Bísamrottunni líkar vel að eyða tíma sínum í hengirúmi Múmínfjölskyldunnar, þar sem hann les sína uppáhaldsbók, iðulega umvafinn teppi. Hans versti ótti er að tapa sæmd sinni, sem því miður gerist ítrekað í Múmínhúsinu. Til gamans má geta að þetta er í fyrsta sinn sem að Bísamrottan fær svona stórt hlutverk í Moomin borðbúnaðinum frá Arabia.