Jólalakkrísinn frá Lakrids by Johan Bülow er kominn, og því um að gera að taka forskot á sæluna og smakka þennan ljúffenga lakkrís. Á hverju ári er gefinn út sérstakur jólalakkrís og í ár verða tegundirnar þrjár, Gull, Silfur og Brons.
Gull inniheldur mjúkan lakkrís hjúpaðan hvítu súkkulaði með hindberjakurli og að lokum er gullögnum stráð yfir kúlurnar fyrir hátíðlegt útlit. Silfur inniheldur sætan lakkrís sem hjúpaður er með dökku belgísku lúxussúkkulaði með piparmyntu og í lokin er silfurögnum stráð yfir kúlurnar. Brons inniheldur mjúkan lakkrís sem hjúpaður er í silkimjúku ‘dulce de leche’ súkkulaði með karamellu og sjávarsalti og í lokin er bronsögnum stráð yfir kúlurnar.
Jólalakkrísinn í ár er því ekki einungis bragðgóður heldur einnig einstaklega glæsilegur sem gaman er að bjóða upp á.
Danska fyrirtækið Lakrids by Johan Bülow sérhæfir sig í framleiðslu á handgerðum gæðalakkrís. Lakkrísinn er glútenlaus og án allra aukaefna og er því góður kostur fyrir þá sem vilja gera vel við sig. Lakkrísinn frá Johan Bülow hefur notið mikilla vinsælda og er hann líklega einn besti lakkrís sem hægt er að finna.