Nýtt sælkeravörumerki – Bacanha

Bacanha er franskt sælkeravörumerki sem hefur frá árinu 2013 útbúið brut síróp (hrátt síróp), innblásið af handverksaðferðum frá París með því að notast eingöngu við náttúruleg hráefni, allt frá ávaxtaþykkni til ilmkjarnaolíu, og án allra gerviefna og rotvarnarefna. Þessu franska vörumerki hefur þannig tekist að endurskilgreina síróp með því að blanda saman hefðum, nýsköpun og sjálfbærni og leggur það ríka áherslu á gæði sem endurspeglast í vali þeirra á afar vönduðum innihaldsefnum.
Sykurinn sem notaður er í sírópin er fenginn frá Brasilíu, þar sem hann er framleiddur með sjálfbærum og umhverfisvænum hætti. Þessi umhverfismeðvitaða nálgun Bacanha nær einnig til framleiðslu þeirra í Parísar, þar sem hver flaska er handpökkuð í gulbrúnu gleri til að varðveita gæði og bragð sírópsins og eykur geymsluþol.
Hvort sem sírópin eru notuð í kokteila, kaffidrykki eða til matreiðslu og baksturs bjóða Bacanha síróp upp á ekta bragðupplifun sem heiðrar bæði fortíð og framtíð sírópsframleiðslu.