Við vorum að bæta við úrvalið okkar vörum frá glæsilega danska hönnunarmerkinu Gejst.
Gejst var stofnað árið 2013 af hönnuðunum Søren Nielsen og Niels Grubak Iversen. Hugmyndin var að ögra hefðbundinni hugsun um nútíma hönnun og í kjölfarið þróa vörur sem standast tímans tönn – bæði hvað varðar efni og hönnun.
Gejst er þó meira en aðeins nafn, á dönsku þýðir orðið að vera áhugasamur og ákafur og var það einmitt eitt af grunngildum stofnunar fyrirtækisins að sögn Søren og Niels, og síast það inn í hverja hugsun og hverja vöru sem þeir framleiða.
Gejst framleiðir fallegar og endingargóðar vörur fyrir heimilið og má þar nefna viðar eldhúsrúllustanda, viðarbakka, skipulagshillur og fleira.
Verið velkomin verslun okkar í Skeifunni og sjáið úrvalið.