2016 JÓLAÓRÓINN FRÁ NOX

NOX jólaóróinn er hannaður af Jóhannesi Arnljóts Ottóssyni, gullsmið og skartgripahönnuði og er óróinn í ár skreyttur fallegum ref. Óróinn kom út í fyrsta sinn jólin 2014 og var þá jafnframt fyrsti íslenski jólaóróinn á markaðinn og var hann þá skreyttur hreindýri og árið 2015 var hann skreyttur rjúpu. Íslendingar eru vel kunnir jólaóróum og eru fjölmargir sem safna slíkum og er því einstaklega skemmtilegt að geta boðið upp á íslenska og vandaða jólaóróa.

Óróinn er úr gull eða silfurhúðuðu sinki og kemur í fallegri öskju með svörtum silkiborða sem á stendur Gleðileg jól á öllum norðurlandamálunum og aftan á er þýska, spænska og enska. Nox jólaóróinn er einstök íslensk hönnun sem gaman er að safna.

nox_001-jp nox_002-jp