Við kynnum nýja og spennandi vörulínu í Epal sem ber heitið The Mallows, ljúffengir sykurpúðar sem koma í 6 ólíkum bragðtegundum. Við þekkjum öll gæða lakkrísvörurnar frá Lakrids by Johan Bülow sem við í Epal keppumst við að dásama og núna fetar systir Johan Bülow, hún Emma Bülow í hans fótspor og kynnir á markað The Mallows sykurpúðana.
The Mallows gefa bragðlaukunum þínum einstaka upplifun, þeir eru dúnmjúkir að bíta í, lífrænir og gerðir úr besta mögulega hráefninu. Af 6 ólíkum bragðtegundum koma 3 hjúpaðir í lúxus súkkulaði og eru sykurpúðarnir einnig ljúffengir grillaðir sem kemur líklega fáum á óvart.
Bragðtegundirnar eru: Vanillu, Berjabragð, “Súr” með límónum og sítrónu, og þeir súkkulaðihúðuðu eru: banana og súkkulaði, lakkrís með súkkulaði, vanillu og karamellu ásamt mjólkursúkkulaði.
Hver bragðtegund eru myndskreytt skemmtilegum fígúrum sem öll hafa sinn karakter og deila mikilli ást á sykurpúðum. Þær heita The Mallows og eiga að lýsa sögunni og tilfinningunni sem er á bakvið hverja tegund af sykurpúðum. Hittu “The Mallows” hér.
Mallows sykurpúðarnir kosta 1.200 kr. venjulegir, og 1.700 kr. með súkkulaði.
Emma Bülow er ekki nema 23 ára gömul og hefur nú þegar stofnað stórveldi ef henni tekst að feta í fótspor bróður síns sem við höfum mikla trú á. Sykurpúðarnir eru einstaklega bragðgóðir og spennandi sælgæti sem erfitt er að standast.