Við kynnum frábært afmælistilboð á Svaninum eftir Arne Jacobsen.
Svanurinn var upphaflega hannaður af Arne Jacobsen árið 1958 fyrir anddyri og setustofur á SAS Royal Hótelinu í Kaupmannahöfn. Á þeim tíma þótti Svanurinn nýstárlegur stóll, engar beinar línur – heldur aðeins mjúkar línur. Þessi formfagri og klassíski stóll hefur notið mikilla vinsælda undanfarna áratugi og er framleiddur hjá Fritz Hansen.
Svanurinn er nú á frábæru tilboði til 1. ágúst í áklæðunum Christianshavn, Fame og Aura leðri og því hægt að sérsníða stólinn að þínum smekk.
Verið velkomin í verslun okkar í Skeifunni og kynnið ykkur Svaninn á tilboði.