ÁHUGAVERÐUR FYRIRLESTUR 10.MAÍ : DANISH MODERN

Í tengslum við sýninguna SAMSPIL – SIGURJÓN ÓLAFSSON OG FINN JUHL, Hugarflug milli höggmyndar og hönnunar, mun Aðalsteinn Ingólfsson halda fyrirlestur í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnesi sunnudaginn 10. maí kl. 15:00.

Heiti fyrirlestrarins er DANISH MODERN: Finn Juhl og gullöld danskrar húsgagnahönnunar. Aðalsteinn ætlar að fjalla um tilurð og þróun nýrrar húsgagnahönnunar í Danmörku á árunum 1930-1960, með sérstakri áherslu á áhrifavalda og aðstæður, og helstu merkisbera þessarar hönnunar, einkum og sérílagi Finn Juhl.

Á sýningunni í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar eru meðal annars húsgögnin sem Juhl kynnti fyrst árin 1940 og 1941 ásamt verkum eftir Sigurjón, sem Juhl valdi fyrir heimili sitt og teiknistofu. Núna 75 árum eftir að Pelikan stóllinn var sýndur í fyrsta skipti á húsgagnasýningu Snedkerlaugets í Kaupmannahöfn, ásamt tréskúlptúr eftir Sigurjón, er þessi stóll meðal vinsælustu húsgagna Finns Juhl.

Listasafn Sigurjóns Ólafssonar er opið laugardaga og sunnudaga milli klukkan 14 og 17. Frá 1. júní verður opið alla daga nema mánudaga.

finn_juhl

Við mælum með sýningunni SAMSPIL – SIGURJÓN ÓLAFSSON OG FINN JUHL, Hugarflug milli höggmyndar og hönnunar. Á sýningunni eru meðal annars húsgögn sem Finn Juhl sýndi á Snedkerlaugets Møbeludstilling í Kaupmannahöfn 1940 og 1941, stóllinn Pelikanen og sófinn Poeten, ásamt skúlptúrum eftir Sigurjón sem Finn Juhl valdi í samleik við húsgögn sín.

One Collection og Epal styrkja sýninguna.