Andreas Engesvik hannaði kertastjakana Allas fyrir Iittala sem komu út fyrr á þessu ári, en hann er fyrsti norski hönnuðurinn sem fenginn er til að hanna fyrir Iittala og þykir það mikill heiður. Hann hefur hlotið ýmis verðlaun fyrir verk sín svosem hönnunarverðlaun Wallpaper árið 2009 og iF hönnunarverðlaunin árið 2010 og nú síðast hin virtu Red Dot hönnunarverðlaun árið 2012 fyrir Allas kertastjakana. Fyrir utan Iittala hefur Andreas hannað fyrir Muuto, Asplund og Ligne Roset, og má finna hönnun eftir hann í norsku konungshöllinni.