Íslensk hönnun í sinni litríkustu mynd á HönnunarMars.
Með þátttöku EPAL í HönnunarMars hefur opnast nýr gluggi að góðri hönnun.
Epal kynnir nýjar vörur sem er afrakstur samvinnu íslenskra og danskra hönnuða sem öll eiga það sameiginlegt að hafa náð langt í sínu fagi – þessi samvinna hefur fengið nafnið BYLGJUR: undir íslenskum áhrifum.
Sex framsæknir hönnuðir voru fengnir í tilefni 40 ára afmæli Epal til að hanna nýjar vörur úr íslensku hráefni og útfrá íslenskum innblæstri sem höfðar til alþjóðamarkaðar. Útkoman er fjölbreytt en þar má nefna gólfmottu, húsgögn, værðarvoð, trefla ásamt fleiru.
Epal mun einnig í ár sýna áhugaverða hönnun eftir fjölbreyttan hóp hönnuða, þekktra jafnt sem nýrra.
Haft hefur verið að leiðarljósi frá stofnun 1975 að auka skilning og virðingu fyrir hönnun á Íslandi með því að velja góða hönnun og gæðavörur fyrir viðskiptavini Epal. Hluti af því er þátttaka í HönnunarMars.
Undir merkinu Amikat koma fram vatnslitaverk Írisar Halldórsdóttur í vönduðum eftirprentum. Fyrsta sería hennar ber nafnið Carnival þar sem 6 dýr eru klædd upp fyrir Feneyjarhátíð miðaldanna, skreytt grímum, fjöðrum og töfrandi fylgihlutum.
Íris lauk námi í þrívíddarteiknun við International Academy of Design & Technology í Toronto, Kanada, og myndlistarnámskeiðum við Myndlistarskólann í Reykjavík.
Amikat plakötin fást í Epal og kosta (30x40cm) kr. 5.900 og (40x50cm) kr. 7.900.
Við vorum að fá nýja sendingu af fallegu bókahillunum fyrir barnaherbergi sem hannaðar eru af Siggu Heimis. Hillurnar eru 120 cm á lengd og hannaðar þannig að bækurnar snúi fram en ekki á hlið eins og tíðkast oft í bókahillum, og skreytir þá bæði veggi herbergisins ásamt því að virka hvetjandi fyrir börn til að grípa í bók til lesturs. Hillurnar eru til í nokkrum litum, hvítu, bleiku, og grænu og er hillan leiserskorin úr málmi.
Falleg íslensk hönnun í barnaherbergið.
Á myndinni að ofan má sjá vörur frá Design Letters, dúka frá Hay og Ferm Living, servíettur frá Ihanna home og Hekla, Kubus skál, tréfugl frá Architect made, Kastehelmi skál frá Iittala og Omaggio vasa frá Kahler.
Lakrids by Johan Bülow er líklega einn besti lakkrís sem hægt er að finna og er hann aðeins seldur í vel völdum verslunum þar sem gæði og hönnun haldast í hendur.
Helgina 11., 12. og 13. mars verður sannkölluð lakkrís veisla haldin á Kolabrautinni í samstarfi við Lakrids by Johan Bülow. Matreiðslumeistarar Kolabrautarinnar hafa sett saman matseðil með 4 réttum sem innihalda hinar ýmsu útfærslur á lakkrís frá heimsþekkta „gourmet“ fyrirtækinu Lakrids.
Þetta er viðburður sem enginn sannur lakkrísunnandi má láta framhjá sér fara.
Við hittum Georg Arnar Halldórsson matreiðslumeistara á Kolabrautinni í létt spjall:
Núna er þetta í annað sinn sem þið haldið lakkrís veislu í samstarfi við Lakrids by Johan Bülow, síðast árið 2013, hvernig voru viðtökurnar þá? Viðtökurnar voru mjög góðar. Margir eiga líklega erfitt með að ímynda sér heilan matseðil af lakkrís, en þú munt alls ekki fá nóg af lakkrís eftir þennan dinner.
Verða einhverjar áherslubreytingar í ár? Síðast var matseðillinn frekar lágstemmdur, það verður svipað fyrirbrigði í ár en mögulega aðeins meiri kraftur í lakkrísnum. Hugmyndirnar varðandi matseðilinn eru einnig meira útpældar í ár og meiri hugsun varðandi heildina.
Er það mikil áskorun að vinna með lakkrísvörur fyrir þig sem kokk? Já ekki spurning, en það er gaman að fá smá áskorun og prófa eitthvað nýtt.
Þetta er áskorun því það passar ekki hvaða matur sem er með lakkrís og lakkrísinn getur auðveldlega stolið öllu bragðinu. Lakkrísinn þarf að vera aðeins undir ratsjánni en að bragðið komi þó alltaf í gegn.
Þú vilt að þetta sé uppbygging, það byrjar varlega en þegar nálgast að endarlokum verður meiri kraftur. Dálítið eins og sinfónía, það þarf að horfa á þetta sem heildarupplifun.
Margir tengja lakkrís meira við sætt nammi, en á matseðlinum er að finna t.d. lakkrísgljáða andabringu. Virkar lakkrís almennt vel í matseld?
Já, hann gerir það, þetta er svo breið lína af vörum frá Lakrids. Vörurnar eru bæði skemmtilegar og góðar og auðvelt að vinna með þær. Sýrópin henta t.d. alveg í báðar áttir og er til sem sætt og salt en það er ekki of sætt. Því er t.d. penslað beint á öndina og síðan bara kryddað til.
Það er auðvelt að tengja þetta við önnur lakkrískrydd eins og t.d. Anís eða fennel fræ, sem er gott með rauðkáli og bleikju.
Hver er þinn uppáhalds réttur sem í boði er í lakkrís veislunni sem þú gætir borðað aftur og aftur?
Það er sennilega hvítkálið, hugmyndin kemur útfrá rauðkáli og anís sem er vel þekkt, en við skiptum því út fyrir grillað hvítkál, borið fram með bagnecaudasósu og steiktu lakkrískrydduðu rúgbrauði.
Er þessi viðburður eitthvað sem enginn lakkrísunnandi má láta framhjá sér fara? Ekki spurning, þetta er athyglisvert fyrir alla til að prófa, -nema þér þykir lakkrís vera vondur þá myndi ég ekki koma.
Ertu búinn að undirbúa matseðilinn lengi? Ég er búinn að hugsa um þetta í nokkra mánuði og prófa nokkra rétti. Hugmyndirnar voru til staðar og gengu svosem allar upp, maturinn verður alltaf ljúffengur með lakkrísvörunum en það er aðalatriðið að fínpússa hugmyndirnar og finna rétt magn af lakkrís.
Er ekkert stress að eiga von á sjálfum Johan Bülow í Lakkrís veisluna? Nei, ég held hann verði mjög ánægður!
– Ekki missa af þessari ljúffengu lakkrís veislu dagana 11., 12. og 13. mars. Borðapantanir eru í síma 519-9700.
Myndirnar hér að neðan eru teknar í lakkrísveislunni árið 2013.
Óflokkað
Opnunartími 2014
Epal
Opnunartímar:
Mán-fös: 10:00 – 18:00
Laugardaga: 11:00 – 16:00
Epal í Hörpu
Opnunartímar:
Mán-fös: 10:00 – 18:00
Laugardaga: 11:00 – 16:00
Epal Design
Opnunartímar:
Alla daga: 5:30 – 17:30
Norm 69 ljósið var upphaflega hannað árið 1969 af Simon Karkov, en í mörg ár lá ljósið ósnert á háalofti þar til að það var uppgötvað af kunningja Simon Karkov, en möguleikarnir sem hann sá í ljósinu var upphaf samstarfs Normann Copenhagen og Simon Karkov árið 2001. Þá fyrst var ljósið endurheimt af háaloftinu og þróað áfram áður en það var sett í framleiðslu. Norm 69 er innblásið frá blómum og könglum, en hönnuðurinn sækir mikið innblástur í náttúruna.
Hér býr Jacob Holm ásamt eiginkonu sinni Barböru og dætrum þeirra, Selmu og Lili. Jacob Holm er framkvæmdarstjóri Fritz Hansen og því má sjá marga fallega hluti á heimilinu frá Fritz Hansen, en í bland við fallega antík hluti sem gefur heimilinu persónulegra yfirbragð.
AJ lamparnir voru hannaðir af Arne Jacobsen árið 1960 fyrir SAS Royal hótelið í Kaupmannahöfn. Sagan segir að hringlaga gatið á járnbotni lampans hafi upphaflega verið ætlað til að hafa öskubakka í, sem gæti vel verið sönn saga, þar sem að reykingar voru afar vinsælar á þeim tíma sem lampinn var hannaður. Þessi lampi er klassísk eign sem verður bara flottari með hverju árinu sem líður.
Flottur lampi sem kemur í nokkrum litum.
Arkitektinn Mogens Lassen hannaði klassíska Kubus kertastjakann fyrir um 50 árum síðan,og núna hefur bæst við skál í Kubus línuna og er hún innblásin af kertastjakanum fræga.
Kubus skálin er minimalísk og hana er meðal annars hægt að nota undir ávexti, sælgæti, eða plöntu eins og myndin hér að ofan sýnir.
Kubus kertastjakinn er alltaf flottur, oftast sér maður hann með hvítum kertum í, en mikið kemur það vel út að nota kerti sem eru samlituð stjakanum!