Nýjar vörur: Babushka hillur

Eins og hin fræga Babúska dúkka, þá passa Babushka hillurnar frá OK Design fullkomnlega ofan í hvor aðra.
Hvert sett inniheldur 11 hillur sem hægt er að leika sér með uppröðunina á, og aðeins ímyndunaraflið gæti stoppað þig.
Hillurnar koma í 3 litum: hvít að innan og utan, eða með viðarútliti og grá eða blá inní.
Stærsta boxið er 39x39x28 cm og minnsta boxið er 15x15x15 cm
Ef þetta er ekki skemmtileg hönnun, þá veit ég ekki hvað!

Nýjar vörur: OK Design

Wayne.
Condesa stóllinn dregur nafn sitt frá La Condensa í Mexíkó city sem var annað heimili Hollywood stjarnanna um 1940.
Acapulco og Condesa stólarnir eru framleiddir í Mexíkó city af OK Design.
Stólarnir eru mjög líkir en hafa þó sitthvora lögunina, og koma þeir einnig í barnastærð.
Acapulco stóllinn fór fyrst í framleiðslu um 1950 en hann dregur nafn sitt frá Acapulco flóanum í Mexíkó sem var vinsæll meðal helstu Hollywood stjarnanna meðal annars Elvis Presley og John Wayne.
Condesa stóllinn dregur nafn sitt frá La Condensa í Mexíkó city sem var annað heimili Hollywood stjarnanna um 1940.
Stólarnir sem eru handsmíðaðir koma í nokkrum litum og er einnig hægt að fá þá með sessu.

HAY fyrir heimilið

Dot cushions frá HAY eru skemmtilegir púðar með mikinn karakter.

Púðarnir eru úr hágæðaefni frá Kvadrat og eru því mjög endingargóðir.

Púðarnir eru til í nokkrum litum og eru hnapparnir í öðrum lit þegar púðanum er snúið við. Dökkgrái púðinn hefur t.d græna hnappa öðrum megin en þegar snúið er við eru hnapparnir ljósgráir. Skemmtileg

Montana hillukerfi

Peter J. Lassen stofnaði Montana Møbler árið 1982, Montana er fjölskyldufyrirtæki og fer öll framleiðslan fram í Danmörku.

Montana framleiðir hillueiningar fyrir heimili og skrifstofur. Hillurnar er hægt að móta á ýmsa vegu og koma þær í mörgum litum, því er hægt að fá hillur sem henta manni fullkomnlega og gera rýmið persónulegra.

Hér má sjá aðeins brot af möguleikunum sem Montana bíður upp á.

Hægt er að kynna sér enn frekar hillurnar á Montana.dk og kíkja við í Epal um helgina þar sem sérfræðingur frá Montana gefur ráðleggingar.

Einnig verður 20

MENU: Fallegar salt og pipar kvarnir

Bottle grinder set frá Menu er hannað af Jonas-Bjerre Poulsen og Kasper Rönn.

Þessar salt og pipar kvarnir eru einstaklega vel hannaðar og koma á óvart, en það sem er ólíkt með þessum frá flestum öðrum kvörnum er að þær eru í laginu eins og nokkurskonar flaska og er kvörnin efst, -í flöskuhálsinum.

Ysta lagið á kvörninni er úr mjúku abs plasti sem gefur gott grip og stílhreint og módernískt yfirbragð.

Tilvalið í öll eldhús.

Jónsdóttir & co

Jónsdóttir & co er nýtt merki hjá okkur í barnadeildinni, merkið er hugarfóstur búðarkonu sem átti sér draum um að hanna einstaka línu undir eigin merki.

Ragnhildur Anna Jónsdóttir er hönnuðurinn bakvið merkið og fyrsta línan sem hún sendir frá sér eru ungbarnasamfellur og smekkir úr lífrænni bómull.

Vinnustofan Ás, sem er verndaður vinnustaður sér um að sauma taupokana, og eru vörurnar vottaðar með Fair Trade merkinu.

 

Teppi frá Brynju Emils

Þessi fallegu teppi úr íslenskri ull eru eftir textíl-og fatahönnuðunn Brynju Emils.
Zikkzakk teppið er hið fullkomna teppi í sófann fyrir köld vetrarkvöld.
Leikgleði er lína af teppum fyrir börn og eru nokkur teppin í línunni margnota.
Hægt er að nota þau einnig sem gólfteppi/leikteppi fyrir börnin og getur því vaxið með þeim.

Verner Panton

Verner Panton er einn áhrifríkasti hönnuður sem uppi hefur verið, hann var brautryðjandi í ljósa og húsgagnahönnun og var sannur “rebel” á sínum tíma. Hönnun hans er tímalaus klassík sem er þó oftast mjög litrík og skemmtilegt.
System 1-2-3 stólarnir voru upphaflega hannaðir af Verner Panton árið 1973, en voru nýlega endurhannaðir af Verpan sem framleiðir hönnun hans í dag. Stólarnir voru hannaðir úr nýjum og betri efnum og eru einstaklega þægilegir og flottir.
Verner Panton hannaði VP ljósið árið 1969-70 sem sjá má hér að ofan.
Gullfallegt og módernískt ljós sem færi hvaða heimili vel.
Við eigum von á VP ljósinu og System 1-2-3 stólunum á næstu dögum, láttu sjá þig!