Fákar – Hönnun Chuck Mack

 

Fákar -vörulína

Trésmiðir hafa notað búkka frá örófi alda enda eru þeir ómissandi á hverju verkstæði. Vel gert par getur nýst heila mannsævi. Yfirleitt er saga þeirra verka sem þeir standa undir skráð óafmánlega í ytra form þeirra sjálfra, ör eftir sagir og sporjárn, slettur af málningu og lími. Vinnuþjarkar á gólfi.

Á langri starfsævi minni við trésmíðar hef ég smíðað tugi þeirra til að standa undir þeim verkum sem liggja fyrir hverju sinni. Í Bandaríkjunum eru þeir kallaðir sögunarhross eða einfaldlega hestar og þess vegna varð íslenska heitið Fákur fyrir valinu.

Ég var vanur að skilja þá eftir að verki loknu, stundum fleiri en eitt par þar sem ég gat alltaf smíðað nýja ef þörf krafði. Dæmigerðir búkkar af minni hendi voru léttir og þeim var hægt stafla upp. Stundum frétti ég að aðrir verktakar hefðu slegist um þessa búkka sem ég skildi eftir.

Ég hef oft velt fyrir mér hönnun sem lítur vel út alls staðar. Hönnunarmars 2010 gerði þann gæfumun sem leiddi til sýningar í Epal á léttum, sterkum og stöflunarhæfum búkkum úr harðviði með hreinar línur. Ég hef nú hannað fjölbreytta vörulínu af borðum og skrifborðum sem byggja á búkkahönnuninni. Það er meira á leiðinni.

Chuck Mack

The carpenter‘s trestle is an ancient and indispensable accessory in any workspace. A well-made pair can serve for a lifetime of use. They typically become a visual history of the work they do, scarred from saws and chisels and splattered with paint and glue. A low-level hard worker.

In my long career as a carpenter and woodworker, I have built dozens of these trestles to suit the purpose at hand. In the US, they are called saw horses or just referred to as horses, hence the choice of Fàkur in Icelandic.

I usually left these behind when a project was over, at times more than one pair, as I could easily build them as needed. My signature technique was to have them light, strong and stackable. I would sometimes hear later that these abandoned horses were fought over by the other project tradesmen and subcontractors.

I often thought to come up with a design that would look good anywhere. Design march 2010 provoked the effort which was displayed in Epal, lightweight, strong and stackable with clean lines, built from hardwood. I have now started a line of desks and tables based on this trestle design, Fàkurline. More to come.

Chuck Mack

Bjarni Sigurðsson Keramiker

Vörur Bjarna komnar í sölu í Epal

Hér lýsir Bjarni vinnuferlinu sýnu.

Ég vinn oftast með hrein og bein form, þar sem glerungarnir eru oftast miklir og krefjast einföldunar í forminu sjálfu. Ég nota þýskan steinleir.

Ég bý til alla mína glerunga sjálfur frá grunni.

Glerungarnir eru mörg hundruð sem ég vinn með, blanda þeim á hina ýmsu máta og glerja mörg verkanna aftur og aftur og brenn fleiri skipti. Eiginlega öll mín verk eru með tvo þrjá glerunga eða fleiri. Ýmist er ég að setja mismunandi glerunga yfir hvorn annan eða blanda þeim fyrst saman og glerja síðan verkin.

Ég reyni að fá náttúruna fram í glerungunum. Skapa villt yfirbragð. Hraunað og hættulegt. Einnig slétt og fínt, sem hafa mikið litaspil og mynstur. Sumir glerunganna minna eru ekki þannig úr garð gerðir að sjálfsagt þykir að renna höndunum yfir þá eins og gert er með blanka glerunga. Þeir geta verið brotnir, hraunaðir og hvassir, allt eftir hvað ég vil ná fram í glerungunum. En ég er einnig með slétta og blanka glerunga sem hafa mikið spil í sér, þar sem ég set blanka og slétta glerunga yfir hið hráa yfirbragð af glerungum.

Ég vinn mikið út frá því að hlutirnir virki sem skúlptúr. Þá eru það stóru vasarnir, stórar skálar, verk sem þola að standa eitt og sér, án þess að þurfa að vera notaðir sem slíkir.

Ég elska að gera tilraunir og er alltaf að bæta við mig í því, og leika mér. Finnst það mikilvægt í þróun minni í keramikinnu. Ég reyni eftir bestu getu að gera ekki tvo hluti eins.

Ég skrái allt sem ég geri við verkin mín. Ég get farið allt aftur í byrjun námsins míns fyrir 14 árum síðan og séð hvað ég var að glerja þá. Þannig get ég endurnýjað gamlar glerjúngavinnslur, gert þær nútímalegri og endurnýtt upplýsingar sem ég hef fyrir í bókum mínum.

 

Prjónatal 2011

PRJÓNATAL 2011

Prjónatal er dagbók fyrir áhugafólk um prjón sem langar að eignast fallega dagbók fyrir árið 2011. Dagatal er fremst í hverjum mánuði og svo vika per blaðsíðu.

Bókin er jafnframt prjónabók sem inniheldur áhugaverða prjónhönnun, eina uppskrift fyrir hvern mánuð ársins. Uppskriftirnar eru eftir Helgu Thoroddsen prjónhönnuð og eru úr náttúrulegu hráefni. Hæfileg áskorun fyrir þá sem hafa reynslu af prjónaskap.

Aftast í bókinni er almennur kafli með hagnýtum upplýsingum um garn, prjóna og margt fleira sem nýtist þeim sem prjóna.

Innbundin, vönduð og metnaðarfull bók prýdd fjölda ljósmynda og teikninga.