Flott nýjung frá Eva Solo….
Á sýningunni gefst kostur á að skoða úrval húsgagna frá hönnunarferli Þorkels, allt frá sjötta áratugnum til dagsins í dag.
Þorkell lauk sveinsprófi í húsgagnasmíði frá Iðnskólanum í Reykjavík árið 1954 og nokkrum árum seinna hélt hann hönnunarnámi áfram í Listiðnaðarskólanum í Kaupmannahöfn. Hann kom heim árið 1960 og hóf störf á teiknistofu Húsameistara Reykjavíkurborgar hjá Einari Sveinssyni arkitekt. Þorkell stofnaði sína eigin teikni- og hönnunarstofu árið 1967 og hóf samstarf við ýmsa húsgagnaframleiðendur, en þeir voru ekki vanir að nýta sér hönnuði við framleiðslu á þessum tíma.
Á. Guðmundsson og Smíðaverkstæði Sverris Hallgrímssonar voru meðal þeirra sem nýttu sér hæfni Þorkels. Hjá Á. Guðmundssyni varð hann aðalhönnuður til fjölda ára en eitt af fyrstu samstarfsverkum þeirra var framleiðsla á hinum þekkta svefnbekk Spíru árið 1967. Varð hann mjög vinsæl og seldist mikið hérna heim sem og erlendis. Smíðaverkstæði Sverris Hallgrímssonar átti líka gott samstarf við Þorkel. Þekktasta verkefni þeirra voru Stuðla – skilrúmin, sem framleidd voru í yfir 15 ár.
Þorkell hefur ávallt haft brennandi áhuga á höggmyndum, enda lærði hann hjá Ásmundi Sveinssyni myndhöggvara á árunum 1960-1963. Hann hefur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir þá vinnu og ber þar helst að nefna fyrstu verðlaun árið 1961 fyrir höggmynd í samkeppni um minnismerki til heiðurs hafnfirskri sjómannastétt. Þegar hönnunarbraut var sett á laggirnar við Iðnskólann í Hafnarfirði árið 1989 varð hann deildarstjóri, en hann starfaði þar til ársins 2001. Það sem einkennir feril Þorkels er einfaldleiki, notagildi og virðing fyrir handverkinu.
Uppsetning sýningar og textagerð:
Samstarf Þorkels G. Guðmundssonar og Almars Alfreðssonar.
Hönnun og umbrot sýningarskrár:
Sigurður Hrafn Þorkelsson