Álsnagarnir LÓA eru hannaðir af listakonunni og hönnuðinum Heklu Björk Guðmundsdóttur.
Ísland og íslensk náttúra hefur alltaf verið Heklu hugleikin og verið helsta uppspretta hennar í allri listsköpun.
Lóan vorboði okkar íslendinga hefur einnig spilað stórt hlutverk í list og hönnun Heklu, hún hefur bæði verið í aðal- og aukahlutverkum til dæmis í málverkum, á servíettu, vegglímmiðum og svo nú í snögum.
Snagarnir / skúlptúrarnir eru sandsteyptir úr íslensku áli og koma í þremur mismunandi útfærslum þ.e. mattir, glans og handmálaðir. Snagarnir/skúlptúrarnir eru í fallegum sérhönnuðum öskjum myndskreyttum með móa málverkum Heklu.