HönnunarMars í Epal : Hekla

 

Álsnagarnir LÓA eru hannaðir af listakonunni og hönnuðinum Heklu Björk Guðmundsdóttur.

 

Ísland og íslensk náttúra hefur alltaf verið Heklu hugleikin og verið helsta uppspretta hennar í allri listsköpun.

Lóan vorboði okkar íslendinga hefur einnig spilað stórt hlutverk í list og hönnun Heklu, hún hefur bæði verið í aðal- og aukahlutverkum til dæmis í málverkum, á servíettu, vegglímmiðum og svo nú í snögum.

 

Snagarnir / skúlptúrarnir eru sandsteyptir úr íslensku áli og koma í þremur mismunandi útfærslum þ.e. mattir, glans og handmálaðir. Snagarnir/skúlptúrarnir eru í fallegum sérhönnuðum öskjum myndskreyttum með móa málverkum Heklu.

 

 

Hönnunarmars í Epal: FÆR-ID

FærID kynnir fjórar nýjar vörur á Hönnunarmars; hitaplatta, púða, bókamerki og koll.
FærID er þverfaglegt hönnunarteymi en það skipa Þórunn Hannesdóttir, Karin Eriksson auk Herborgar Hörpu Ingvarsdóttur.
Hönnuðirnir sækja m.a. innblástur sinn í norræna sögu og hefðir, og með vörunum er oftar en ekki leitast eftir að fanga gömul gildi, sem oft á tíðum eru gleymd, og aðlaga að nútímalífstíl.

Hönnunarmars í Epal : Sigga Heimis

Hönnunarmars hefst í Epal á morgun, eða þann 21.mars frá kl.17.00 til 20.00, en þar munu rúmlega 40 íslenskir hönnuðir sýna hönnun sína.
Ein af þeim er iðnhönnuðurinn Sigga Heimis, sem unnið hefur meðal annars fyrir IKEA og sem hönnunarstjóri hjá Fritz Hansen.
Fyrir hönnunarmars 2012 hefur Sigga Heimis hannað stóla og skápa sem innblásnir eru frá Íslandi og eru þeir einnig framleiddir á Íslandi.
Geymsluskáparnir eru úr stáli, en eitt af uppáhaldsefnum sem Sigga vinnur með eru einmitt málmar. Skáparnir draga form sitt frá hefðbundnum skápum en skemmtilegar litasamsetningar gera skápana nýja og öðruvísi.
Stólarnir draga form sitt frá fiskum, sem er helsta útflutningsvara Íslands, en þó eru fiskar sjaldan notaðir sem innblástur í hönnun íslenskra hönnuða.
Vertu velkomin/nn á opnun Hönnunarmars í Epal á morgun á milli 17.00-20.00
Sjáumst!

Hugmyndir að fermingargjöfum

Nú fer senn að líða að fermingum og eru margir byrjaðir að leita að góðri gjöf.
Á næstu dögum ætlum við hjá Epal að koma með hugmyndir hér á blogginu að góðum fermingargjöfum handa strákum og stelpum.
Skartgripatré frá MENU
Falleg hálsmen frá íslenska hönnunarfyrirtækinu 4949
Fallegir hringir og eyrnalokkar frá Hring eftir Hring
Töff vekjaraklukka frá Arne Jacobsen
Leðurdýrin frá Zuny sem eru bókastoð, hurðastoppari eða flott hilluskraut í senn
Íslenski kollurinn Fuzzy er klassísk gjöf
Marimekko er með úrval af fallegum handklæðum og snyrtitöskum
Nýtist vel fyrir þá sem eru mikið á ferðinni
Expression hnötturinn myndi sóma sér vel í herbergi fermingarbarnsins
Skartgripatré eftir Hrafn Gunnarsson
Ekki Rúdolf er smart veggskraut sem einnig er hægt að hengja ýmsa hluti á t.d bindi, belti, veski og fleira.
Hinn sívinsæli Hrafn er einnig tilvalinn í fermingargjöfina

Kartell Master chair

Master stóllinn frá Kartell sem hannaður er af Philippe Starck er í raun samblanda af þremur heimsfrægum stólum, það eru Sjöan eftir Arne Jacobsen, Tulip stóllinn eftir Eero Saarinen og Eiffel stóllinn eftir Charles Eames.
Hér að ofan má sjá hvernig stólunum þremur er blandað saman á snilldarlegann hátt og er stóllinn nú þegar orðinn hönnunar ‘icon’. En það er sjaldgæft að hægt sé að eignast hönnun sem að 4 frægustu hönnuðir heims hafa allir komið að?
Flottur stóll sem til er í þremur litum og er nýkominn í Epal.

Iittala Vitriini

Iittala Vitriini eru gullfalleg glerbox sem þú notar til að hafa hluti til sýnis sem þú heldur uppá eða notar þau til að bjóða upp á kræsingar.

Anu Penttinen hannaði boxin árið 2010, og koma þau í tveimur stærðum; 60 x 60 og 108 x 108.

 

 

 

 

 

 

 

 

Vitriini boxin koma í mörgum fallegum litum og standa fallega ein og sér eða nokkur saman og hægt er einnig að kaupa bambus bakka til að láta þau standa á.

LC SHUTTER EFTIR LOUIS CAMPBELL

Enn á ný hefur Louis Poulsen fengið frábæra hönnuðinn Louise Campbell til liðs við sig til að framleiða ljós, LC Shutter sem var nýlega frumsýnt við góðar móttökur.
LC Shutter er fáanlegt í tveimur litum, alveg hvítt eða hvítt með litríku mynstri sem gefur skemmtileg andrúmsloft.
Ljósið hefur verið undanfarin 2 ár í þróun en það er alfarið framleitt í verksmiðju Louis Poulsen í Danmörku en það var eitt af leiðarljósum Louise Campbell í hönnunarferlinu, að allir hlutar ljóssins væru framleiddir á sama stað.
Útkoman er einfalt og fallegt ljós sem setur svip á hvaða rými sem er.

Ég gæti borðað heilann hest

‘Ég gæti borðað heilann hest’ er frábær spagettímælir eftir Stefán Pétur Sólveigarson vöruhönnuð. Barnið mælir skammt fyrir 12 ára eða yngri, karlinn og konan er skammtur fyrir fullorðna og hesturinn er mælir fyrir þann sem getur borðað heilann hest eða skammtur fyrir heila fjölskyldu. Bráðskemmtileg hönnun.
Þess má geta að öll framleiðslan fer fram á Íslandi.

Bobles-barnahúsgögn

Systurnar Boletta og Louise Blæder hanna undir nafninu Bobles, seríu af margnota barnahúsgögnum, sem hvetja börnin til leiks og örva ýmindunaraflið um leið.

Bobles eru allskonar dýr sem nota má á marga vegu, til dæmis er fíll sem börnin sitja á eina stundina, en þegar fílnum er snúið við nota börnin hann sem bát, ruggustól eða borð.

.

 

 

 

Frá því að fyrsta dýrið var framleitt árið 2005, hefur Bobles hlutið margar viðurkenningar ásamt því að hafa komið vörunum sínum í sölu í Moma í New York, sem þykir viss staðfesting á gæðum vörunnar.

Bobles er framleitt úr hágæða EVA frauðplasti, allir kantar eru mjúkir og öll göt eru nægilega stór til að koma í veg fyrir að litlir fingur festist ekki.

Bobles er hægt að fá sem svín, fíl, gíraffa, krókódíl, fisk og kjúkling og eru öll dýrin mjög litrík og skemmtileg

Muuto: kertastjaki

Þessi flotti kertastjaki frá Muuto er hannaður af Louise Campbell sjálfri og ber heitið ‘The more the merrier’ sem þýða mætti sem ‘því fleiri því betra’.
Hægt er að raða kertastjakanum saman að vild, en í hverjum pakka fylgja 7 kertastjakar og 6 festingar.
Töff kertastjaki!