Nils Strinning hannaði hillukerfið String árið 1949, hillurnar hafa orðið að nokkurskonar hönnunartákni síðan þá en ástæðurnar fyrir því eru nokkrar. Hillurnar þykja afar hentugar, hægt er að stækka við þær í allar áttir og bæta við, hillurnar koma í handhægum pakkningum og auðvelt er að setja þær saman. Einnig eru þær afar stöðugar og standast tímans tönn.
Hillurnar koma í nokkrum útgáfum, hægt er að fá String með umgjörð úr málmi, en einnig má fá þær með glærri plastumgjörð fyrir látlausara útlit.
Hægt er að bæta skápum og hillum við að vild og sérsníða String hillurnar að þínum þörfum.
Eins og sjá má er hægt að nýta String hillurnar á ýmsa vegu, sem vinnuaðstöðu, í eldhúsið, í svefnherbergið, í stofuna og einnig í barnaherbergið.