Kubbar: íslensk hönnun fyrir börnin

Íslenskir Kubbar gerðir úr lerki frá Hallormsstaðaskógi. Kubbarnir eru hannaðir og framleiddir af hjónunum Guðrúnu Valdimarsdóttur, vöruhönnuði og Oddi Jóhannssyni, grunnskólakennara.
Í hverjum kassa eru 42 kubbar, þeir eru allir af sömu stærð og hliðar kubbana ganga hver upp í aðra sem gerir möguleika á uppröðun mikla. Kubba er hægt að nota í ýmis konar leiki; byggja úr þeim hús og hallir, leggja með þeim vegi og nota þá sem dómínókubba svo dæmi séu tekin. Stærð og lögun kubbanna gerir þá hentuga fyrir börn sem hafa ekki þroskað að fullu fínhreyfingar sínar en þeir henta ekki síður í skapandi leiki eldri barna.

NEXTIME KLUKKUR

Hjá Epal er núna hægt að fá klukkur frá NeXtime.

NeXtime er hollenskt fyrirtæki sem hefur sérhæft sig í klukkum undanfarin 70 ár.

Klukkurnar eru seldar í yfir 50 löndum og er NeXtime eitt fremsta klukkufyrirtæki heims.

NeXtime bjóða upp á gott úrval af klukkum, hvort sem þú ert að leita af klassísku eða nútímalegu útliti. Kíktu við!

Muuto

Muuto er ungt hönnunarfyrirtæki sem er þó orðið þekkt á alþjóðlegum vettvangi sem leiðandi fyrir Skandinavíska hönnun. Nafnið Muuto er innblásið af finnska orðinu “muutos”, sem þýðir breyting eða ný sýn.

Nýlega fagnaði Muuto 5 ára afmæli sínu og í dag er hægt að nálgast Muuto vörur í yfir 800 verslunum um heim allan. Muuto velur sjálft leiðandi hönnuði til að vinna fyrir sig og koma hönnuðurnir frá Svíþjóð, Noregi, Finnlandi og Danmörku -vonandi Íslandi líka einn daginn. En þau framleiða bæði húsgögn, ljós ásamt frábæru úrvali af vörum fyrir heimilið.

ÍHér að ofan má sjá mynd af stoltum stofnendum Muuto, Kristian Byrge og Peter Bonnen.

Í tilefni af 5 ára afmæli Muuto valdi Designmuseum Danmark 10 vörur frá þeim sem verða héðan í frá partur af varanlegri sýningu safnsins sem þykir mikið afrek og frábær viðurkenning fyrir svo ungt hönnunarfyrirtæki.

Að sjálfsögðu er Muuto til sölu hjá okkur í Epal.

Fallegir stólar fyrir heimilið

Hér má sjá innlit inná nokkur falleg heimili sem öll eiga það sameiginlegt að skarta flottum borðstofu/eldhússtólum.
Wishbone chair/Y-stóllinn eftir Hans J.Wegner sem hann hannaði árið 1950
Carl Hansen & son sem hefur framleitt stólana eftir Hans J Wegner hóf nýlega framleiðslu á Y-stólnum í nýjum litum. Alveg frábært að sjá þennann gamla klassíska stól í nýju ljósi!
Sjöur eftir Arne Jacobsen sem hann hannaði árið 1955 og njóta vinsælda um heim allann
Maurinn eftir Arne Jacbobsen, hannaður árið 1952
The Bone chair eftir Hans J Wegner
Trinidad stóllinn er frægasta hönnun frá Nönnu Ditzel, hannaður árið 1993
Tripp Trapp fyrir börnin, hannaður árið 1972
Hér er nokkrum stólum blandað saman, Sjöan og Maurinn eftir Arne Jacobsen og Tripp Trapp eftir Peter Opsvik.

Falleg bretti og bakkar um jólin.

Nú er sá tími runninn upp sem einkennist af mörgum góðum heimsóknum og boðum.
Í Epal má finna gott úrval af flottum skurðarbrettum og framreiðslubökkum til að heilla gestina.
Brettin og bakkarnir eru jafnvel tilvalin í jólapakkann.
Grand Cru frá Rosendahl.
Carvingset frá MENU, safinn lekur í svarta bakkann sem svo má tæma og
skurðarbrettið sjálft er úr bambus.
Kjötbretti frá Björg í Bú. Raufarnar í brettinu taka við safanum og er brettið framleitt á Íslandi.
Flottu framleiðslubakkarnir Majamoo.
Iittala bakkarnir svíkja engann, og koma í 2 stærðum.
Einnig erum við með úrval af gæðahönnun úr við frá Scanwood.
Kíktu við og fáðu aðstoð við valið!

Cutfish skurðabretti

Cutfish skurðabrettin er eins konar óður til hafsins og lífsbjargar íslendinga.
Lífræn form algengra fiska sem lifa umhverfis Ísland eru yfirfærð í nytjahlut framleiddan úr matvælavænu plasti sem er mikið notað í frystihúsum og matvælaiðnaði.
Plastið er sterkt og sveigjanlegt, fer vel með hnífa og hrindir frá sér vökva og bakteríum.
Cutfish er afrakstur samstarfs hönnuðanna Fanneyjar Long og Hrafnkels Birgissonar við fyrirtækið Fást ehf.
Cutfish er fáanleg í þremur stærðum, Síld, Karfi og Lax.

Nýtt frá Tulipop

Skemmtilega myndskreyttir melamín diskar eru nýjasta varan frá íslenska hönnunarfyrirtækinu Tulipop. Diskarnir koma í fjórum mismunandi útgáfum þar sem krúttlegu Tulipop fígúrurnar Bubble, Gloomy, Skully, Wiggly & Wobbly eru í lykilhlutverki.

Diskarnir eru 21,5 cm á þvermál og henta vel sem matardiskar fyrir krakka, kökudiskar fyrir alla fjölskylduna, í grillveisluna, í lautarferð eða bara til að lífga upp á matmálstímann.

Tulipop lagði mikla áherslu á að finna vandaðan og góðan framleiðanda sem gæti tryggt gæði og öryggi plastsins sem notað er í diskana. Framleiðandinn sem varð fyrir valinu hefur fengið ISO9001 gæðavottun og hefur staðist kröfur opinberra eftirlitsaðila í fjölmörgum löndum, s.s. Matvæla- og lyfjaeftirlits Bandaríkjanna. Framleiðandinn framleiðir vörur fyrir heimsþekkt fyrirtæki á borð við Disney og Target, sem hafa heimsótt verksmiðjur fyrirtækisins til að votta gæði og aðstæður. Tulipop fékk jafnframt alþjóðlegt prófunarfyrirtæki, SGS, til að gera úttekt á diskunum og hefur það staðfest að diskarnir standast ströngustu kröfur.

 

Litríkir diskar frá Tulipop gera matmálstímann skemmtilegri!

 

Nýtt frá Reykjavík Letterpress

Við verðum að deila með ykkur nýju vörunum sem við vorum að fá frá Reykjavík Letterpess:
Við fengum falleg jólakort og merkimiða, og fengum einnig stórskemmtilegar áramótaservíettur og nýársbúnt sem má varla láta fram hjá sér fara fyrir komandi veislur og boð.
Gerum upp árið er pakki með 20 servíettum og 20 mismunandi setningabrotum sem fá gestina til að líta um öxl og rifja upp árið sem er að líða.
Ekki bara servíettur heldur stórskemmtilegur leikur!
Fögnum nýju ári er búnt með 20 öskum þar sem hverjum og einum gefst tækifæri til að skrá og skjalfesta væntingar til nýs árs.
Gott úrval af fallegum merkimiðum á pakkana, jólakortum og jólaservíettum.
Reykjavík Letterpress er hönnunar- og letterpress-stofa í eigu grafísku hönnuðanna Ólafar Birnu Garðarsdóttur og Hildar Sigurðardóttur. Letterpress byggir á aldargamalli prentaðferð og handverki. Skilur eftir sig áþreyfanlega prentgripi sem heilla alla sanna fagurkera. Einn litur er prentaður í einu og til þess að fá sem mesta dýpt og áferð er notaður þykkur og mjúkur 100% bómullarpappír.

Areaware

Við vorum að fá í hús flottar trévörur frá Areaware eftir hönnuðinn David Weeks.

Areaware er amerískt hönnunarfyrirtæki sem framleiðir skemmtilegar vörur eftir ýmsa ameríska hönnuði.

Trédýrin og trévélmennin eru umhverfisvæn leikföng eða flott stofustáss, þitt er valið!

 

Fallegir hönnunarbollar og skissubækur

 

Við vorum að fá í hús fullt af fallegum skissubókum og bollum frá bæði Eames og Pantone.
Bollarnir og skissubækurnar frá Eames eru myndskreytt útfrá House of cards -eða hús spilanna. Árið 1952 völdu Eames hjónin 32 ljósmyndir af hlutum sem þau töldu vera “the good stuff” og hægt var að pússla saman myndunum og leika sér.

 

Hér má sjá Charles Eames með House of cards.

Við fengum einnig nýjar skissubækur og bolla frá Pantone.

En fyrir þá sem ekki vita þá er Pantone alþjóðlegt litakerfi og eiga margir sinn uppáhalds Pantone lit. Hvert ár er einnig valinn Pantone litur ársins og er nýbúið að tilkynna lit ársins 2012 og er það appelsínugulur Pantone 17-1463.

Flott tækifærisgjöf!