Hjá Epal er núna hægt að fá klukkur frá NeXtime.
NeXtime er hollenskt fyrirtæki sem hefur sérhæft sig í klukkum undanfarin 70 ár.
Klukkurnar eru seldar í yfir 50 löndum og er NeXtime eitt fremsta klukkufyrirtæki heims.
NeXtime bjóða upp á gott úrval af klukkum, hvort sem þú ert að leita af klassísku eða nútímalegu útliti. Kíktu við!
Muuto er ungt hönnunarfyrirtæki sem er þó orðið þekkt á alþjóðlegum vettvangi sem leiðandi fyrir Skandinavíska hönnun. Nafnið Muuto er innblásið af finnska orðinu “muutos”, sem þýðir breyting eða ný sýn.
Nýlega fagnaði Muuto 5 ára afmæli sínu og í dag er hægt að nálgast Muuto vörur í yfir 800 verslunum um heim allan. Muuto velur sjálft leiðandi hönnuði til að vinna fyrir sig og koma hönnuðurnir frá Svíþjóð, Noregi, Finnlandi og Danmörku -vonandi Íslandi líka einn daginn. En þau framleiða bæði húsgögn, ljós ásamt frábæru úrvali af vörum fyrir heimilið.
ÍHér að ofan má sjá mynd af stoltum stofnendum Muuto, Kristian Byrge og Peter Bonnen.
Í tilefni af 5 ára afmæli Muuto valdi Designmuseum Danmark 10 vörur frá þeim sem verða héðan í frá partur af varanlegri sýningu safnsins sem þykir mikið afrek og frábær viðurkenning fyrir svo ungt hönnunarfyrirtæki.
Að sjálfsögðu er Muuto til sölu hjá okkur í Epal.
Skemmtilega myndskreyttir melamín diskar eru nýjasta varan frá íslenska hönnunarfyrirtækinu Tulipop. Diskarnir koma í fjórum mismunandi útgáfum þar sem krúttlegu Tulipop fígúrurnar Bubble, Gloomy, Skully, Wiggly & Wobbly eru í lykilhlutverki.
Diskarnir eru 21,5 cm á þvermál og henta vel sem matardiskar fyrir krakka, kökudiskar fyrir alla fjölskylduna, í grillveisluna, í lautarferð eða bara til að lífga upp á matmálstímann.
Tulipop lagði mikla áherslu á að finna vandaðan og góðan framleiðanda sem gæti tryggt gæði og öryggi plastsins sem notað er í diskana. Framleiðandinn sem varð fyrir valinu hefur fengið ISO9001 gæðavottun og hefur staðist kröfur opinberra eftirlitsaðila í fjölmörgum löndum, s.s. Matvæla- og lyfjaeftirlits Bandaríkjanna. Framleiðandinn framleiðir vörur fyrir heimsþekkt fyrirtæki á borð við Disney og Target, sem hafa heimsótt verksmiðjur fyrirtækisins til að votta gæði og aðstæður. Tulipop fékk jafnframt alþjóðlegt prófunarfyrirtæki, SGS, til að gera úttekt á diskunum og hefur það staðfest að diskarnir standast ströngustu kröfur.
Litríkir diskar frá Tulipop gera matmálstímann skemmtilegri!
Hér má sjá Charles Eames með House of cards.
Við fengum einnig nýjar skissubækur og bolla frá Pantone.
En fyrir þá sem ekki vita þá er Pantone alþjóðlegt litakerfi og eiga margir sinn uppáhalds Pantone lit. Hvert ár er einnig valinn Pantone litur ársins og er nýbúið að tilkynna lit ársins 2012 og er það appelsínugulur Pantone 17-1463.
Flott tækifærisgjöf!