Nýtt í Epal! Parlans Konfektyr er þekktur sænskur sælgætisframleiðandi sem kemur beint frá hjarta Stokkhólms með handgerðar klassískar karamellur, sælkerasósur og súkkulaði gerðu úr náttúrulegum hráefnum og alvöru ástríðu.
Parlans Konfektyr Stockholm er jafnframt gómsætt nýtt vörumerki hjá okkur í Epal sem þú vilt ekki láta framhjá þér fara.
Karamellusósan frá þeim sem nýtur ótrúlegra vinsælda er frábær viðbót við eftirréttinn og baksturinn, og fæstir sem standast freistinguna að smakka karamelluna beint úr krukkunni með skeið! Umbúðirnar eru smart með klassísku yfirbragði sem vekur um leið upp nostalgíu og eru vörurnar frá Parlans Konfektyr tilvalin gjafahugmynd fyrir sælkerana í þínu lífi.
Valdar vörur frá Parlans Konfektyr eru nú fáanlegar í Epal Skeifunni og í vefverslun Epal.is
– Happdrætti þar sem tveir heppnir hljóta veglega BAÐ gjafakörfu. – 10% afsláttur af allri smávöru í Epal Skeifunni á meðan viðburði stendur.
-íslensk baðmenning í hávegum höfð.
Það er gott fyrir sál og líkama að njóta þessara náttúrugjafar, hvort sem er í sundlaugum, heilsulindum eða heima.
Verkefnið samanstendur af ýmsum nytjahlutum, bæði fyrir heimilið sem og heimsóknir á baðstaði.
Margrét Jónsdóttir er þekkt leirlistakona sem hefur unnið mikið með íslenska náttúru og hennar hönnun einkennist af leik með leir, glerung, form og áferð.
Myndirnar á sýningunni eru brot af þeim og árunum 25. Þær sýna þróun búskapar og breytingar sem verða á útliti og yfirbragði. Við höfum alltaf sagt að það að mynda heimili fólks sé að skrásetja samtímann og segja sögur. Við, og sérstaklega Gunnar, höfum myndað svo mörg heimili á þessum árum að við höfum ekki tölu á þeim. Með því að taka saman myndir af okkar heimili opnum við dyrnar fyrir ykkur eins og aðrir hafa gert fyrir okkur.
Verið velkomin, Halla Bára og Gunnar.“
Ragnhildur Fjeldsted blómaskreytir verður hjá okkur í Epal Skeifunni dagana 14. – 15. nóvember og sýnir hvernig hægt er að útbúa einfaldar og fallegar skreytingar og kransa fyrir aðventuna, sem skemmtilegt er að tvinna saman með fallegum kertastjökum og blómavösum frá Epal.
Ragnhildur rak um árabil blómabúðina Dans á Rósum og hefur haldið fjölda námskeiða í gerð jólakransa og jólaskreytinga ásamt einfaldari gerð blómaskreytinga sem flestir ættu að geta nýtt sér. Ragnhildur mun vera hjá okkur í Epal Skeifunni frá kl. 14 – 18 fimmtudag og föstudag, 14. -15. nóvember.
Verið hjartanlega velkomin.
Gjafasettin frá Printworks eru skemmtileg jólagjöf fyrir matgæðinga og eru einnig tilvalin gestgjafagjöf í matarboðin sem framundan eru. The Essentials eru glæsileg gjafasett sem innihalda alla nauðsynlegustu hlutina í nokkrum ólíkum þemum, áhöld til að hrista kokteila, áhöld fyrir ostabakkann, áhöld fyrir pizzakvöldið og fleira.
Umbúðirnar eru fallega hannaðar og eftirtektaverðar og koma því ekki aðeins skipulagi á hlutina í eldhúsinu, einnig flottan stíl, og eru falleg til uppstillinga í eldhúsið. The Essentials er frá sænska lífstílsvörumerkinu Printworks sem vakið hefur athygli fyrir skemmtilegt vöruúrval.
Sjáðu úrvalið af The Essentials gjafasettunum í vefverslun okkar
Vaðfugl til styrktar Vildarbörnum
Icelandair, Epal og hönnuðurinn Sigurjón Pálsson hafa tekið höndum saman og framleitt sérstaka útgáfu af hinum vinsæla Vaðfugli Sigurjóns. Hin nýja útgáfa er í litum Icelandair og er framleidd í takmörkuðu upplagi. Allur ágóði af seldum fuglum rennur til styrktar Vildarbörnum Icelandair.
Sigurjón Pálsson er íslenskur hönnuður og rithöfundur sem hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir hönnun og skrif. Vaðfuglarnir, sem eru hans hönnun, hafa notið mikilla vinsælda og verið seldir víða um heim. Fyrirmyndirnar sækir hann í hina ástsælu íslensku vaðfugla; spóa, stelk og sendling.
Vaðfugl Icelandair er fáanlegur í verslunum Epal og á epal.is.
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair:
„Við erum mjög stolt af samstarfinu við Epal og Sigurjón Pálsson og gætum ekki verið ánægðari með útkomuna. Kjarnastefna okkar snýst um að færa anda Íslands út í heim og því fannst okkur mjög spennandi að kynna viðskiptavinum okkar þessa útgáfu af Vaðfuglinum. Við erum sannfærð um að viðskiptavinir okkar og Epal munu taka þessu verkefni vel enda er þetta frábært tækifæri til að prýða heimilið litagleði og láta um leið gott af sér leiða og styðja við mikilvægt starf Vildarbarna Icelandair.“
—
Um Vildarbörn Icelandair:
Í um 21 ár hefur Icelandair hjálpað langveikum börnum og þeim sem búa við sérstakar aðstæður að láta ferðadrauminn rætast í gegnum ferðasjóð Vildarbarna. Sjóðurinn er fjármagnaður með framlögum farþega Icelandair með kortagreiðslu eða afgangsmynt, með framlögum félaga í Saga Club í formi Vildarpunkta og stofnframlagi Icelandair með rausnarlegum stuðningi Sigurðar og Peggy Helgasonar.
Frekari upplýsingar um Vildarbörn er að finna á vildarborn.is
3 sérfræðingar frá Montana, Fritz Hansen og Carl Hansen & søn verða hjá okkur um helgina og í tilefni þess bjóðum við frábæra afslætti dagana 10. – 12. október.
Í Epal Gallerí sýna 5. árs nemar í arkitektúr við Listaháskóla Íslands afrakstur kortlagningar á höfundaverki Kjartans Sveinssonar.
KJARTAN SVEINSSON: ÍSLENZK BLOKK
Sýndur verður afrakstur kortlagningar nemenda á höfundaverki Kjartans Sveinssonar (1926-2014). Áhersla hefur verið lögð á að gera fjölbýlishúsum Kjartans skil en á sýningunni má finna líkön og teikningar af völdum byggingum á höfuðborgarsvæðinu.
Á árunum kringum 1960 fram á tíunda áratug síðustu aldar risu hátt í 10.000 íbúðir í fjölbýlishúsum eftir Kjartan. Um er að ræða svo viðamikið framlag til byggðs umhverfis hér á landi að ekki verður fram hjá því litið. Verkin voru afar umdeild meðan Kjartan lifði en nú er kominn tími á endurmat.
Ljósmyndari: Laufey Jakobsdóttir
Louis Poulsen kynnir PH 2/1 borðlampann eftir Poul Henningsen nú í glæsilegri Dusty Terracotta útgáfu í takmörkuðu upplagi. Lampinn er smágerð útgáfa af klassíska borðlampanum með með munnblásnum glerskermi úr fjögurra laga lituðu gleri og lampafæti úr kopar sem fengið hefur á sig fallega áferð með tímanum.
PH 2/1 Dusty Terracotta verður aðeins fáanlegur frá 1. október til 31. desember 2024. Forsalan er hafin, tryggðu þér eintak með því að smella á þennan hlekk.