Our Society – nýtt vörumerki í Epal

Our Society er ungt danskt hönnunarmerki með það markmið að vilja standa fyrir nútímalegum gildum og framleiða hönnun fyrir næstu kynslóðir.

Our Society byggir á nútímalegu hugarfari varðandi efnisnotkun og vinnusiðferði og með einfaldan en sterkan stíl sem rammar inn stemmingu dagsins í dag á meðal hæfileikaríkra og skapandi einstaklinga um allan heim. Samnefnari allra hönnuða og þeirra lykilaðila sem koma að Our Society er að þau eru upprennandi og sækja þau innblástur til ungu kynslóðarinnar og því bjartsýna og nýstárlega hugarfari sem henni fylgir.
“Sem hönnunarmerki sem byggt er af næstu kynslóð er siðferðisleg og sjálfbær framleiðsla sjálfsagður hluti af DNA fyrirtækisins. Að vinna með ungum hönnuðum setur háar kröfur og viðmið hvernig hönnun skuli vera framleidd. Eru því allir framleiðsluaðilar handvaldir á staðnum og innan Evrópu sem er þeim mikilvægt og uppfylla þeir allir umhverfisstaðla og viðeigandi vottanir.”

Vorboðinn er páskalakkrísinn frá Lakrids by Bülow

Páskalakkrísinn frá Lakrids by Bülow er sannkallaður vorboði og er nú loksins mættur til landsins. 
Crispy Caramel, Crunchy Toffee og Passion fruit er páskalakkrísinn í ár, alveg ómótstæðilega góður og nánast ómögulegt að fá sér bara eina kúlu.
Crispy Caramel inniheldur stökka karamelluskel sem umlykur silkimjúkt dulche súkkulaði með hráu lakkrísdufti og mjúkri lakkrísmiðju. Flögur af sjávarsalti setja punktinn yfir i-ið.
Crunchy Toffee inniheldur mjúkt rjómasúkkulaði með stökkri karamellu og saltaður lakkrís. Svo ljúffengur!
B – Passion Fruit inniheldur sæta lakkrísmiðju hjúpaða hvítu súkkulaði með bragði af ástaraldin. Hin fullkomna blanda. B er einn vinsælasti lakkrísinn úr vöruúrvali by Bülow og nú í fyrsta sinn fáanlegur í páskaeggi.
Páskalakkrísinn er fáanlegur í sælkeraboxum sem er vinsæl gjöf, sem páskaegg og í gömlu og góðu klassísku umbúðunum.

Epal Gallerí : Myndlistarsýningin Fjúk II

Myndlistarsýningin Fjúk II stendur yfir í Epal Gallerí, Laugavegi 7, dagana 2. – 18. mars.
Sunna Björk hélt sína fyrstu myndlistarsýningu “Fjúk” hjá art67 í apríl 2024. Hún lærði myndlist í Fjölbrautaskóla Garðabæjar og hélt síðan til Hollands að læra jazztónlist. Nokkrum árum seinna var ferðinni heitið til Flórens til að læra ljósmyndun. Sunna hefur gerst heimshornaflakkari til að fá sem mesta reynslu og upplifun. Hún hefur sótt innblástur úr náttúrunni, þá sérstaklega óbyggðum Íslands þar sem hún hefur stundað göngur síðustu ár. Hefur sú iðja haft áhrif á listtjáningu hennar.
Sunna notar olíumálningu í verkunum sínum sem einkennast af naumhyggju og hreinum stíl. Hún vinnur mikið með flæði og leyfir tilfinningum og hugmyndum að leika lausum hala þegar að hún mundar pensilinn.
Verið hjartanlega velkomin.

HAY Mags og Quilton sófar með 20% afslætti

Nýttu þér 20% afslátt af vinsælu Mags og Quilton sófunum frá HAY sem gildir til 31. mars. Mags og Quilton sófar frá HAY samanstanda af margnota einingum svo hægt er að sérsníða sófann eftir þínum hugmyndum, með legubekk, horneiningu eða viðbótarsætum til að henta hverju rými. Fáanlegir í úrvali af litum og áklæðum. Komdu við hjá okkur í Epal Skeifunni og kynntu þér úrvalið.

 

BAÐ – sígildar og fágaðar vörur innblásnar af íslenskri baðmenningu

Nýja vörulínan okkar, BAÐ er nú mætt í vefverslun!

BAÐ er samstarfsverkefni fjögurra íslenskra hönnuða fyrir Epal og gengur út á þróun á sígildum og fáguðum vörum sem hafa tengingu við íslenska baðmenningu s.s. sundlaugar, baðlón, heilsulindir, náttúrulaugar o.s.frv. Baðmenning Íslands á sterka og langa sögu og hefðir.
Hönnuðirnir sem koma að verkefninu eru: Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir fyrir vörumerkið IHANNA HOME, Margrét Jónsdóttir leirlistakona, Unnur Valdís Kristjánsdóttir fyrir vörumerkið Flothettu og Sóley Elíasdóttir fyrir vörumerkið SÓLEY.

Kynntu þér úrvalið í vefverslun Epal.is

Flothetta : einstök íslensk hönnun

Flothetta er hönnunarverkefni sem varð til á Íslandi árið 2011 og gengur út á upplifun og nærandi samveru í vatni

Hugmyndasmiður Flothettu er Unnur Valdís Kristjánsdóttir, vöruhönnuður og vatnsmeðferferðaraðili. Flothetta sprettur úr reynsluheimi hennar sem Íslendings sem stundað hefur náttúru- og sundlaugaferðir frá blautu barnsbeini. Þannig samtvinnast áhugi Unnar Valdísar á hönnun og að vinna með heita vatnið til heilsueflingar, slökunar og endurnæringar. Flotbúnaðurinn er hannaður til að veita líkamanum áreynslulausan flotstuðning í vatni, skapa aðstæður fyrir djúpslökun, draga úr verkjum í vöðva og stoðkerfi líkamans. Þetta góða slökunar- og vellíðunarástand sem næst í þyngdarleysi vatnsins gerir okkur kleift að losa um andlega og tilfinningalega streitu og skapa samhljóm, tengingu og jafnvægi.
Síðan Flothetta kom á markað hafa orðið til áhugaverðar og endurnærandi nýjungar í baðmenningu þjóðarinnar. Hönnunin hefur náð að skapa heim upplifanna og nærandi samveru í vatni. Segja má að Flothetta hafi ekki einungis gefið af sér samfélag, heldur einnig menningu.

Innköllun á teiknispjaldi frá Sebra

Innköllun á Sebra leikfangi, teiknispjald / Drawing Board Magnetic.

Ákveðið hefur verið að kalla inn teiknispjald frá Sebra með lotunúmeri 106917 (sem finna má á baki leikfangsins) vegna mögulegs galla. Gallinn er talinn geta valdið því að stykki úr pennanum losni sem getur valdið köfnunarhættu fyrir ung börn.

Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda og hvetjum ykkur til að hætta notkun á leikfanginu samstundis og skila til okkar í Epal.

Nýtt sælkeravörumerki – Bacanha

Bacanha er franskt sælkeravörumerki sem hefur frá árinu 2013 útbúið brut síróp (hrátt síróp), innblásið af handverksaðferðum frá París með því að notast eingöngu við náttúruleg hráefni, allt frá ávaxtaþykkni til ilmkjarnaolíu, og án allra gerviefna og rotvarnarefna. Þessu franska vörumerki hefur þannig tekist að endurskilgreina síróp með því að blanda saman hefðum, nýsköpun og sjálfbærni og leggur það ríka áherslu á gæði sem endurspeglast í vali þeirra á afar vönduðum innihaldsefnum.
Sykurinn sem notaður er í sírópin er fenginn frá Brasilíu, þar sem hann er framleiddur með sjálfbærum og umhverfisvænum hætti. Þessi umhverfismeðvitaða nálgun Bacanha nær einnig til framleiðslu þeirra í Parísar, þar sem hver flaska er handpökkuð í gulbrúnu gleri til að varðveita gæði og bragð sírópsins og eykur geymsluþol.
Hvort sem sírópin eru notuð í kokteila, kaffidrykki eða til matreiðslu og baksturs bjóða Bacanha síróp upp á ekta bragðupplifun sem heiðrar bæði fortíð og framtíð sírópsframleiðslu.

 

 

Vandaðar nestisvörur fyrir skólann og vinnuna

Að taka með nesti í skólann eða vinnuna er gott markmið á nýja árinu. Þú finnur hjá okkur í Epal úrval af allskyns nestisboxum, brúsum og fleira undir nestið ☕️
Hvort sem þú ert á ferðinni, í skólanum, á skrifstofunni eða á meðan tómstunda og íþróttastarfi stendur, þá eru nestisboxin, drykkjarflöskurnar og hitamálin frá Black+Blum tilvalinn félagi fyrir daginn.
Black+Blum framleiðir hágæða og stílhreinar vörur til hversdagslegrar notkunar fyrir fólk sem er á ferðinni og eru vörurnar framleiddar með virðingu fyrir umhverfinu. Allar vörurnar eru sérstaklega vandaðar hvað varðar virkni, endingu og hönnun. Við mælum með að þú kynnir þér úrvalið í vefverslun Epal.is