Our Society er ungt danskt hönnunarmerki með það markmið að vilja standa fyrir nútímalegum gildum og framleiða hönnun fyrir næstu kynslóðir.










Our Society er ungt danskt hönnunarmerki með það markmið að vilja standa fyrir nútímalegum gildum og framleiða hönnun fyrir næstu kynslóðir.
Nýttu þér 20% afslátt af vinsælu Mags og Quilton sófunum frá HAY sem gildir til 31. mars. Mags og Quilton sófar frá HAY samanstanda af margnota einingum svo hægt er að sérsníða sófann eftir þínum hugmyndum, með legubekk, horneiningu eða viðbótarsætum til að henta hverju rými. Fáanlegir í úrvali af litum og áklæðum. Komdu við hjá okkur í Epal Skeifunni og kynntu þér úrvalið.
Nýja vörulínan okkar, BAÐ er nú mætt í vefverslun!
BAÐ er samstarfsverkefni fjögurra íslenskra hönnuða fyrir Epal og gengur út á þróun á sígildum og fáguðum vörum sem hafa tengingu við íslenska baðmenningu s.s. sundlaugar, baðlón, heilsulindir, náttúrulaugar o.s.frv. Baðmenning Íslands á sterka og langa sögu og hefðir.
Hönnuðirnir sem koma að verkefninu eru: Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir fyrir vörumerkið IHANNA HOME, Margrét Jónsdóttir leirlistakona, Unnur Valdís Kristjánsdóttir fyrir vörumerkið Flothettu og Sóley Elíasdóttir fyrir vörumerkið SÓLEY.
Kynntu þér úrvalið í vefverslun Epal.is
Innköllun á Sebra leikfangi, teiknispjald / Drawing Board Magnetic.
Ákveðið hefur verið að kalla inn teiknispjald frá Sebra með lotunúmeri 106917 (sem finna má á baki leikfangsins) vegna mögulegs galla. Gallinn er talinn geta valdið því að stykki úr pennanum losni sem getur valdið köfnunarhættu fyrir ung börn.
Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda og hvetjum ykkur til að hætta notkun á leikfanginu samstundis og skila til okkar í Epal.