


Margt var um manninn í Epal Skeifunni þegar HönnunarMars var opnaður formlega í gær.
Epal fagnar í ár fimmtíu ára afmæli sínu og tekur þátt í HönnunarMars sautjánda árið í röð með vandaðri sýningu á íslenskri hönnun. Til sýnis er hlaðborð af nýrri og áhugaverðri hönnun eftir fjölbreyttan hóp íslenskra hönnuða sem hafa náð góðum árangri á sínu sviði bæði hérlendis og sumir einnig á erlendri grundu. Í Epal verða einnig til sýnis íslensk húsgögn sem eiga það sameiginlegt að hafa náð hæstu hæðum varðandi sölu- og verðmætasköpun og minna þau á mikilvægi og gildi góðrar hönnunar sem nýta má sem verðmæta auðlind.
Einnig var til sýnis íslenska vörulínan BAÐ sem er samstarfsverkefni fjögurra íslenskra hönnuða fyrir Epal og gengur út á þróun á sígildum og fáguðum vörum sem hafa tengingu við íslenska baðmenningu s.s. sundlaugar, baðlón, heilsulindir, náttúrulaugar o.s.frv.
Sýningin Íslensk hönnun á öllum aldri stendur yfir dagana 2. – 5. apríl í Epal Skeifunni.
Ljósmyndari: Ingibjörg Torfadóttir
Ljósmyndari: Ingibjörg Torfadóttir
Our Society er ungt danskt hönnunarmerki með það markmið að vilja standa fyrir nútímalegum gildum og framleiða hönnun fyrir næstu kynslóðir.
Nýttu þér 20% afslátt af vinsælu Mags og Quilton sófunum frá HAY sem gildir til 31. mars. Mags og Quilton sófar frá HAY samanstanda af margnota einingum svo hægt er að sérsníða sófann eftir þínum hugmyndum, með legubekk, horneiningu eða viðbótarsætum til að henta hverju rými. Fáanlegir í úrvali af litum og áklæðum. Komdu við hjá okkur í Epal Skeifunni og kynntu þér úrvalið.
Nýja vörulínan okkar, BAÐ er nú mætt í vefverslun!
BAÐ er samstarfsverkefni fjögurra íslenskra hönnuða fyrir Epal og gengur út á þróun á sígildum og fáguðum vörum sem hafa tengingu við íslenska baðmenningu s.s. sundlaugar, baðlón, heilsulindir, náttúrulaugar o.s.frv. Baðmenning Íslands á sterka og langa sögu og hefðir.
Hönnuðirnir sem koma að verkefninu eru: Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir fyrir vörumerkið IHANNA HOME, Margrét Jónsdóttir leirlistakona, Unnur Valdís Kristjánsdóttir fyrir vörumerkið Flothettu og Sóley Elíasdóttir fyrir vörumerkið SÓLEY.
Kynntu þér úrvalið í vefverslun Epal.is