Tekla – Winter in Iceland ljósmyndasería

Eitt af okkar uppáhalds vörumerkjum, danska textílvörumerkið Tekla fabrics kom nýlega með sitt teymi til Íslands til að mynda baðlínu Tekla og kynna sér íslenska baðmenningu, hveri, sundlaugar og stórkostlegt íslenskt landslag. Ljósmyndaserían Winter in Iceland er afrakstur ferðarinnar.

Ljósmyndari: Ben Beagent. Módel: Kristín Lilja

Tekla var stofnað árið 2017 í Kaupmannahöfn og framleiðir einstaklega vandaðar og eftirsóttar textílvörur fyrir þig og þitt heimili, allt úr lífrænum textíl sem framleiddur er með virðingu fyrir umhverfinu.
Tekla býður upp á úrval af rúmfötum, handklæðum og notalegum náttfötum í fallegu litaúrvali. Kynntu þér úrvalið í vefverslun Epal.is og í verslun okkar Epal Skeifunni.

Sjá í vefverslun

 

Nýtt og væntanlegt frá String – Pira G2

String kynnti á dögunum spennandi nýjung, Pira G2 sem er glæsileg og nútímalegri útgáfa af klassísku Olle Pira hillunum frá 1954 eftir arkitektinn Anna won Schewen og iðnhönnuðinn Björn Dahlström.

Pira G2 er fáguð og sterkbyggð í senn, byggð á einingum sem hægt er að setja saman á marga vegu eftir þínum hugmyndum og stíl en virðist nánast byggð sem ein sérsmíðuð heild. Pira G2 býður upp á þann möguleika að vera veggfest eða sett upp sem skilrúm, frá gólfi til lofts.

Pira G2 er væntanleg í Epal.

Vipp Rubbish – ný útgáfa af klassískri hönnun

Ruslatunna gerð úr rusli!
Vipp kynnir ‘Rubbish’ – endurunna útgáfu af klassísku ruslatunnunni sem hönnuð var árið 1939 og er nýja Vipp ruslatunnan gerð úr 75% endurnýttum efnum.

Það þarf vart að kynna Vipp til leiks, sem hanna ein fal­leg­ustu eld­hús síðari ára – með sögu sem nær allt aft­ur til árs­ins 1939 er pe­dal-tunn­an leit dags­ins ljós. Verk­fræðing­ar Vipp skoruðu á sig sjálfa með að end­ur­skoða fram­leiðslu tunn­unn­ar í þeim til­gangi að draga úr hrá­efnisnotkun með því að end­ur­nýta eig­in fram­leiðslu­úr­gang. Hver tunna kem­ur í stað 3,7 kg af stáli fyr­ir plast og sag sem ann­ars er brennt á ruslabrennslu­stöð. End­ur­vinnsla viðar­ins þýðir að CO2 er geymt í vör­unni frek­ar en losað út í and­rúms­loftið. Rubb­ish tunn­an verður fá­an­leg frá og með 15. fe­brú­ar 2023.

 

Canairi dönsk verðlaunahönnun sem bætir loftgæði

Canairi er dönsk verðlaunahönnun sem við teljum vera algjöra snilld!

Canairi er ferskloftsmælir sem segir þér til um hvenær rýmið þarfnast loftræstingar með því að kanarífuglinn fellur niður. Um leið og búið að er að lofta út og bæta loftgæðin fer fuglinn upp aftur.

Canairi er frábær leið til að framfylgja góðri loftræstingu á heimilum, skólastofum og vinnustöðum.

Sagt er að fyrr á tímum hafi námuverkamenn tekið kanarífugl með sér í kolanámur til að greina eitraðar lofttegundir. Þegar fuglinn féll í yfirlið var tími til að fara út í ferskt loft.

Þessi saga veitti hönnuðum Canairi innblástur til að bæta loftgæði innandyra þar sem við eyðum flest umtalsverðum tíma okkar og hafa góð loftgæði því bein áhrif á lífsgæði okkar. Slæm loftgæði geta auka líkur á höfuðverk, astma, ofnæmi og haft áhrif á svefngæði.

Canairi fuglinn fæst í vefverslun Epal.is og hjá okkur í Epal Skeifunni.

 

HAY Mags og Quilton sófar með 20% afslætti

Nýttu þér 20% afslátt af vinsælu Mags og Quilton sófunum frá HAY sem gildir til 31. mars. Mags og Quilton sófar frá HAY samanstanda af margnota einingum svo hægt er að sérsníða sófann eftir þínum hugmyndum, með legubekk, horneiningu eða viðbótarsætum til að henta hverju rými. Fáanlegir í úrvali af litum og áklæðum. Komdu við hjá okkur í Epal Skeifunni og kynntu þér úrvalið.

 

LOVE lakkrísinn er mættur

LOVE lakkrísinn er mættur og er alveg einstaklega ljúffengur! Fruity Caramel er ljúffengur saltur lakkrís með Dulce de Leche súkkulaði og sólberjum, og Strawberry & Cream er sætur súkkulaðihjúpaður lakkrís með jarðarberjum og rjóma. LOVE lakkrísinn er ómótstæðilegur og við mælum með að smakka báðar tegundir.

Þú finnur LOVE lakkrísinn í vefverslun Epal.is og í verslunum Epal 

Íslensk hönnun frá Paper Collective

Danska hönnunarmerkið Paper Collective kynnti á dögunum glæsilega vorlínu sína sem inniheldur nokkur verk eftir íslenska listamenn og hönnuði. Verkin sem um ræðir eru vinningsverk úr samkeppni sem haldin var sumarið 2022 á vegum Epal og Paper Collective. Útkoman var einstakt úrval af verkum eftir íslenska hönnuði, ljósmyndara og listamenn og eru nú vinningsverkin framleidd af Paper Collective og verða seld í Epal.
Fyrsta sætið hlaut Berglind Rögnvaldsdóttir með verkin Nature is Female og Bubble Gum. Annað sætið hlaut Hjörtur Matthías Skúlasson með verkið Dansari og þriðja sætið hlaut Kristín Sigurðardóttir með verkið Kyrr.
Gaman er að segja frá því að Paper Collective hélt áfram samstarfi við Kristínu Sigurðardóttur eftir samkeppnina og hefur hún nú hannað tvö verk til viðbótar sem eru hluti af nýrri vorlínu Paper Collective sem er væntanleg.
Paper Collective framleiðir plaköt eftir eftirsótta grafíska hönnuði, teiknara og listamenn sem koma frá öllum heimshornum og rennur hluti af hverju seldu plakati til styrktar góðgerða. Paper Collective er með það markmið að leiðarljósi að list sé fyrir alla og einnig að góð hönnun geti gefið af sér. Árið 2020 hófu þau byggingu á skóla í Taplejung í Nepal sem núna 400 börn njóta góðs af og var verkefnið fjármagnað að fullu með sölu á Paper Collective veggspjöldum um allan heim. Næsta góðgerðarverkefni er að styrkja WWF Waste to Value verkefnið sem berst gegn plastmengun í Kenýa, Afríku, ásamt því að útvega störf og stuðla að auknum hagvexti á staðnum.
Paper Collective er með sjálfbæra framleiðslu sem fer öll fram í Danmörku og er aðeins notast við hágæða FSC vottaðan pappír og eru þeir einnig með Svansmerkið. Verkin frá Paper Collective eru afar fjölbreytt og því ættu allir að geta fundið eitt við sitt hæfi.
Epal er söluaðili Paper Collective á Íslandi og er hægt að skoða úrvalið hér. 

Iceland Review 60 ára – Ljósmyndasýning í Epal Gallerí

Í ár fagnar Iceland Review 60 ára afmæli tímaritsins. Fyrsti viðburðurinn í tilefni afmælisins er ljósmyndasýning í Epal Gallerí, Laugavegi 7 með nýjustu myndunum úr langri sögu blaðsins.
Sýningin opnar formlega þriðjudaginn 24. febrúar klukkan 16:00 – 18:00.
Í ágúst 1963 kom út fyrsta tölublaðið af Iceland Review. Haraldur J. Hamar leiddi metnaðarfulla ritstjórn sem vildi veita ferðalöngum, viðskiptafólki og almenningi utan Íslands innsýn í lífið hér á landi, söguna, fólkið og verðmætin sem þau sköpuðu.
Síðan þá hefur Iceland Review sagt sögur af land og þjóð í máli og myndum. Eldgos, jarðskjálftar, efnahagsundur og áföll, fyrstu skref tónlistarfólks á borð við Björk og Sigur Rós og fimm forsetar lýðveldisins hafa prýtt síður tímaritsins í gegnum tíðina.
Mynd segir meira en 1000 orð og ávallt hefur verið lögð áhersla á metnaðarfulla og vandaða ljósmyndun. Ljósmyndarar blaðsins hafa fest á filmu kraftinn í fossunum, hitann í rauðglóandi hrauni, vegalengdir hálendisins og andlit íslensku þjóðarinnar.
Á sýningunni má sjá nýjustu myndirnar úr langri sögu blaðsins í bland við eldra efni. Þó liðnir séu sex áratugir sjáum við ennþá nýja fleti á landi og þjóð.
Verið hjartanlega velkomin,
Opið alla daga frá klukkan 10:00 – 18:00.
Posted in Óflokkað