Augnablik er útskriftarverk Gunnhildar Ýrr úr grafískri hönnun í Listaháskóla Íslands árið 2021.
Náttúruöflin eru sífellt að móta og breyta landinu. Það sem maður sér í dag getur breyst á morgun. Þegar við hugsum um náttúru erum við gjörn á að einblína á það stóra og mikilfenglega fjöll, jökla, ár og gljúfur. Í þessu verki er hins vegar rýnt í lítil form sem finna má í náttúrunni. Það er viss galdur að stækka upp og fanga það smáa. Heillandi form sem sjást út í móa. Litir sem birtast aðeins í eitt augnablik.
Samkvæmt orðabók er skilgreining “augnabliks” örstutt andartak en einnig tímabilið frá því að maður opnar og blikkar augum, en maður getur heimfært það yfir á ljósmyndina; sá tími sem líður á milli þess þegar linsan blikkar og fangar augnablikið.
Verð: 4.500 kr. Sjá nánar í vefverslun