

Louis Poulsen kynnir AJ garðljós sem nú er fáanlegt í sérpöntun. Klassíski AJ lampinn var hannaður af Arne Jacobsen árið 1960 fyrir SAS Royal hótelið í Kaupmannahöfn og kynnir nú Louis Poulsen til sögunnar tímalaust og glæsilegt garðljós – AJ Garden Bollard sem bætist við vinsælu AJ lampaseríuna.
Fáanlegt í tveimur stærðum. / Sérpöntun.
Vantar þig aukavinnu eða vinnu með skóla og ert með ríka þjónustulund? Þá erum við að leita að þér. Okkur vantar starfsmann í húsgagnadeild í Epal Skeifunni og umsóknir með starfsferilskrá óskast sendar fyrir 15. janúar, á netfangið: elisabet@epal.is
Sjáðu nánari upplýsingar um starfið hér neðar.
“The aftermath of a garden party” er afrakstur af einstöku samstarfi HAY við íslenska myndlistarmanninn Loja Höskuldsson sem kynnt var í fyrra á dönsku listahátíðinni CHART. Loji skapaði þar útsaumað listaverk úr 10 metra löngum Hay Mags sófa sem vakti mikla eftirtekt. Nú hefur HAY framleitt mjög takmarkað upplag í minni einingum af þessum einstaka safngrip sem nú er til sýnis og fáanlegur í verslun okkar í Skeifunni 6.
Heimili HAY á Íslandi er í Epal.
Augnablik er útskriftarverk Gunnhildar Ýrr úr grafískri hönnun í Listaháskóla Íslands árið 2021.
Náttúruöflin eru sífellt að móta og breyta landinu. Það sem maður sér í dag getur breyst á morgun. Þegar við hugsum um náttúru erum við gjörn á að einblína á það stóra og mikilfenglega fjöll, jökla, ár og gljúfur. Í þessu verki er hins vegar rýnt í lítil form sem finna má í náttúrunni. Það er viss galdur að stækka upp og fanga það smáa. Heillandi form sem sjást út í móa. Litir sem birtast aðeins í eitt augnablik.
Samkvæmt orðabók er skilgreining “augnabliks” örstutt andartak en einnig tímabilið frá því að maður opnar og blikkar augum, en maður getur heimfært það yfir á ljósmyndina; sá tími sem líður á milli þess þegar linsan blikkar og fangar augnablikið.
Verð: 4.500 kr. Sjá nánar í vefverslun