Nýtt frá Louis Poulsen – AJ garðljós

Louis Poulsen kynnir AJ garðljós sem nú er fáanlegt í sérpöntun. Klassíski AJ lampinn var hannaður af Arne Jacobsen árið 1960 fyrir SAS Royal hótelið í Kaupmannahöfn og kynnir nú Louis Poulsen til sögunnar tímalaust og glæsilegt garðljós – AJ Garden Bollard sem bætist við vinsælu AJ lampaseríuna.

Fáanlegt í tveimur stærðum. / Sérpöntun.

Fritz Hansen og Tívolí

Töfrandi samstarf Tívolí í Kaupmannahöfn og Fritz Hansen 
 
Uppgötvaðu hvað gerist þegar Tivoli og Fritz Hansen vinna saman að því að skapa einstaka upplifun fyrir veitingarstaðagesti garðsins.
Útkoman er töfrandi umhverfi á heimsmælikvarða en bæði Tívolí (179 ára) og Fritz Hansen (150 ára) eiga ríka sögu og eru í dag órjúfanlegur hluti af menningararfi dana og þjóðarsál.
 
Sjáðu myndirnar frá þremur glæsilegum veitingarstöðum hannaða með Fritz Hansen í Tivoli, Gemyse, Det Japansk Tårn og Cakenhagen þar sem hönnun Fritz Hansen fær sín vel notið.

Starfsmaður óskast í húsgagnadeild Epal Skeifunni

Vantar þig aukavinnu eða vinnu með skóla og ert með ríka þjónustulund? Þá erum við að leita að þér. Okkur vantar starfsmann í húsgagnadeild í Epal Skeifunni og umsóknir með starfsferilskrá óskast sendar fyrir 15. janúar, á netfangið: elisabet@epal.is

Sjáðu nánari upplýsingar um starfið hér neðar.

 

Posted in Óflokkað

LOJI HÖSKULDSSON X HAY

“The aftermath of a garden party” er afrakstur af einstöku samstarfi HAY við íslenska myndlistarmanninn Loja Höskuldsson sem kynnt var í fyrra á dönsku listahátíðinni CHART. Loji skapaði þar útsaumað listaverk úr 10 metra löngum Hay Mags sófa sem vakti mikla eftirtekt. Nú hefur HAY framleitt mjög takmarkað upplag í minni einingum af þessum einstaka safngrip sem nú er til sýnis og fáanlegur í verslun okkar í Skeifunni 6.

Heimili HAY á Íslandi er í Epal.

Augnablik eftir Gunnhildi Ýrr

Augnablik er útskriftarverk Gunnhildar Ýrr úr grafískri hönnun í Listaháskóla Íslands árið 2021.

Náttúruöflin eru sífellt að móta og breyta landinu. Það sem maður sér í dag getur breyst á morgun. Þegar við hugsum um náttúru erum við gjörn á að einblína á það stóra og mikilfenglega  fjöll, jökla, ár og gljúfur. Í þessu verki er hins vegar rýnt í lítil form sem finna má í náttúrunni. Það er viss galdur að stækka upp og fanga það smáa. Heillandi form sem sjást út í móa. Litir sem birtast aðeins í eitt augnablik.

Samkvæmt orðabók er skilgreining “augnabliks” örstutt andartak en einnig tímabilið frá því að maður opnar og blikkar augum, en maður getur heimfært það yfir á ljósmyndina; sá tími sem líður á milli þess þegar linsan blikkar og fangar augnablikið. 

Verð: 4.500 kr. Sjá nánar í vefverslun

Sælkeradagur Epal 3. desember

Veglegur sælkeradagur verður haldinn laugardaginn 3. desember í verslun Epal Skeifunni þar sem kynntar verða allskyns ljúffengar sælkeravörur og fá gestir meðal annars að smakka gómsætt handgert sælgæti, grískar matvörur og gæða ólívuolíur, súkkulaði, lakkrís, karamellur og konfekt, gæða kaffiog óáfenga drykki og svo margt fleira sem kitlar bragðlaukana.

10 – 20 % afsláttur verður á öllum sælkeravörum þennan dag í verslun Epal Skeifunni og í vefverslun. Vörumerkin sem verða á staðnum með kynningar eru; Sigma ekta grískt, Sjöstrand, Sparkling Tea Copenhagen, Tefélagið, Lakrids by Bülow, Lentz Copenhagen, Wally & Whiz, The Mallows, Add Wise og Hattesens Konfektfabrik.

Sælkeradagurinn verður hjá okkur í Epal Skeifunni, laugardaginn 3. desember á milli klukkan 12 – 16. 

Jóladagskrá Epal Skeifunni

Jólaandinn mun svífa yfir í desember og bjóðum við upp á hátíðlega jóladagskrá vikurnar fram að jólum, má þar nefna ljúfa jólatóna, bakstur og innblástur að jólaskreytingum. Vefverslun Epal er opin allan sólarhringinn og hægt er að versla jólagjafirnar heima í stofu í rólegheitum.

Við tökum vel á móti ykkur, Starfsfólk Epal.