Tilboð í vefverslun Epal.is

Kynntu þér úrvalið af spennandi tilboðum sem nú eru í gangi í vefverslun okkar og í verslunum Epal. Má þar nefna 30% afslátt af völdum Frederik Bagger kristalsglösum, 50% afslátt af völdum Muuto Dots hönkum, 30% afslátt af völdum ljósum frá Louis Poulsen, 50% afsláttur af Pleece vörum frá Design House Stockholm og svo margt fleira á frábærum afslætti út vikuna 22. – 27. nóvember.

Nýttu þér tækifærið og verslaðu jólagjafirnar í rólegheitum heima í stofu.

Blómaskreytingar fyrir aðventuna í Epal Skeifunni 24. – 25. nóvember

Ragnhildur Fjeldsted, blómaskreytir verður hjá okkur dagana 24. – 25. nóvember og mun halda sýnikennslu í að útbúa einfaldar og fallegar skreytingar og kransa fyrir aðventuna. Ragnhildur rak um árabil blómabúðina Dans á Rósum og hefur haldið fjölda námskeiða í gerð jólakransa og jólaskreytinga ásamt einfaldari gerð blómaskreytinga sem flestir ættu að geta nýtt sér.

Ragnhildur mun vera hjá okkur í Epal Skeifunni frá kl. 16 – 18 fimmtudag og föstudag, 24. – 25. nóvember.

Verið hjartanlega velkomin.

Sjáðu jólagjafahandbók Epal – yfir 200 hugmyndir

Hjá Epal finnur þú úrval af jólagjöfum fyrir þá sem standa þér nærri. Skoðaðu jólagjafahandbókina okkar og fáðu hugmyndir að jólagjöfum sem hitta í mark, sjáðu heillandi jólaskreytingar og hver veit nema sitthvað leynist á næstu blaðsíðum sem mun enda undir jólatrénu þínu í ár.

Jólaandinn mun svífa yfir í desember og bjóðum við upp á hátíðlega jóladagskrá vikurnar fram að jólum, má þar nefna ljúfa jólatóna, bakstur og innblástur að jólaskreytingum. Vefverslun Epal er opin allan sólarhringinn og hægt er að versla jólagjafirnar heima í stofu í rólegheitum.

Smelltu á hlekkinn til að skoða jólagjafahandbókina 

Sjáumst í myrkrinu!

Bookman hentar fyrir alla sem vilja sjá og sjást í myrkri! Bookman er sænskt fyrirtæki sem hannar smart endurskinsvörur fyrir hjólreiðafólk, göngufólk, hlaupara og alla aðra sem kunna vel að meta útivist og vilja sjást í myrkrinu. Með mikla áherslu á smáatriði, gæði og öryggi hefur Bookman eitt markmið: Að láta alla sjást í umferðinni og koma í veg fyrir slys. Öryggi þarf ekki að vera óspennandi!

Kynntu þér frábært úrval af endurskinsmerkjum fyrir bæði börn og fullorðna í vefverslun Epal.is

 

Jensen heimsókn

Dagana 7. – 14. nóvember bjóðum við 10% afslátt af öllum rúmum frá Jensen í tilefni heimsóknar sérfræðings frá Jensen í Epal Skeifunni, fimmtudaginn 10. nóvember.

Jensen fagnar í ár 75 ára afmæli en þau hafa framleitt gæða rúm frá árinu 1947 með áherslu á fágaða skandinavíska hönnun og framúrskarandi þægindi. Jensen rúm eru Svansmerkt og eru sérsniðin eftir þínum þörfum með ótal möguleikum varðandi gormakerfi, yfirdýnur, áklæði og allt útlit rúmsins.

Veldu Jensen rúm fyrir betri og heilbrigðari svefn, nótt eftir nótt, ár eftir ár.

„Hönnunarvara er ekki bara fallegt húsgagn eða skrautmunur“

Verðlauna­átakið „Þetta er ís­lensk hönn­un“ lýs­ir nú upp borg­ina í annað sinn, með ís­lenskri hönn­un­ar­vöru á ljósa­skilt­um um allt höfuðborg­ar­svæðið í heila viku.

„Mark­miðið með átak­inu er að vekja meðvit­und og auka virðingu fyr­ir ís­lenskri hönn­un,“ seg­ir Eyj­ólf­ur Páls­son, stofn­andi Epal, en hann stend­ur að baki átak­inu sem vakti mikla at­hygli í fyrra og vann til gull­verðlauna í FÍT keppn­inni.

Viðtalið birtist hjá Mbl.is þann 16. október 2022. Skrifað af Mörtu Maríu Jónasdóttur. 

„Átakið sprett­ur af ein­lægri ástríðu minni fyr­ir hönn­un en eft­ir góðar viðtök­ur í fyrra og fjölda áskor­ana um að end­ur­taka leik­inn ákvað ég að kalla á ný eft­ir stuðningi og sam­vinnu þeirra sem hanna, fram­leiða, selja eða ein­fald­lega elska ís­lenska hönn­un og end­ur­taka leik­inn! Við feng­um verðlaunateymið hjá Brand­en­burg aft­ur til liðs við okk­ur og rétt eins og í fyrra munu aug­lýs­ing­arn­ar birt­ast á mín­útu fresti í heila viku, á alls þrjá­tíu stór­um skjám og 300 skjám í stræt­is­vagna­skýl­um.“

Ólík­ar hönn­un­ar­vör­ur – allt í kring um okk­ur

Miðstöð hönn­un­ar og arki­tekt­úrs var Eyj­ólfi inn­an hand­ar að út­búa lista yfir vör­ur sem end­ur­spegla þá miklu breidd sem ein­kenn­ir ís­lenska hönn­un.

„Við vilj­um vekja at­hygli á fjöl­breyti­leika hönn­un­ar og í ár voru 60 hönn­un­ar­vör­ur frá jafn­mörg­um hönnuðum og hönn­un­art­eym­um vald­ar til að til að prýða borg­ar­um­hverfið. Hönn­un­ar­vara er ekki bara fal­legt hús­gagn eða skraut­mun­ur, hönn­un­ar­vör­ur eru allt í kring­um okk­ur, frá tölvu­leikj­um til stoðtækja og kera­mík til klæða,“ seg­ir Eyj­ólf­ur en for­send­ur fyr­ir þátt­töku eru að var­an sé nú þegar í fram­leiðslu og sölu.

Eyj­ólf­ur bend­ir á að sýni­leiki skipti máli og að frum­kvæði og kaup op­in­berra aðila á hönnuðum vör­um geti skipt miklu máli fyr­ir grein­ina, eins og sjá megi í Finn­landi og Dan­mörku þar sem skýr hönn­un­ar– og inn­kaupa­stefna hef­ur leitt leiðina.

„Dan­ir leggja sem dæmi ávallt áherslu á að þeirra eig­in fram­leiðsla og hönn­un sé í fyr­ir­rúmi í stofn­un­um, bygg­ing­um, op­in­ber­um verk­efn­um og öllu kynn­ing­ar­efni, eins og í bíó­mynd­um. Þetta gera dönsk yf­ir­völd á hrein­um viðskipta­leg­um for­send­um en hönn­un er einn helsti drif­kraft­ur­inn að baki auk­inni verðmæta­sköp­un, meiri lífs­gæðum, sjálf­bærni og betra þjóðfé­lagi. Op­in­ber­ar bygg­ing­ar eru stolt þjóðar og eiga að end­ur­spegla þann fag­lega metnað sem við búum yfir, bæði hvað varðar list­muni og arki­tekt­úr en ekki síður hönn­un­ar­vör­ur,“ seg­ir Eyj­ólf­ur og seg­ir Ísland geta lært mikið af ná­grannaþjóðum hvað það varðar.

Sagan á bakvið Pedrera sófaborðið frá Gubi

Pedrera sófaborðið var hannað árið 1955 af spænska arkitektnum og hönnuðinum Barba Corsini (1916–2008), fyrir hina frægu byggingu, La Predrera í Barcelona sem hönnuð var af Antoni Gaudi.

Barba Corsini var falið árið 1953 að teikna 13 einstaklingsíbúðir í risrými Casa Milà byggingarinnar (La Predrera) sem áður hýsti vörugeymslu og þvottahús. Corsini var yfirarkitekt verkefnisins og sá um alla innanhússhönnun íbúðanna. Predrera er sagður hafa sótt innblástur sófaborðsins úr hvelfdu lofti Casa Milá byggingarinnar.

Helstu fyrirmyndir Barba Corsini voru arkitekarnir Mies van der Rohe og Frank Lloyd Wright.

Það var þó ekki fyrr en árið 2010 sem Gubi hóf framleiðslu á hönnun Corsini og var það fyrir þökk Joaquim Ruiz Millet, arkitekts og listræns stjórnanda sem heimsótti La Predrera á meðan verið var að gera íbúðirnar upp árið 1991. Þar uppgötvaði hann fegurð klassíska PD2 gólflampans sem einnig var hannaður af Corsini og bjargaði honum frá því að verða hent. Varð það upphafið af farsælu samstarfi þeirra á milli þar sem upprunarleg hönnun frá La Pedrera öðlaðist nýtt líf.

Dagana 15. október – 1. desember bjóðum við 20% afslátt af klassíska Predrera sófaborðinu / brass og svart. 

*15 okt til 1 des

Auping heimsókn og afsláttur dagana 11. – 15. október

Auping eru umhverfisvæn og margverðlaunuð rúm með áherslu á gæði, fallega hönnun og framúrskarandi svefnþægindi.

Auping var stofnað árið 1888 í Hollandi og með yfirgripsmikilli þekkingu ásamt nýjustu tækniþróun tekst þeim að veita þér besta mögulega nætursvefninn í fallegu og nútímalegu rúmi sem tryggir góðan stuðning, góða loftun og frábæra endingu.

Auping hefur hlotið verðskuldaða viðurkenningu í gegnum árin og hefur hlotið fjölmörg verðlaun og vottanir á sviði sjálfbærni, áreiðanleika, gæða og hönnunar, m.a. Red Dot, IF hönnunarverðlaunin og fl.

Auping hefur skarað fram úr í hönnun í mörg ár og er útkoman bæði nútímaleg og klassísk rúm sem hægt er að setja saman og breyta á óteljandi vegu. Með Auping færðu gæði, góða hönnun og framúrskarandi nýsköpun allt í einu rúmi, með virðingu fyrir umhverfinu.

Heilbrigt og orkuríkt líf byrjar með góðum nætusvefn. Með Auping rúmi byrjar þú daginn vel hvíld/ur og full/ur af orku.

Komdu við hjá okkur í Epal Skeifunni og fáðu ráðgjöf sérðfræðings varðandi val á Auping rúmi fyrir þig. 

Umhverfisvæn rúm með áherslu á gæði, góða hönnun og þægindi.

Dagana 11. – 15. október veitum við 15% afslátt af öllum pöntunum á Auping rúmi. Þriðjudaginn 11. október verður hjá okkur í Epal Skeifunni sérfræðingur frá Auping sem veitir ráðgjöf.

Klassíski jólaóróinn frá Georg Jensen

Frá árinu 1984 hefur Georg Jensen gefið út jólaóróa á hverju ári til að fagna jólunum og með tímanum hefur óróinn orðið ein vinsælasta og best selda jólavara í Skandinavíu. Jólaóróinn er skemmtileg söfnunarvara sem finna má á mörgum íslenskum heimilum og eiga margir óróana frá upphafi og hengja þau stolt upp safnið um hver jól.

Saga Georg Jensen hófst árið 1904 þegar hinn 38 ára gamli silfursmiður Georg Arthur Jensen opnaði verkstæði sitt í hjarta Kaupmannahafnar á Bredgade 36. Georg Jensen merkið er í dag þekkt fyrir hágæðahönnun og framleiðir það vörur eftir heimsfræga hönnuði eins og Arne Jacobsen, Aldo Bakker, Ilse Crawford og Verner Panton.

Jólaóróinn 2022 er fáanlegur í verslunum Epal og kostar 8.350 kr. og er hannaður af Sanne Lund Traberg. Óróanum fylgir bæði hvítur borði ásamt klassískum rauðum borða. Við viljum einnig vekja athygli á því að hægt er að versla jólaóróann tollfrjálst í verslun Epal á Keflavíkurflugvelli.

Innblástur : Klassíski Mags sófinn frá HAY

Uppgötvaðu HAY heiminn í verslunum Epal

Hay er danskt hönnunarmerki sem slegið hefur í gegn á heimsvísu fyrir skemmtilegt úrval af hönnunarvörum, húsgögnum, mottum og smávörum fyrir heimilið og skrifstofuna. Markmið Hay er að framleiða einstaka gæða hönnun á góðu verði með virðingu fyrir danskri hönnunarsögu og hefðum.

Klassíski Mags sófinn frá HAY er einn af okkar vinsælustu sófum og í október bjóðum við 20% afslátt af Mags sófum í öllum áklæðum og útgáfum. Mags sófinn samanstendur af margnota einingum svo hægt er að sérsníða sófann eftir þínum hugmyndum, með legubekk, horneiningu eða viðbótarsætum til að henta hverju rými. Kíktu við hjá okkur og fáðu ráðgjöf við valið á þínum Mags sófa. Afslátturinn gildir frá 1. – 31. október.