Jensen fagnar 75 ára afmæli

75 ár er tilefni til að fagna 

Jensen hefur framleitt gæða rúm frá árinu 1947 með áherslu á fágaða skandinavíska hönnun og framúrskarandi þægindi. Jensen rúm eru Svansmerkt og eru sérsniðin eftir þörfum með ótal möguleikum varðandi gormakerfi, yfirdýnur, áklæði og allt útlit rúmsins.
75 ára afmælisútgáfa Jensen er Continental rúm með glæsilegum afmælisgafli, Orginal Jensen Zone system dýnu með latex bólstrun / hægt að velja um stífleika fyrir hvora hlið og Sleep III yfirdýnu (latex). Stærðir: 180×200 eða 180×210. Hægt að velja um tvær litasamsetningar; grátt eða beige. Komdu við í Epal Skeifunni og sjáðu afmælisútgáfuna sem kemur í takmörkuðu upplagi.
Veldu Jensen rúm fyrir betri og heilbrigðari svefn, nótt eftir nótt, ár eftir ár.

Heima er bezt – nýtt vegglistaverk eftir Arnór Kára við Epal á Laugavegi

Arnór Kári er listamaðurinn á bakvið nýtt og stórt vegglistaverk við verslunina Epal á Laugavegi 7. Við tókum hann tali og ræddum um listaverkið sem ber heitið Heima er bezt. Við hvetjum ykkur til að koma við í Epal á Laugavegi og sjá verkið með eigin augum. Það gefur miðbænum svo sannarlega lit.

Hver er Arnór Kári?

Ég er alls konar. Ég er sólskinið, ég er tunglmyrkvinn, ég er lægðin, ég er þokan og öldugangurinn, mosinn og hraunið. Ég geri mitt besta að tengja við og elta hreyfingu alheimsins og færi mig gjarnan í þá átt sem hann leiðbeinir mér. Við höfum öll upplifun af því að hreyfast gegn strauminum, gegn innsæinu og eigin sannfæringu, með tilheyrandi niðurstöðum og því legg ég áherslu á hið þveröfuga. Fyrir mér er lykilatriði að vera tengdur, hvernig sem hver og einn finnur sína leið til þess, og finna flæði lífsins og fljóta meðfram því. Þar með talið er bæði súrt og sætt, því við þroskumst ekkert sem sál án þess að komast í gegnum það súra líka.

Hvernig list skapar þú helst?

Á sumrin er ég fyrst og fremst í vegglistinni en samhliða því teikna ég mikið, hvort sem það er fyrir ákveðin verkefni eða ég að safna í sarpinn fyrir einkasýningar. Ég legg líka mikla áherslu á tónlistina. Held reglulega tónleika og hef gefið út þónokkrar plötur. Þar geng ég undir nafninu Andartak og geri raftónlist af ýmsum toga, bæði fyrir heilaleikfimi og tryllidansinn.

Hvaðan fékkst þú innblástur fyrir verkið?

Innblásturinn kom úr ýmsum áttum og var í gegnumgangandi þróunarferli á meðan á vinnunni stóð. Ég lagði upp með grófa hugmynd sem kom til mín eftir að ég skoðaði vegginn og nærumhverfi þess. Ég verð oftast innblásinn af umhverfinu og tek inn í undirmeðvitundina smáatriði eins og hreyfinguna á staðnum, liti og önnur “ósýnileg” smáatriði og skoða það hvernig hægt er vinna með þessi atriði á veggfletinum. Markmiðið er að ná góðu samlífi við umhverfið. Ég vissi strax að refurinn fengi kastljósið en umhverfið og litapallettan fékk að þróast eftir því sem vatt upp á heildarmyndina. Sem dæmi má nefna hvernig tréð lengst til vinstri sveigjir upp í mót og sameinast glugganum að ofan. Hreyfingin heldur svo áfram með gulu ölduna sem endurspeglar gangandi umferð fram og tilbaka inn í sundið. Himininn var fenginn að láni úr raunheimum á þriðja degi og bróðir minn átti hugmyndina að því að breyta rafmagnskassanum í lítið hús. Þetta snýst allt um að vera opinn fyrir breytingum á upphaflegu plani og vera stanslaust á varðbergi eftir því sem alheimurinn er að sýna manni.

Hvernig myndir þú lýsa stílnum þínum?

Að sjálfsögðu eru einhver megin einkenni á listaverkunum mínum en ég upplifi mig sem hálfgert kameljón þegar kemur að listsköpuninni. Því staður, stund, vegg-áferð, kúnni og húseigendur veita mér fjölbreyttan innblástur. Litapallettan er breytileg, ég sem einstaklingur er sífellt að breytast, viðfangsefni og stílbrögð að sama skapi. Mér finnst mikilvægt að vera liðlegur sem listamaður, því ef allar myndir væru áberandi einsleitar, þá yrði heimurinn eins og gríðarstór lystigarður með þrjár tegundir plantna.

Hvernig kom þetta verk til og ber það eitthvað heiti?

Kjartan Páll Eyjólfsson hjá Epal frétti af mér í gegnum samstarfsfélaga sinn Ámunda Sigurðsson og hafði samband við mig varðandi þennan veggflöt sem starir beint inn um stóran glugga í búðina við Laugaveg og þeim datt í hug að það væri flott að fá þarna listaverk sem myndi gleðja bæði vegfarendur, búðarskoðendur og öðrum öndum af annari líkamsgerð. Þetta var sérlega tilvalin tímasetning þar sem menningarnótt var handan við hornið með tilheyrandi fjölda fólks og húllumhæ. Ég fékk eina glögga athugasemd um daginn; að listaverkið minnti á krosssaum sökum þess hvernig bárujárnið bjagar útlitið á myndefninu. Út frá þessu hef ég ákveðið á skýra myndina ‘Heima er bezt’.

 

 

Ný Múmín vörulína í samvinnu við Rauða krossinn á Íslandi

Ný Múmín vörulína hefur litið dagsins ljós, sem unnin er í samstarfi við Rauða krossinn og fæst nú í Epal. Línan inniheldur tvo bolla, tvo diska í mismunandi stærðum og skál. Fyrir hvern seldan hlut hér á landi fer 1 Evra til góðgerðarstarfs Rauða krossins á Íslandi.
Með samstarfi Arabia og Rauða krossins er vináttu og góðvild fagnað. Útkoman er vörulína sem er myndskreytt upprunalegum teikningum Tove Jansson fyrir Rauða Krossinn. Í tilefni af samstarfinu er fólk um allan heim hvatt til að sýna hverju öðru góðvild með litlum góðverkum.

 

Upprunalegar teikningar Tove Jansson fyrir Rauða krossinn

Vörulínan er skreytt teikningum sem Tove Jansson gerði fyrir Rauða krossinn í Finnlandi árið 1963. Teikningarnar eru í áberandi og auðþekkjanlegum stíl og sýna m.a. blómstrandi rauð blóm, Míu litlu með kúst, Múmínsnáðann að klifra upp stiga og Snúð sitjandi við varðeld með vinum sínum. Takmarkaðar upplýsingar eru til um bakgrunn teikninganna aðrar en að þær voru upphaflega gerðar til að myndskreyta stundaskrá fyrir börn.Framlag fyrir hvern seldan hlut

Vörulínan inniheldur tvo bolla, tvo diska í mismunandi stærðum og skál. Fyrir hvern seldan hlut hér á landi fer 1 Evra til góðgerðarstarfs Rauða krossins á Íslandi.

Megin skilaboðin eru  þau að hvert og eitt okkar getur skipt sköpum við að gera heiminn vinalegri með gjörðum okkar.

Moments of Kindness – litlar gjörðir, mikil áhrif

Í tilefni samstarfs Arabia og Rauða krossins er fólk um allan heim hvatt til að sýna hverju öðru góðvild með litlum góðverkum sem geta mögulega haft mikil áhrif. Þetta gæti t.d. verið að bjóðast til að halda á innkaupapokum fyrir ókunnugan, skrifa fallega orðsendingu til samstarfsmanns, senda póstkort til ættingja eða jafnvel kaupa
blóm fyrir ástvin. Eins væri einfaldlega hægt að styðja við starfsemi Rauða krossins.

“Við viljum gjarnan hvetja fólk til að sýna öðrum góðvild og þannig lífga uppá dag náungans. Ég held að við getum öll sammælst um að í augnablikinu þarf heimurinn á meiri góðvild, vináttu og samveru að halda en nokkru sinni fyrr. Múmínfjölskyldan sýnir okkur öllum gott fordæmi með samkennd og tillitssemi sinni.” segir Mirka Paasikangas, alþjóðlegur almannatengsla- og samskiptastjóri hjá Arabia.

Vörurnar fara í sölu á Íslandi 26. ágúst 2022 og verða í boði út árið eða á meðan birgðir endast.

Forsala er hafin á PH 5 Pastels

Forsala er hafin í vefverslun á PH 5 frá Louis Poulsen í splunkunýjum pastel litasamsetningum.
PH5 ljósið var hannað árið 1958 af Poul Henningsen og er sannkölluð hönnunarklassík. Nú fáanlegt í nýjum pastel litasamsetningum, fullkomið fyrir nútímaheimilið.
Hvort sem þú heillast að litríkari gerðinni, eða þeirri einlitu, þá er PH5 pastel útgáfan með svarið.

Tryggðu þér eintak í forsölu í vefverslun Epal.is

Vinningshafar í samkeppni Epal og Paper Collective 2022

Litrík listasýning opnar í Epal Gallerí þann 19. ágúst í samvinnu við danska fyrirtækið Paper Collective. Sýnd verða vinningsverk úr samkeppni sem haldin var í sumar á meðal skapandi Íslendinga. Útkoman er einstakt úrval af verkum eftir íslenska hönnuði, ljósmyndara og listamenn og munu vinningsverkin nú verða framleidd af Paper Collective. Sýningin stendur yfir dagana 19.08. – 02.09. í Epal Gallerí, Laugavegi 7.

Það gleður okkur að tilkynna vinningshafann sem hlaut 1. sæti í samkeppninni með verkin Nature is Female og Bubble Gum, og var það Berglind Rögnvaldsdóttir, ljósmyndari sem hlýtur í verðlaun 200.000 kr. ásamt þóknun af sölu (Royalty samningur), andvirði a.m.k. 100.000 kr. 

Berglind Rögnvaldsdóttir (f.1985) ljósmyndari er fædd og uppalin í Reykjavík, en hefur starfað sl.7 ár í Osló. Eftir útskrift frá Bilder Nordic school of Photography árið 2018 hefur Berglind tekið þátt í stórum listahátiðum í Noregi; Collective Fashion Art, Fushion Oslo og Nordic Light Festival. Berglind hefur á sínum ferli mikið unnið með verk tengd konum og hvernig samfélagið kyngerir og hlutgerir þær frá unga aldri. Verk hennar hafa ákveðið kvenlegt yfirbragð, og feminíska rödd. Einnig notar hún náttúruna sem myndlíkingu til að mæta kynjapólitík samtímans.

“Verkin sem ég vann fyrir Epal & Paper Collective keppnina eiga það sameiginlegt að snúa að hlýnun jarðar og hlutgervingu kvenkyns líkamanns. Innblásturinn kom frá íslensku náttúrunni og kommentakerfinu á samfélagsmiðlum”.

Við mannfólkið erum að eyðileggja jörðina, sem við oftar en ekki köllum ,,móðir náttúru” og tölum um í kvenkyni. Samlíking sem í nútíma vestrænum heimi á rætur sínar að rekja í okkar kerfisbundna og inngróna feðraveldi. Þetta hefur bæði kynferðislega og kúgandi tengingu, ýtir undir áframhaldandi umhverfiseyðingu og nauðgunarmenningu og má rökræða að sé einkar lýsandi fyrir samband samfélags okkar við annars vegar náttúruna og hinsvegar kvenkyns líkamann.

Þetta hefur sömuleiðis sterka tengingu við þá hugmynd að konur séu enn þann dag í dag ,,lægra settar“ og eitthvað sem eigi að leggja undir sig, rétt eins og náttúran sjálf sem er ávallt gengisfelld og látin víkja fyrir óþrjótandi frekju mannkynsins með tilheyrandi óhugnalegum afleiðingum sem við stöndum frammi fyrir í dag.”

“Verkin eru unnin úr samsettum ljósmyndum af landslagi og nærmyndum af kvenkyns líkamanum. Þar sem þau eru hlutgerð og sameinuð í eina heild, sem deilir sama ákalli um hjálp.”

2. sætið hlaut Hjörtur Matthías Skúlasson með verkið Dansari og fær í verðlaun samning við Paper Collective varðandi sölu á verkinu (Royalty).

Allt frá því að Hjörtur flutti til Reykjavíkur frá æskustöðvunum á Rauðasandi í Vesturbyggð til að nema við Listaháskóla Íslands hefur hann fetað sinn eigin veg um órætt landslag sem liggur á mörkum myndlistar og hönnunar.

Verk hans einkennast af náttúrulegum efnum og handbragði fortíðar sem honum hefur tekist að færa til nútímans með nýsköpun sinni og einlægum áhuga á því sammannlega í tilverunni. Hjörtur hefur þróað með sér afar persónulegt myndmál þar sem snertifletir mannlegar hegðunar eru oftar en ekki í aðalhlutverki. Hjörtur hefur að udanförnu verið að vinna saumaða skúlptúra sem eru nokkurskonar dúkkur. Þær vinnur hann út málarastriga, ull og steinleir.

Á meðan heimsfaraldurinn Covid19 hélt okkur heljargreipum með sínum takmörkunum og einangrun þá kom upp söknuður vina. Söknuður fyrir að eiga góða stund með vinum lyfta glösum og stíga dans. Dansinn var bannaður í heimsfaraldrinum maður mátti aðeins dansa einn.

3. sætið hlaut Kristín Sigurðardóttir með verkið Kyrr og fær í verðlaun samning við Paper Collective varðandi sölu á verkinu (Royalty).

Kristín Sigurðardóttir, vöruhönnuður, útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2016. Kristín hefur þar að auki bakgrunn í m.a. textíl og myndlist og hefur tekið þátt í samsýningum á Íslandi, Hollandi og Shanghai. Hún er í dag búsett í Svíþjóð.

“Undanfarið hef ég að m.a. unnið að hönnunarverkefnum sem snúa að efnisrannsóknum tengdum endurvinnslu og sjálfbærni. Fyrir mér er mjög mikilvægt að geta beint sköpunarþörf minni í margar áttir, og fer það oft eftir skapi hvort henni sé miðlað í gegnum hönnun, myndlist eða tónlist.”

 “Kyrr” er eitt af nýrri verkum Kristínar þar sem leikið er með að færa hefðbundin mótív kyrralífsmynda í nýjan búning. Verkið er unnið með stafrænum aðferðum en byggir á tilraunum með samspil málverka og mynstraðs textíls.

Sýningin stendur yfir dagana 19.08. – 02.09. í Epal Gallerí, Laugavegi 7.

IZIPIZI gleraugun eru mætt í Epal

IZIPIZI gleraugun eru stílhrein og endingargóð les og sólgleraugu fáanleg í mörgum ólíkum litum svo allir ættu að geta fundið ein við sitt hæfi. Gleraugun eru stílhrein og smart og eru fáanleg með + styrk (fyrir fjarsýna), sólgleraugu og einnig eigum við von á IZIPIZI blue light gleraugum sem henta vel fyrir alla sem vinna mikið við skjá.

Nú fæst IZIPIZI í Epal Skeifunni og væntanlegt í fleiri Epal verslanir.

 

 

Carry sjónvarpsstandur frá Eva Solo

Nýtt í Epal, sjónvarpsstandur frá Eva Solo

Sjónvarpið er að margra mati ómissandi partur af stofunni, þar sem við bæði slökum á og eigum góðar samverustundir. Uppröðun stofunnar ræðst þó oft af því hvar sjónvarpið er vegghengt, en það þarf ekki að vera þannig.
Carry sjónvarpsstandurinn frá Eva Solo er stílhrein og smart lausn sem hægt er að færa fram og tilbaka eftir þörfum og gerir stofuna sveigjanlegri en með vegghengdu sjónvarpi.
Sjónvarpsstandinn er hægt að nota fyrir flatskjái frá 40” til 65” sem er haldið á sínum stað með tveimur stílhreinum svörtum leðurólum.
Verð frá 42.100 kr. svartur / 49.550 burstað stál.
Sérpantað – hægt er að skoða sýningareintak í Epal Skeifunni.
Verð frá 42.100 kr. svartur / 49.550 burstað stál.
Sérpantað – hægt er að skoða sýningareintak í Epal Skeifunni.

Ný og heillandi vörulína frá Sebra – Dragon Tales & Pixie Land

Við vorum að taka upp glæsilegar nýjar vörulínur frá Sebra sem eru partur af haust og vetrarlínunni 2022 og bera heitið Dragon Tales og Pixie Land. Þessar fallegu nýjungar eru skreyttar drekaævintýrum og nostalgískum skógarteikningum sem kitla ímyndunarafl barnsins.

Sebra er danskt hönnunarfyrirtæki sem framleiðir vönduð húsgögn og smávörur fyrir barnaherbergi sem njóta mikilla vinsælda. Sjáðu Sebra vöruúrvalið í vefverslun Epal.is

Ekki missa af sýningunni Tinni á Íslandi í Epal Gallerí

Verið velkomin á sýninguna Tinni á Íslandi í Epal Gallerí sem stendur yfir fram til miðjan ágúst. 

Sýningin samanstendur af verkum eftir Óskar Guðmundsson þar sem hann hefur komið með Tinna og félaga heim til Íslands. Óskar var frá barnsaldri mikill Tinnaaðdándi og bækurnar lesnar þar til kjölur þeirra gaf sig. Óskar átti sér þann draum heitastan að Hergé myndi senda frá sér bók sem gerðist alfarið á Íslandi. Það rættist að hluta til þegar Tinni og Kolbeinn stöldruðu stutt við á Akureyri í Dularfullu Stjörnunni. Það nægði Óskari ekki sem hefur nú málað og teiknað Tinna og félaga á fjölbreyttum stöðum í íslenskri náttúru. Óskar hefur málað frá barnsaldri og haldið nokkrar myndlistarsýningar. Hann starfar einnig sem rithöfundur og hefur sent frá sér fjórar spennusögur.

Á sýningunni verða árituð og númeruð grafísk verk ásamt plakötum til sölu. Hafið samband fyrir frekari upplýsingar. Epal Gallerí er staðsett við Laugaveg 7, 101 Reykjavík.