Angan kynnir Westfjords – áfyllanlegar líkams og hárvörur

Angan kynnir nýja línu sem ber nafnið Westfjords

⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀
Westfjords eru áfyllanlegar líkams og hárvörur sem innihalda nærandi olíur og villt íslenskt jurtaextrakt. Framleitt af alúð með náttúrulegum, sjálfbærum og villtum innihaldsefnum.
⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀
Náttúrulegur ilmurinn er síðan undirstrikaður með einiberjum, lofnaðarblómi og garðablóðbergi sem flytur þig í ferðalag til afskekktra Vestfjarða.

Næringarríku vörurnar koma í endurnýtanlegum gler flöskum í 250ml og 500ml. Hægt er að fylla á flöskurnar og þannig draga úr umbúðanotkun og huga betur að umhverfinu.

/ Þú finnur nýju vörurnar einnig í vefverslun Epal.is

Fritz Hansen – 150 ár af einstakri hönnun

150 ára afmælisútgáfa Fritz Hansen heiðrar nokkur af þekktustu verkum húsgagnasögunnar

Í tilefni af 150 ára afmæli Fritz Hansen eru kynntar til sögunnar einstakar afmælisútgáfur af nokkrum þekktustu húsgögnum sögunnar. Eggið, Svanurinn, Sjöan, Liljan og PK61, allt húsgögn sem eru dáð af hönnunaráhugafólki um allan heim, nú í einstökum nýjum efnum og áklæðum.

Afmælis Eggið og Svanurinn eru klædd Vanir ullaráklæði eða Grace leðri og með svörtum krómfæti sem gefur fágað yfirbragð. Afmælis Sjöan er fáanleg með Vanir ullaráklæði eða Grace leðri og á klassískum krómfótum og PK61 borðið er í fyrsta sinn með norskum marmara.

Alltaf klassísk, hvert húsgagn endurspeglar einstakt handverk Fritz Hansen, gæða efnisval og endingargóða hönnun.

Grace:

Grace er úrvalsleður úr hágæða skinnum. Nýtt kastaníubrúnt leðrið er unnið af Sørensen Leahter eingöngu fyrir Fritz Hansen, fyrir afmælisútgáfur af Egginu, Svaninum, Sjöunni og Liljunni. Sørensen er umhverfismeðvitað alþjóðlegt vörumerki sem vinnur með eftirsóttasta hágæða, sjálfbæra leðrið í heiminum.  

Vanir:

Vanir er þæfður ullartextíll sérhannaður af belgíska fatahönnuðinum Raf Simons fyrir Kvadrat. Vanir er nú í fyrsta sinn kynnt á afmælisútgáfum af Egginu, Svaninum og Sjöunni.

Norskur marmari:

Afmælisútgáfan af mínimalíska PK61 borði Poul Kjærholm er nú kynnt í fyrsta sinn úr norskum marmara frá Fauske, Noregi. Norskur marmari er sérstaklega fallegur með glitrandi áferð, með gráum og hvítum æðum sem minna helst á ískaldan sjó.

Sjáðu einstakar afmælisútgáfur Fritz Hansen hjá okkur í Epal Skeifunni.

Kynntu þér einnig úrvalið í vefverslun Epal.is 

Kubus 8 RAW í takmörkuðu upplagi

Kubus 8 RAW er einstakur safngripur, áletraður og númeraður og aðeins seldur í forsölu til 1. ágúst.

Kubus 8 RAW er aðeins framleiddur í 1000 eintökum í tilefni 60 ára afmælis Kubus 8 og er nákvæm útgáfa af upprunalega kertastjakanum sem Mogens Lassen lét útbúa og geymdi á skrifborðinu sínu, og sem sjá má á ljósmyndum af vinnustofu hans frá 1962.
Alveg eins og upprunalegi stjakinn er þessi einstaki safngripur algjörlega hrár og ómeðhöndlaður og mun öðlast fallega áferð með tímanum og verður því enginn eins.
Aðeins seldur í forsölu til 1. ágúst í vefverslun Epal. 
Kubus kertastjakarnir eru enn handgerðir í by Lassen verksmiðjunni í Holstebro, Danmörku.

Nýtt og spennandi barnavörumerki – MODU

MODU eru spennandi og skemmtilegir byggingarkubbar sem efla hreyfifærni og ímyndunarafl barna á öllum aldri. MODU kubbarnir eru opin leikföng sem notið hafa sívaxandi vinsælda og er um að ræða leikföng sem hafa ekki fyrirfram ákveðið hlutverk og reynir því á skapandi hugsun barnsins, hugmyndaflug og sjálfstæði í leik. Eftir því sem barnið þroskast finnur það nýjar leiðir til að leika með MODU kubbana sem lengir líftíma leikfangsins.

MODU er sett af kubbum, tengipinnum og hjólum sem hægt er að setja saman á óteljandi vegu og útbúa spennandi leikföng sem ýtir undir opinn og virkan leik sem jafnvel margir geta unnið að saman, ungir sem aldnir. MODU leikföngin eiga heima á hverju heimili og eru fyrir börn á öllum aldri.

MODU koma í þremur settum, Curiosity, Explorer og Dreamer og i tveimur litum – gulum og bláum.

MODU er framleitt úr 100% endurunnu ABS plasti og eiturefnalausri EVA – frauðplasti. Öll efnin eru 100% phthalate og BPA frí og standast hæstu staðla í Evrópu varðandi öryggi leikfanga. Auðvelt er að viðhalda kubbunum og má þvo þá í uppþvottavél þegar á þarf að halda. 

Sjáðu úrvalið í vefverslun Epal.is 

 

 

 

Ert þú næsti hönnuður Paper Collective?

Epal og Paper Collective sameina krafta sína og leita að næsta íslenska hönnuði til að hanna veggspjald fyrir Paper Collective sem sérhæfa sig í veggspjöldum og leggur það upp úr fallegri og tímalausri hönnun. Vel valdir listamenn hafa skapað veggspjöld fyrir hönd Paper Collective sem skreyta í dag mörg heimili um allan heim. Skilafrestur til 23. júní.

Keppnin er opin öllum þeim sem eru með sköpunar- og hönnunar áhuga í fyrirrúmi. Dómnefnd velur þrjú verk sem vinna til verðlauna og verða verkin sýnd í Epal Gallerí, Laugavegi 7, dagana 15. ágúst til 29. ágúst.

Peningaverðlaun eru fyrir þrjú efstu sætin. Verðlaunin eru eftirfarandi:

  • 1. Sæti – 200.000 kr. ásamt þóknun af sölu (Royalty samningur), andvirði a.m.k. 100.000 kr.
  • 2. Sæti – Þóknun af sölu (Royalty samningur), andvirði a.m.k. 100.000 kr.
  • 3. Sæti – Þóknun af sölu (Royalty samningur), andvirði a.m.k. 100.000 kr.

 

Dómnefnd skipa

  • Morten Kaaber – Stofnandi Paper Collective
  • Kjartan Páll Eyjólfsson – Framkvæmdarstjóri Epal
  • Erla María Árnadóttir – Grafískur hönnuður (FÍT)
  • Maria Duda – Grafískur hönnuður Paper Collective

Skilafrestur er til 23. júní 2022.

Allar tillögur skal senda, ásamt stuttri lýsingu á listamanni og verki, á netfangið: samkeppni@epal.is

Athugið að hver hönnuður má senda inn fleiri en eitt verk. Ítarlegri upplýsingar um keppnina er að finna hér.

Við hvetjum þátttakendur til að kynna sér stefnu Paper Collective á heimasíðu þeirra hér.

Skilmálar:

  • Verkinu ber að skila gegnum netfang og má hugmyndin ekki hafa birst né verið söluvara með neinum hætti áður.
  • Paper Collective áskilur sér rétt á verkinu eftir keppnina.
  • Ókláruð og stolin verk eru ekki samþykkt.
  • Með því að taka þátt í keppninni samþykkir þátttakandi að for- og eftirnafn hans megi vera birt af skipuleggjendum þegar tilkynnt er um vinningshafa.
  • Allar leiðbeiningar um skráningu skulu teljast vera hluti af skilmálunum og með því að skrá þig í keppnina samþykkir hönnuður þessa skilmála.
  • Peningaverðlaun eru aðeins úthlutuð ef listamaður samþykkir skilyrði.

 

Glæsilegar og tímalausar vor nýjungar frá Vipp

Ein­fald­leik­inn og fag­ur­fræðin mæt­ast hér í glæsilegri hönn­un á Chimney skenk, fljótandi vegghillum og Cabin hægindarstól. Efnisvalið í skenknum er engu líkt, dökk eikin tónar vel við marmara og pressað ál sem er jafnframt eitt af hönnunareinkennum Vipp sem er einnig notað í Vipp V2 eldhúsin.

Vipp Chimney vegghillur eru einnig úr dökkri eik og koma í tveimur lengdum, 60 og 120 cm og hægt er að stilla þeim upp á marga vegu svo þær falli að þínum persónulega smekk.

Chimney vörulínan dregur nafn sitt frá Vipp Chimney House Hotel í Kaupmannahöfn. Vipp kynnir einnig til sögunnar glæsilegan Cabin eikar hægindarstól sem er með gegnheilli eikargrind, handofnu baki úr pappírsþræði og sessu sem bólstruð er með mjúku leðri sem eldist fallega.

Öll húsgögn frá Vipp er hægt að sérpanta í Epal.

 

Heimsókn frá Jensen 22. – 23. apríl

Sérfræðingur frá Jensen verður hjá okkur í Epal Skeifunni dagana  22.-23. apríl. 10% afsláttur af öllum Jensen rúmum og 20% afsláttur af öllum fylgihlutum frá Jensen. Fáðu aðstoð við að velja rúmið sem hentar þér.

Veldu Jensen rúm fyrir betri og heilbrigðari svefn, nótt eftir nótt, ár eftir ár. Jensen rúmin eru gæðavottuð eftir alþjóðlegum stöðlum og bera einnig Svansmerkið, en strangar kröfur þess tryggja að Svansmerkt vara er betri fyrir umhverfið og heilsuna.

Jensen hefur framleitt gæðarúm frá árinu 1947 og hafa þeir hlotið verðlaun frá norska hönnunarráðinu fyrir þægindi, framleiðslu og góða hönnun.
Öll framleiðsla og hönnun fer fram í Noregi og eru rúmin sérsniðin hverjum og einum viðskiptavini með ótal möguleikum varðandi gormakerfi, yfirdýnur, áklæði, fætur, liti og allt útlit rúmsins, einnig er afhendingartími stuttur. Hægt er að velja stillanlegt rúm, Kontinental og boxdýnur ásamt því að Jensen er með úrval af yfirdýnum.
Öll rúm frá Jensen eru með 5 ára ábyrgð og 25 ára ábyrgð á rúmbotnum og gormakerfi. Vertu velkomin í verslun okkar í Skeifunni 6 og sjáðu glæsilegan sýningarsal á efri hæð verslunar okkar þar sem hægt er að kynna sér Jensen rúmin betur.

 

 

2022 afmælisútgáfa Y stólsins

2022 afmælisútgáfa Y stólsins er glæsileg samsetning úr FSC™ vottuðu olíubornu tekki og með vönduðu náttúrulega meðhöndluðu leðri. Takmarkað upplag!
Stóllinn er merktur með einstakri brass plötu sem grafin er með undirskrift Hans J. Wegner ásamt fæðingardegi.

Afmælisútgáfa Y stólsins er aðeins til sölu frá 28. mars til 4. apríl. Verð: 139.900 kr. Tryggðu þér eintak í vefverslun Epal.is