Kubus 8 RAW í takmörkuðu upplagi

Kubus 8 RAW er einstakur safngripur, áletraður og númeraður og aðeins seldur í forsölu til 1. ágúst.

Kubus 8 RAW er aðeins framleiddur í 1000 eintökum í tilefni 60 ára afmælis Kubus 8 og er nákvæm útgáfa af upprunalega kertastjakanum sem Mogens Lassen lét útbúa og geymdi á skrifborðinu sínu, og sem sjá má á ljósmyndum af vinnustofu hans frá 1962.
Alveg eins og upprunalegi stjakinn er þessi einstaki safngripur algjörlega hrár og ómeðhöndlaður og mun öðlast fallega áferð með tímanum og verður því enginn eins.
Aðeins seldur í forsölu til 1. ágúst í vefverslun Epal. 
Kubus kertastjakarnir eru enn handgerðir í by Lassen verksmiðjunni í Holstebro, Danmörku.

Nýtt og spennandi barnavörumerki – MODU

MODU eru spennandi og skemmtilegir byggingarkubbar sem efla hreyfifærni og ímyndunarafl barna á öllum aldri. MODU kubbarnir eru opin leikföng sem notið hafa sívaxandi vinsælda og er um að ræða leikföng sem hafa ekki fyrirfram ákveðið hlutverk og reynir því á skapandi hugsun barnsins, hugmyndaflug og sjálfstæði í leik. Eftir því sem barnið þroskast finnur það nýjar leiðir til að leika með MODU kubbana sem lengir líftíma leikfangsins.

MODU er sett af kubbum, tengipinnum og hjólum sem hægt er að setja saman á óteljandi vegu og útbúa spennandi leikföng sem ýtir undir opinn og virkan leik sem jafnvel margir geta unnið að saman, ungir sem aldnir. MODU leikföngin eiga heima á hverju heimili og eru fyrir börn á öllum aldri.

MODU koma í þremur settum, Curiosity, Explorer og Dreamer og i tveimur litum – gulum og bláum.

MODU er framleitt úr 100% endurunnu ABS plasti og eiturefnalausri EVA – frauðplasti. Öll efnin eru 100% phthalate og BPA frí og standast hæstu staðla í Evrópu varðandi öryggi leikfanga. Auðvelt er að viðhalda kubbunum og má þvo þá í uppþvottavél þegar á þarf að halda. 

Sjáðu úrvalið í vefverslun Epal.is 

 

 

 

Ert þú næsti hönnuður Paper Collective?

Epal og Paper Collective sameina krafta sína og leita að næsta íslenska hönnuði til að hanna veggspjald fyrir Paper Collective sem sérhæfa sig í veggspjöldum og leggur það upp úr fallegri og tímalausri hönnun. Vel valdir listamenn hafa skapað veggspjöld fyrir hönd Paper Collective sem skreyta í dag mörg heimili um allan heim. Skilafrestur til 23. júní.

Keppnin er opin öllum þeim sem eru með sköpunar- og hönnunar áhuga í fyrirrúmi. Dómnefnd velur þrjú verk sem vinna til verðlauna og verða verkin sýnd í Epal Gallerí, Laugavegi 7, dagana 15. ágúst til 29. ágúst.

Peningaverðlaun eru fyrir þrjú efstu sætin. Verðlaunin eru eftirfarandi:

  • 1. Sæti – 200.000 kr. ásamt þóknun af sölu (Royalty samningur), andvirði a.m.k. 100.000 kr.
  • 2. Sæti – Þóknun af sölu (Royalty samningur), andvirði a.m.k. 100.000 kr.
  • 3. Sæti – Þóknun af sölu (Royalty samningur), andvirði a.m.k. 100.000 kr.

 

Dómnefnd skipa

  • Morten Kaaber – Stofnandi Paper Collective
  • Kjartan Páll Eyjólfsson – Framkvæmdarstjóri Epal
  • Erla María Árnadóttir – Grafískur hönnuður (FÍT)
  • Maria Duda – Grafískur hönnuður Paper Collective

Skilafrestur er til 23. júní 2022.

Allar tillögur skal senda, ásamt stuttri lýsingu á listamanni og verki, á netfangið: samkeppni@epal.is

Athugið að hver hönnuður má senda inn fleiri en eitt verk. Ítarlegri upplýsingar um keppnina er að finna hér.

Við hvetjum þátttakendur til að kynna sér stefnu Paper Collective á heimasíðu þeirra hér.

Skilmálar:

  • Verkinu ber að skila gegnum netfang og má hugmyndin ekki hafa birst né verið söluvara með neinum hætti áður.
  • Paper Collective áskilur sér rétt á verkinu eftir keppnina.
  • Ókláruð og stolin verk eru ekki samþykkt.
  • Með því að taka þátt í keppninni samþykkir þátttakandi að for- og eftirnafn hans megi vera birt af skipuleggjendum þegar tilkynnt er um vinningshafa.
  • Allar leiðbeiningar um skráningu skulu teljast vera hluti af skilmálunum og með því að skrá þig í keppnina samþykkir hönnuður þessa skilmála.
  • Peningaverðlaun eru aðeins úthlutuð ef listamaður samþykkir skilyrði.

 

Glæsilegar og tímalausar vor nýjungar frá Vipp

Ein­fald­leik­inn og fag­ur­fræðin mæt­ast hér í glæsilegri hönn­un á Chimney skenk, fljótandi vegghillum og Cabin hægindarstól. Efnisvalið í skenknum er engu líkt, dökk eikin tónar vel við marmara og pressað ál sem er jafnframt eitt af hönnunareinkennum Vipp sem er einnig notað í Vipp V2 eldhúsin.

Vipp Chimney vegghillur eru einnig úr dökkri eik og koma í tveimur lengdum, 60 og 120 cm og hægt er að stilla þeim upp á marga vegu svo þær falli að þínum persónulega smekk.

Chimney vörulínan dregur nafn sitt frá Vipp Chimney House Hotel í Kaupmannahöfn. Vipp kynnir einnig til sögunnar glæsilegan Cabin eikar hægindarstól sem er með gegnheilli eikargrind, handofnu baki úr pappírsþræði og sessu sem bólstruð er með mjúku leðri sem eldist fallega.

Öll húsgögn frá Vipp er hægt að sérpanta í Epal.

 

Heimsókn frá Jensen 22. – 23. apríl

Sérfræðingur frá Jensen verður hjá okkur í Epal Skeifunni dagana  22.-23. apríl. 10% afsláttur af öllum Jensen rúmum og 20% afsláttur af öllum fylgihlutum frá Jensen. Fáðu aðstoð við að velja rúmið sem hentar þér.

Veldu Jensen rúm fyrir betri og heilbrigðari svefn, nótt eftir nótt, ár eftir ár. Jensen rúmin eru gæðavottuð eftir alþjóðlegum stöðlum og bera einnig Svansmerkið, en strangar kröfur þess tryggja að Svansmerkt vara er betri fyrir umhverfið og heilsuna.

Jensen hefur framleitt gæðarúm frá árinu 1947 og hafa þeir hlotið verðlaun frá norska hönnunarráðinu fyrir þægindi, framleiðslu og góða hönnun.
Öll framleiðsla og hönnun fer fram í Noregi og eru rúmin sérsniðin hverjum og einum viðskiptavini með ótal möguleikum varðandi gormakerfi, yfirdýnur, áklæði, fætur, liti og allt útlit rúmsins, einnig er afhendingartími stuttur. Hægt er að velja stillanlegt rúm, Kontinental og boxdýnur ásamt því að Jensen er með úrval af yfirdýnum.
Öll rúm frá Jensen eru með 5 ára ábyrgð og 25 ára ábyrgð á rúmbotnum og gormakerfi. Vertu velkomin í verslun okkar í Skeifunni 6 og sjáðu glæsilegan sýningarsal á efri hæð verslunar okkar þar sem hægt er að kynna sér Jensen rúmin betur.

 

 

2022 afmælisútgáfa Y stólsins

2022 afmælisútgáfa Y stólsins er glæsileg samsetning úr FSC™ vottuðu olíubornu tekki og með vönduðu náttúrulega meðhöndluðu leðri. Takmarkað upplag!
Stóllinn er merktur með einstakri brass plötu sem grafin er með undirskrift Hans J. Wegner ásamt fæðingardegi.

Afmælisútgáfa Y stólsins er aðeins til sölu frá 28. mars til 4. apríl. Verð: 139.900 kr. Tryggðu þér eintak í vefverslun Epal.is

Þú finnur úrval af vönduðum útihúsgögnum í Epal

Núna er rétti tíminn til að leggja inn pöntun fyrir útihúsgögnum! Nú bjóðum við 10% afslátt af öllum útihúsgögnum sem gildir til 15. maí. 

Í Epal finnur þú úrval af glæsilegum og klassískum útihúsgögnum úr miklum gæðum sem endast vel og þola íslenskt veðurfar. Á meðal okkar fremstu fyrirtækja í útihúsgögnum eru dönsku fyrirtækin Skagerak og Cane-line en einnig bjóðum við upp á nútímaleg gæðahúsgögn frá vinsæla danska hönnunarmerkinu HAY sem notið hafa gífulegra vinsælda ásamt umhverfisvænum útihúsgögnum frá Mater. Þú finnur einnig úrval af fallegum smávörum fyrir garðinn og pallinn í Epal.

Skagerak

Skagerak er danskt fjölskyldurekið hönnunarfyrirtæki stofnað árið 1976 sem framleiðir gæða húsgögn og smávöru með áherslu á framúrskarandi handverk og klassíska hönnun. Skagerak uppfyllir hæstu gæðastaðla þegar kemur að umhverfislegri ábyrgð og nota þau aðeins FSC vottaðan við í framleiðslu sína. Útihúsgögnin eru í klassískum skandinavískum stíl og má þar nefna Drachmann línuna sem er sérstaklega falleg og fagnar í ár 40 ára afmæli. / Sjá meira frá Skagerak. 

HAY

Palissade er lína af útihúsgögnum hönnuð af Ronan og Erwan Bouroullec fyrir HAY. Línan var hönnuð til þess að passa inn í fjölbreyttar aðstæður; kaffihús, veitingarhús, garðinn, svalir og á pallinn. Palissade samanstendur af stólum, bekkjum, borðum og hægindarstólum og eru í heildinni 13 ólík húsgögn að finna í línunni. Húsgögnin eru sterk án þess að vera fyrirferðamikil og elegant án þess að vera viðkvæm.

Frekari upplýsingar varðandi pöntun er hægt að fá í verslun okkar í Epal Skeifunni, eða með því að senda póst á starfsfólk okkar í húsgagnadeild. / Sjá meira um Palissade frá Hay. 

Caneline

Caneline er danskt hönnunarfyrirtæki með yfir 30 ára reynslu í hönnun og framleiðslu á hagnýtum og þægilegum húsgögnum. Caneline framleiðir hágæða viðhaldsfrí útihúsgögn sem þola vel veður, vind og frost. Caneline hefur hlotið fjöldan allan af verðlaunum í flokki útihúsgagna fyrir gæði og fallega hönnun.

Vörurnar eru hannaðar með skandinavíska sumardaga í huga þar sem að útihúsgögnin fullkomna stemminguna. Hönnuðir Caneline hafa haft það að leiðarljósi að láta aldrei útlit víkja fyrir notagildi, og eru húsgögnin því bæði falleg og þægileg. / Caneline.com

String 

String býður nú upp á klassískar hillur úr galvaníseruðu stáli sem henta vel utandyra, og þá sérstaklega á yfirbyggðar svalir. Hillurnar eru sérsniðnar þínum þörfum og henta jafnt á litlar sem stórar svalir eða jafnvel í garðinn! / Sjá meira útihillur frá String 

Mater 

Ocean línan frá Mater er endurhönnun á borðum og stólum (upphaflega hannað árið 1955) úr úrgangsplastefni sjávar, og sameinar nýstárlegar lausnir til að koma í veg fyrir mengun sjávar – með einum af þekktasta hönnuði 20. aldar, Nönnu Ditzel.

Haf eftir Nönnu Ditzel táknar sjálfbæra og nýstárlega hugsun og hlaut hönnunarverðlaun Wallpaper fyrr á árinu. Einn stóll notar 960 g af úrgangsplastefni sjávar.

Húsgögnin eru gerð úr endurunnum fisknetum og endurunnu harðplasti úr sjónum og er línan gerð og prófuð til notkunar utandyra. Haf línan er hönnuð með það í huga að hægt sé að taka húsgögnin í sundur þegar að þeim degi kemur, og því hægt að endurvinna hvern hlut aftur í sitt hreinasta form og setja aftur í framleiðslu fyrir nýtt upphaf. / Sjá meira frá Mater 

Verið velkomin í verslun okkar, Skeifunni 6 og fáðu ráðgjöf við valið á gæða útihúsgögnum

Heimsókn frá Carl Hansen & Søn og vefarinn mikli kemur!

Það eru spennandi heimsóknir framundan hjá okkur í Epal Skeifunni og í næstu viku fáum við til okkar „Benny the Weaver“, vefarann mikla ásamt sérfræðing frá Carl Hansen & Søn dagana 25. – 26. mars.
Benny hefur unnið hjá Carl Hansen í yfir 20 ár og er mikill meistari í þessari iðngrein og kemur hann til með að vefa nokkra Y-stóla. Sjón er sögu ríkari! Benny verður hjá okkur dagana 25. og 26. mars.

Fylgstu með á næstu dögum þegar við kynnum spennandi tilboð og happdrætti í tilefni heimsóknarinnar.

 

Glæsilegt Vipp Pencil Case Hótel

Vipp Pencil Factory er glæsilegt húsnæði Vipp á Íslandsbryggju, Kaupmannahöfn sem staðsett er í 100 ára gamalli blýantaverksmiðju, nánar tiltekið verksmiðjan sem framleiddi gulu Viking skólablýantana sem allir þekkja.

Í Pencil Factory stafrækir Vipp einnig spennandi matarklúbb, Vipp Supper club þar sem eftirsóttir matreiðslumenn allstaðar frá úr heiminum mæta og hýsa svokallaða pop-up kvöldverðarklúbba.

Nýlega var kynnt til sögunnar Vipp Pencil Case sem er einstakt gistirými í þessu glæsilega húsnæði, og er aðeins um eitt hótelherbergi að ræða.

Í sólríkum hluta á neðri hæð fyrrum-verksmiðjunnar er að finna einstaklega fallega 90 fermetra íbúð. Íbúðin er með björtu og opnu eldhúsi þar sem að sjálfsögðu má finna Vipp eldhúsinnréttingu, húsgögn og ljós, og er þetta glæsilegur gistimöguleiki fyrir hönnunarmeðvitaða gesti.

Fjölbreytt úrval listaverka er blandað saman við húsgögn og hönnun úr vörulínum Vipp og skapar notalegt heildarútlit. Vipp býður auðvitað Viking blýanta sem gerir þér keift að eiga skapandi stund, og ef þú ert ekki ánægð/ur með útkomuna, þá er Vipp ruslafatan til taks…