CH24 í níu nýjum litum

Til að fagna yfir 70 ára samstarfi Hans J. Wegner og Carl Hansen & Son er Wishbone stóllinn nú kynntur í níu nýjum litum sem sérvaldir eru af heimsþekkta hönnuðinum Ilse Crawford.

Hans J. Wegner hannaði Wishbone stólinn árið 1949 fyrir Carl Hansen og hefur stóllinn verið framleiddur samfellt í meira en 70 ár. Til að fagna þessum tímamótum hefur Ilse Crawford valið níu matta liti sem gefa stólnum nýtt yfirbragð. Hönnuðurinn segist hafa sótt innblástur sinn í verk danska listamannsins Per Kirkeby, þar sem litirnir ná að fanga fegurð norræns landslags.

“Litirnir eru klassískir og stjórnast ekki af tískustraumum líðandi stundar, heldur litir sem færa dýpt og margbreytileika á hvaða heimili sem er”, segir Ilse.

Wishbone stóllinn (CH24) í nýjum litum verður kynntur frá mars til desember 2022.

Pewter er fyrsti liturinn úr nýju línunni sem er fáanlegur og mun nýr litur vera kynntur í hverjum mánuði út árið.

20% afsláttur af EJ295 Chaise sófum frá Fredericia

Við kynnum nýtt og spennandi tilboð á glæsilegum Chaise sófum frá Fredericia. 20% afsláttur af Chaise sófum sem gildir til 30. júní 2022.

Fredericia Furniture er danskur húsgagnaframleiðandi með sögu sem nær aftur til ársins 1911. Fredericia framleiðir hágæða húsgögn með áherslu á handverk og þá fagurfræði sem dönsk húsgagnahönnun er þekktust fyrir. Kynntu þér Chaise sófana hjá okkur í Epal Skeifunni.

Samkeppni: Viltu vinna Stacked hillu frá Muuto?

Stacked hillurnar frá Muuto njóta mikilla vinsælda en hægt er að raða þeim saman á óteljandi vegu svo þær falli vel að þínum þörfum. Stacked hillurnar eru hannaðar af Julien De Smedt sem er heimsþekktur arkitekt. Stacked eru bráðsniðugar hillur sem eru klemmdar saman svo auðvelt er að breyta uppröðuninni. Hægt er að nota Stacked sem hefðbunda bókahillu, hliðarborð, jafnvel sem millivegg eða annað sem þér dettur í hug!

Nú bjóðum við 20% afslátt af öllum pöntunum af Stacked hillum og Stacked mini frá 1. – 31. mars 2022. 

Einnig verður skemmtileg samkeppni þar sem hægt er að vinna Stacked hillu! Raðaðu saman Stacked hillu eftir þinni hugmynd og Epal gefur einum aðila þá uppstillingu í gjöf *. Hægt er að útfæra þína hugmynd www.epal.is/samkeppni

Sendu svo þína hugmynd á samkeppni@epal.is *ekki þarf að ganga frá pöntun til að taka þátt í samkeppninni.

Hér að neðan má sjá hugmyndir af flottum uppstillingum af Stacked hillunum.

 

Nýtt! Vandaðar barnavörur frá Trixie

Trixie er splunkunýtt og krúttlegt vörumerki í Epal sem býður upp á frábært úrval af vönduðum barnavörum. Trixie vörurnar einkennast af litríkum og glaðlegum mynstrum sem vekja bros á vör, þvottapokar og handklæði fyrir yngstu krílin, ásamt viðarleikföngum og fallegum bólstruðum sessum sem passa á Tripp trapp stóla. Einnig gott úrval af skemmtilegum bakpokum, veskjum, regnhlífum og drykkjarbrúsum fyrir krakka á öllum aldri. Allar vörurnar eru úr 100% lífrænum bómull og FSC vottuðum við.

Sjáðu úrvalið í vefverslun Epal.is og heillastu með okkur af Trixie heiminum

 

Nýtt frá &tradition – Flowerpot veggljós

Spennandi vornýjung frá &tradition

Flowerpot vegglampi í 6 ólíkum litum. Flowerpot lampinn var hannaður árið 1968 af Verner Panton og er í dag ein þekktasta danska hönnunin, tímalaus klassík sem flestir þekkja. Þó komst vegglampinn aldrei í framleiðslu, fyrr en núna mörgum árum síðar til heiðurs Verner Panton og í náinni samvinnu við Panton fjölskylduna.

&tradition hefur nú stækkað Flowerpot fjölskylduna og kynnir splunkunýtt Flowerpot VP8 veggljós sem fáanlegt er í svörtu, hvítu, ljósgráu, grey-beige, beige-red og sinnepsgulum!

Kynntu þér úrvalið í vefverslun Epal.is. Verð 43.900 kr.

Epal Gallerí – Vantar þig sýningarrými?

Lumar þú á góðri hugmynd sem þú vilt að fleiri fái að njóta?
Epal Gallerí er lifandi vettvangur fyrir hönnuði og listamenn til að koma sköpun sinni á framfæri og til að styðja við fjölbreytileika í miðborginni. Hér getur þú sýnt þín verk, skapað hönnun eða list, haft Pop-up viðburði og ýmislegt fleira skemmtilegt.
Epal Gallerí er staðsett á frábærum stað við Laugaveg 7, á neðri hæð verslunarinnar.
Hægt er að sækja um á vefsíðu Epal.is þær dagsetningar sem henta best, og þú munt heyra frá okkur.
Láttu orðið berast,

Lentz Copenhagen – fyrir alvöru sælkera

LENTZ Copenhagen er nýjung í Epal sem alvöru sælkerar mega alls ekki láta framhjá sér fara.

Lentz Copen­hagen er sann­kallað hand­verk er kem­ur að sæt­um mol­um til að narta í eða deila með öðrum. Á bak við merkið stend­ur Michael Jacqu­es Lentz sem er ekki bara bak­ari, held­ur einnig sæl­gæt­is­gerðasmiður og stór­kost­leg­ur súkkulaðifram­leiðandi.
Lentz stend­ur sjálf­ur í eld­hús­inu á vinnu­stofu rétt fyr­ir utan Kaup­manna­höfn þar sem heima­gerðar kara­mell­ur og súkkulaði er hand­unnið af mik­illi alúð og virðingu fyr­ir hrá­efn­inu. Hann sæk­ir inn­blást­ur hvaðanæva að úr heim­in­um, en þó sér­stak­lega til Par­ís­ar­borg­ar. Vör­urn­ar frá Lentz fást í versl­un­um á borð við Harrods í London, D‘Angla­ter­re hót­el­inu og nú loks­ins í Epal.

Cocohagen – lífrænt, sykurlaust og ljúffengt!

Cocohagen eru danskar og lífrænar kakótrufflur án viðbætts sykurs. Cocohagen var stofnað með þá löngun að búa til nýjan valkost við hefðbundið sælgæti, jafn mjúkt og dásamlega sætt… en framleitt úr 100% náttúrulegum hráefnum!

Cocohagen er 100% lífrænt, án viðbætts sykurs, glúten og laktósafrítt og án allra aukaefna, rotvarnaefna og pálmaolíu. Við mælum með að þú smakkir.

Skoðaðu einnig vefsíðu Cocohagen þar sem finna má enn fleiri upplýsingar um vörumerkið og uppruna alls hráefnis.

Vipp x André Saraiva, The Amour Edition

Franski götulistamaðurinn André Saraiva og Vipp kynna nú einstakt samstarfsverkefni í takmörkuðu upplagi sem ber heitið Amour. Amour Edition samanstendur af Vipp eldhúsi og Vipp ruslatunnu sem dýft hefur verið í bleikan einkennislit André Saraiva og skreytt svörtum graffitímyndum eftir listamanninn. Amour samstarfið er sprottið út frá sérhönnuðum Vipp ruslatunnum sem hann valdi fyrir hótel sitt Amour í París og vakið hefur mikla athygli.

Bleikar Amour ruslatunnur frá Vipp eru væntanlegar í mjög takmörkuðu upplagi! Vilt þú tryggja þér eintak?

Mags sófar frá HAY

Klassíski Mags sófinn frá HAY er einn af okkar vinsælustu sófum og eigum við núna til nokkrar gerðir á lager.
Mags sófinn samanstendur af margnota einingum svo hægt er að sérsníða sófann eftir þínum hugmyndum, með legubekk, horneiningu eða viðbótarsætum til að henta hverju rými.

Uppgötvaðu HAY heiminn í verslunum Epal.

Hay er danskt hönnunarmerki sem slegið hefur í gegn á heimsvísu fyrir skemmtilegt úrval af hönnunarvörum, húsgögnum, mottum og smávörum fyrir heimilið og skrifstofuna. Markmið Hay er að framleiða einstaka gæða hönnun á góðu verði með virðingu fyrir danskri hönnunarsögu og hefðum.

Posted in Óflokkað