Til að fagna yfir 70 ára samstarfi Hans J. Wegner og Carl Hansen & Son er Wishbone stóllinn nú kynntur í níu nýjum litum sem sérvaldir eru af heimsþekkta hönnuðinum Ilse Crawford.
Hans J. Wegner hannaði Wishbone stólinn árið 1949 fyrir Carl Hansen og hefur stóllinn verið framleiddur samfellt í meira en 70 ár. Til að fagna þessum tímamótum hefur Ilse Crawford valið níu matta liti sem gefa stólnum nýtt yfirbragð. Hönnuðurinn segist hafa sótt innblástur sinn í verk danska listamannsins Per Kirkeby, þar sem litirnir ná að fanga fegurð norræns landslags.
“Litirnir eru klassískir og stjórnast ekki af tískustraumum líðandi stundar, heldur litir sem færa dýpt og margbreytileika á hvaða heimili sem er”, segir Ilse.
Wishbone stóllinn (CH24) í nýjum litum verður kynntur frá mars til desember 2022.
Pewter er fyrsti liturinn úr nýju línunni sem er fáanlegur og mun nýr litur vera kynntur í hverjum mánuði út árið.