LENTZ Copenhagen er nýjung í Epal sem alvöru sælkerar mega alls ekki láta framhjá sér fara.
Cocohagen eru danskar og lífrænar kakótrufflur án viðbætts sykurs. Cocohagen var stofnað með þá löngun að búa til nýjan valkost við hefðbundið sælgæti, jafn mjúkt og dásamlega sætt… en framleitt úr 100% náttúrulegum hráefnum!
Cocohagen er 100% lífrænt, án viðbætts sykurs, glúten og laktósafrítt og án allra aukaefna, rotvarnaefna og pálmaolíu. Við mælum með að þú smakkir.
Skoðaðu einnig vefsíðu Cocohagen þar sem finna má enn fleiri upplýsingar um vörumerkið og uppruna alls hráefnis.
Franski götulistamaðurinn André Saraiva og Vipp kynna nú einstakt samstarfsverkefni í takmörkuðu upplagi sem ber heitið Amour. Amour Edition samanstendur af Vipp eldhúsi og Vipp ruslatunnu sem dýft hefur verið í bleikan einkennislit André Saraiva og skreytt svörtum graffitímyndum eftir listamanninn. Amour samstarfið er sprottið út frá sérhönnuðum Vipp ruslatunnum sem hann valdi fyrir hótel sitt Amour í París og vakið hefur mikla athygli.
Bleikar Amour ruslatunnur frá Vipp eru væntanlegar í mjög takmörkuðu upplagi! Vilt þú tryggja þér eintak?
Óflokkað
Mags sófar frá HAY
Klassíski Mags sófinn frá HAY er einn af okkar vinsælustu sófum og eigum við núna til nokkrar gerðir á lager.
Mags sófinn samanstendur af margnota einingum svo hægt er að sérsníða sófann eftir þínum hugmyndum, með legubekk, horneiningu eða viðbótarsætum til að henta hverju rými.
Uppgötvaðu HAY heiminn í verslunum Epal.
Hay er danskt hönnunarmerki sem slegið hefur í gegn á heimsvísu fyrir skemmtilegt úrval af hönnunarvörum, húsgögnum, mottum og smávörum fyrir heimilið og skrifstofuna. Markmið Hay er að framleiða einstaka gæða hönnun á góðu verði með virðingu fyrir danskri hönnunarsögu og hefðum.
Innköllun á Sebra leikgrind
Ákveðið hefur verið að kalla inn leikgrindur frá Sebra með lotunúmerum 106398, 2357, 2356, 2250 og 2073 vegna mögulegs galla. Gallinn er talinn geta valdið því að snúra með hangandi leikföngum á getur slitnað og smáir hlutir losnað sem geta valdið köfnunarhættu fyrir ung börn.
Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda og hvetjum ykkur til að hætta notkun á leikgrindinni samstundis og skila til okkar í Epal gegn endurgreiðslu.
Jólaandinn svífur yfir í verslunum Epal og höfum við fengið til okkar hönnuði og annálaða fagurkera sem dekka jólaborð í hverri viku fram að jólum í Epal Skeifunni.
Elva Hrund Ágústsdóttir dekkaði upp jólaborðið í Epal vikuna 8. desember – 14.desember. Elva Hrund er menntaður innanhússráðgjafi frá Danmörku og starfar sem stílisti og blaðamaður hjá matarvef mbl.is. Borðbúnaðurinn sem sem Elva Hrund lagði á borðið ásamt tauservíettum og gylltum ostruskálum er frá Ferm Living, glösin eru frá Frederik Bagger og gylltir kertastjakar eru frá Nordic Tales. Allt fáanlegt í Epal.
54°Celsius býður upp á óvenjuleg og einstök kerti sem stela senunni. Kertin eru seld um allan heim ásamt í verslunum Epal. Þórunn Árnadóttir er aðalhönnuður og annar eigandi 54°Celsius. Tarot ilmkertin eru nýjung frá 54°Celsius sem við erum mjög spennt fyrir. Letterpress prentað Tarot spil að framan ásamt Tarot lestri að aftan gerir kertið að góðri gjöf. Hvert ilmkerti er innblásið af hverju Tarot spili fyrir sig, Death, The Magician, The Lovers, The Hermit, The Fool, The High Priestess.
Öll fáanleg í vefverslun Epal.is
Jólaandinn svífur yfir í verslunum Epal og höfum við fengið til okkar hönnuði og annálaða fagurkera sem dekka jólaborð í hverri viku fram að jólum í Epal Skeifunni.
Kári Sverriss ljósmyndari dekkaði upp glæsilegt jólaborð í Epal Skeifunni sem stendur til 7. desember. Kári Sverriss er mikill smekkmaður og tekur að sér ljósmyndaverkefni á alþjóðavettvangi við góðan orðstýr, ásamt því heldur hann úti vinsælum Instagram miðli @appreciate_thedetails ásamt unnusta sínum Ragnari Sigurðssyni, innanhússarkitekt. Saman vinna þeir að gerð sjónvarpsþátta um heimili og hönnun sem væntanlegir eru vorið 2022.