Danska hönnunarmerkið NoFred skapar falleg og vönduð húsgögn og smávörur fyrir börn sem hvetja til samveru fjölskyldunnar. Hver vara er hönnuð með það í huga að heilla jafnt fullorðna sem börn og hefur þann eiginleika að falla vel að innréttingum heimilisins – og gerir það að verkum að vörurnar fá sín notið í fleiri rýmum en barnaherberginu einu. Með tímalausa hönnun, óaðfinnanleg gæði og framúrskarandi handverk munu NoFred vörurnar fara kynslóða á milli.
NoFred fæst í Epal Skeifunni.
Auping eru umhverfisvæn rúm með áherslu á gæði, fallega hönnun og þægindi. Auping hefur skarað fram úr í hönnun í mörg ár og er útkoman bæði nútímaleg og klassísk hágæða rúm sem hægt er að setja saman og breyta á óteljandi vegu. Með Auping færðu gæði, góða hönnun og framúrskarandi nýsköpun allt í einu rúmi.
Með yfir 130 ára þekkingu ásamt nýjustu þróun á sviði tækni og vinnuvistfræði tryggir Auping að veita hágæða svefn og fallega, nútímalega hönnun með virðingu fyrir umhverfinu.
Auping hefur hlotið verðskulduga viðurkenningu fyrir þetta í gegnum árin, með mörgum verðlaunum og vottunum varðandi endingu, áreiðanleika, gæði og hönnun. Einnig vinnur Auping í samræmi við hugmyndafræði Cradle to Cradle / frá vöggu til grafar (C2C).
Vaknaðu orkuríkari á hverjum degi
Heilbrigt og orkuríkt líf byrjar með góðum nætusvefn. Með Auping rúmi byrjar þú daginn vel hvíld/ur og full/ur af orku. Auping býður upp á svefnþægindi á hæsta stigi og sameinar margra ára þekkingu ásamt nýjustu þróun á sviði tækni, vinnuvistfræði og hönnunar, sem gerir rúmunum kleift að veita besta stuðninginn og veita framúrskarandi loftföndun.
Komdu við hjá okkur í Epal Skeifunni og fáðu ráðgjöf sérðfræðings varðandi val á Auping rúmi fyrir þig.
Five Oceans er nýtt og spennandi vörumerki í Epal sem er einstaklega umhverfisvænt og samanstendur af öflugum þvotta- og hreinsivörum fyrir heimilið sem eru betri fyrir umhverfið.
Five Oceans hreinsivörurnar eru gerðar úr náttúrulegum og niðurbrjótanlegum hráefnum og þróaðar með sjálfbærni og umhverfisvernd að leiðarljósi. Five Oceans er splunkuný græntækni sem þróuð var til að framleiða þvotta- og hreinsivörur sem eru jafn virkar og aðrar leiðandi hreinsivörur á markaðnum en með minni áhrifum á vistkerfi hafsins.
Vörurnar eru vegan, ekki prófaðar á dýrum og eru umbúðir gerðar úr 100% endurunnu plasti.
Five Oceans vörulínan samanstendur af ýmsum hreinsiefnum fyrir heimilið, þvottinn og hendur.
Mælingar sýna að þegar hreinsiefni frá Five Oceans skila sér út í hafið þarf 10 lítra af hreinum sjó til að hlutleysa efnin á meðan hefðbundin hreinsiefni á markaðnum þurfa um 11.600 lítra að meðaltali.
Five Oceans virka jafn vel og önnur sterkari hreinsiefni en eru betri fyrir umhverfið!
Við kynnum nýtt og spennandi tilboð á glæsilegum Calmo sófum frá Fredericia. 20% afsláttur af Calmo sófum sem gildir til 1. desember 2021.
Fredericia Furniture er danskur húsgagnaframleiðandi með sögu sem nær aftur til ársins 1911. Fredericia framleiðir hágæða húsgögn með áherslu á handverk og þá fagurfræði sem dönsk húsgagnahönnun er þekktust fyrir. Kynntu þér Calmo sófana hjá okkur í Epal Skeifunni.
Forsala er hafin – Desember
Bókin Desember er nýjasta ljósmyndabókin frá Home and Delicious.
Halla Bára Gestsdóttir og Gunnar Sverrisson vinna bókina í samstarfi við mæðgurnar Margréti Jónsdóttur, leirlistakonu á Akureyri, og Móheiði Guðmundsdóttur. Bókin er um desember, aðventuna og jólin – stemmningu, innblástur og hugmyndir fyrir þennan árstíma og fylgst er með mæðgunum eyða sínum desember. Einnig eru í bókinni rúmlega 20 uppskriftir sem Margrét og Móheiður nota til að fylla desemberdagana birtu og yl. Desember er bók sem mun verða tekin úr bókahillunni ár eftir ár.
Smelltu hér til að tryggja þér eintak í forsölu með 10% afslætti.
Eftirsótti Nomi stóllinn er hannaður af engum öðrum en Peter Opsvik sem þekktastur er fyrir hönnun sína á einum þekktasta barnastól í heiminum í dag, Tripp Trapp.
Tripp Trapp stólinn hannaði Opsvik fyrir dóttur sína árið 1972 en Nomi stólinn hannaði hann hinsvegar fyrir barnabarn sitt og byggði þá á áratuga reynslu, þekkingu og prófunum á Tripp Trapp með það í huga að hanna besta og öruggasta barnastól í heimi, jafnt í útliti sem notagildi. Svo virðist sem ætlun hans hafi tekist því Nomi stóllinn er dásamaður af öllum sem hann prófa og hefur stóllinn hlotið ótal verðlaun og viðurkenningar, m.a. sem besti barnastóllinn í Noregi 2019.
Nomi stólinn er hægt að nota strax frá fæðingu barns með sérstöku ungbarnasæti sem dugar til ca. 6 mánaða aldurs. Því er síðan skipt út fyrir barnasæti þar til barnið er orðið nægilega stórt að það þurfi ekki auka stuðning og geti klifrað í og úr stólnum án hjálpar. Nomi stóllinn hentar án aukahluta fyrir barnið fram yfir unglingsárin.
Nomi hefur verið prófaður samkvæmt alþjóðlegum öryggisstöðlum og kemur best út af öllum öðrum barnastólum. Viðurinn í stólnum er samkvæmt alþjóðlegum FSC stöðlum á meðan að plast partarnir eru gerðir úr endurunnu plasti (polypropylene) án parabena og þala sem talin eru geta verið skaðleg ungum börnum.
Margverðlaunaður stóll
Nomi hefur m.a. hlotið virtu RED DOT hönnunarverðlaunin í flokknum „Best of the best“. Niðurstöðu dómara má lesa hér að neðan, en stóllinn hefur einnig rakað inn alþjóðlegum verðlaunum fyrir framúrskarandi hönnun og öryggi.
»In the world of children’s furniture, Nomi is an exception. The simplicity and aesthetic appeal of this high chair are impressive. It demonstrates a completely new use of form, free of the usual clichés of shape. Based on a well thought-out functional concept, this chair is easy to adjust and grows along with the children. In addition to its thorough flexibility it also offers a high level of safety.«
Foreldravænn stóll
Nomi er einnig mjög jákvæður fyrir foreldra! Stóllinn er léttur og vegur ekki nema 5 kg sem gerir auðvelt fyrir að færa hann til um heimilið. Eða hengja hann á borðið þegar gólfið er þrifið. Litlir gúmmí hnappar undir stólnum koma í veg fyrir að borðið rispist og það er einfalt og fljótlegt að þrífa Nomi með rökum klút.
Hægt er að hanna þinn stól frá grunni, – velja úr mörgum litum fyrir bak og sessu, uppistöðu er hægt að fá svarta, hvíta, natur og hnotu, ásamt því að bæta við ungbarnasæti, bólstri, bakka og beisli. Allt til að Nomi stóllinn passi vel við heimilið og henti stíl fjölskyldunnar.
Sjáðu úrvalið í vefverslun Epal –
Við höfum opnað glæsilega verslun í Smáralind þar sem finna má frábært úrval af vandaðri hönnunarvöru frá vörumerkjum eins og Ferm Living, Hay, Frederik Bagger, By Lassen ásamt góðu úrvali af barnavörum frá Sebra ásamt mörgum öðrum vinsælum vörumerkjum sem njóta vinsælda á meðal hönnunarunnenda.
Epal fagnar í ár 46 ára starfsafmæli sínu en frá upphafi hefur markmið Epal verið að auka skilning og virðingu Íslendinga á góðri hönnun og gæðavörum. Það hefur verið gert með því að kynna góða hönnun og bjóða viðskiptavinum Epal þekktar hönnunarvörur frá Norðurlöndunum og víðar.
Nýja verslun Epal er staðsett á efri hæð Smáralindar.
Við bjóðum nú 20% afslátt af öllum sófum, stólum og borðum frá danska húsgagnaframleiðandanum Eilersen sem gildir til 2. október.
Sófarnir frá Eilersen koma í fjölmörgum stærðum og með mismunandi áklæðum og því auðvelt að útbúa sófa sem hentar þér og þínu heimili. Eilersen býður einnig glæsilegt úrval af sófaborðum og hægindarstólum.
Danski húsgagnaframleiðandinn Eilersen eru heimsþekktir í dag fyrir gæði, þægindi og góða hönnun, en sögu þeirra má rekja aftur til ársins 1895 en í dag er fyrirtækið rekið af fjórðu kynslóð Eilersen fjölskyldunnar.
Verið velkomin til okkar í Epal Skeifunni og kynnið ykkur gæði Eilersen.