MULTI er lína af vösum og skálum sem hæfa hvers kyns blómum og tilefnum. Galdurinn í Multi vösunum er að einungis eitt mót er notað við blástur glerhlutanna, en eftirá eru vasarnir unnir í kaldri vinnu, svo úr verða mismunandi vasar og skálar. Form vasanna er sterkt og grípandi og við hvern skáskurð fá þeir nýja ásýnd og hlutverk. Multi línan er hönnuð af Rögnu Ragnarsdóttur fyrir FÓLK og vasarnir eru munnblásnir í Tékklandi.
Þú finnur MULTI vasana í vefverslun Epal.is
KINTO er japanskt lífstílsmerki sem býður upp á vandaðar vörur fyrir heimilið með einfaldleikann að leiðarljósi og sameina í vöruúrvali sínu japanska fagurfræði og notagildi. Hversdagslegar vörur sem auðga daglegt líf, falleg ferðamál, borðbúnaður, vasar, blómapottar, matarstell fyrir börnin og margt fleira.
KINTO er nýtt vörumerki í Epal, kynntu þér glæsilegt úrval í vefverslun Epal.is
Öll húsgögn þarfnast viðhalds
Guardian ver húsgögnin þín og viðheldur fegurð þeirra og verðgildi með vörulínum sem eru sérstaklega hannaðar til að verja leður og við ásamt því að bjóða úrval af vörum fyrir textíl, gler, stál ásamt blettahreinsum og húsgagnalyktareyði svo fátt eitt sé nefnt.
Við hjá Epal mælum með því að hugsa vel um húsgögnin þín með því að bera á þau og hreinsa til að þau haldist falleg um ókomna tíð.
Við hvetjum ykkur til að kynna ykkur betur gæða vörur frá Guardian sem viðurkenndar eru af okkar helstu framleiðendum.
Í húsgagnadeild okkar í Epal Skeifunni færð þú faglega ráðgjöf hvaða viðhaldsvara hentar þínu húsgagni.
Sjá einnig í vefverslun Epal https://www.epal.is/vorumerki/guardian og á heimasíðu Guardian
Sebra er danskt hönnunarfyrirtæki sem framleiðir vönduð húsgögn og smávörur fyrir barnaherbergi sem njóta mikilla vinsælda. Nýlega leit vörulínan Nightfall dagsins ljós og er hún FSC™ vottuð og skreytt heillandi skógardýrum. Sjón er sögu ríkari.
Sjáðu Sebra vöruúrvalið í vefverslun Epal.is
Gefið hefur verið út leiðbeiningarit með dæmum um vel heppnaða litasetningu húsa sem samræmist aldri þeirra og gerð. Ritið er samstarfsverkefni framtakssamra einstaklinga og hönnuða sem hlutu fyrir því styrk úr Húsafriðunarsjóði og fengu Minjastofnun, Borgarsögusafn Reykjavíkur og Húsverndarstofu í lið með sér við vinnslu þess. Litaspjald sögunnar er aðgengilegt í pdf útgáfu á vef Minjastofnunar Íslands, Húsverndarstofu og Epal en verður einnig fáanlegt útprentað í helstu málningarvöruverslunum.
Litaspjald sögunnar bæklingurinn er aðgengilegur á heimasíðu Húsverndarstofu www.husverndarstofa.is og hér: https://borgarsogusafn.is/…/litaspjald_sogunnar_web.pdf
Höfundar leiðbeiningabæklingsins Litaspjald sögunnar munu leiða kvöldgöngu sem Borgarsögusafn Reykjavíkur stendur fyrir fimmtudaginn 29. júlí kl. 20.
Fjallað verður um hús sem koma fyrir í nýja leiðbeiningabæklingnum. Litaspjaldið tekur mið af íslenskri húsagerðasögu og er ætlað að aðstoða þá sem vilja virða sögu húsa sinna, kinka kolli til uppruna þeirra og láta það verða hluta af fallegum samhljómi lita. Húsin sem fjallað verður um eru frá mismunandi tímaskeiðum og þykja til fyrirmyndar hvað varðar litaval.
Gangan hefst í Grófinni kl. 20 og er öllum velkomin.
ATH! Gestir eru beðnir um að gæta fyllstu sóttvarna samkvæmt gildandi reglugerðum
Litir hafa áhrif á líðan okkar. Þeir móta skynjun okkar á umhverfinu og hafa bein áhrif á tilfinningalífið. Litasamsetningar eru breytilegar, fara eftir tíðaranda, tísku og smekk, og endurspegla þannig menn – ingu okkar og sögu.
Íslendingar hafa verið óhræddir við breytingar og sá eiginleiki endurspeglast gjarnan í því hvernig við málum húsin okkar. Sumir sjá liti húsa sem táknmynd einstaklingsfrelsis og mála í skærum litum sem kalla á augað eða tefla saman ólíklegustu litum. En oft tekst vel til og litavalið undirstrikar stíl og svipmót byggingarinnar, það gleður augað og eykur gildi hússins og umhverfisins.
Í miðbæ Reykjavíkur má víða sjá byggingar í fallegum litum, jafnvel heilar götumyndir þó sums staðar hafi einnig tekist misjafnlega til. Ég geng mikið um bæinn og á einni slíkri göngu kviknaði hug – myndin um að útbúa mætti litaspjald til að auðvelda fólki að velja liti sem hæfðu eldri húsum og umhverfi þeirra. Litaspjald sem tæki mið af íslenskri húsagerðarsögu og gæti verið til leiðbeiningar og aðstoðar þeim sem vilja sýna húsum sínum tilhlýðilega virðingu, kinka kolli til uppruna þeirra og láta þau verða hluta af fallegum samhljómi lita.
Í vor veitti Minjastofnun Íslands styrk úr húsafriðunarsjóði til að þróa litaspjald í þessum anda og í framhaldinu var myndaður starfs – hópur um verkefnið, fólks sem unnið hefur við endurgerð eldri húsa um árabil. Verkefnið hefur verið gefandi og skemmtilegt og hópur – inn hefur unnið vel saman. Afraksturinn er að finna í þessu leiðbein – ingariti þar sem birtar eru ljósmyndir af tuttugu og átta eldri húsum frá mismunandi tímaskeiðum sem þykja til fyrirmyndar hvað varðar litaval og samhengi við uppruna og stíl húsanna.
Litaprufur og litanúmer fylgja með til að auðvelda þeim sem hyggj – ast mála eldri byggingar að sækja sér innblástur og leiðbeiningar. Litanúmerin fylgja alþjóðlegu kerfi, NCS, sem er óháð framleið – endum en íslenskir málningarframleiðendur hafa góðfúslega styrkt útgáfuna.
Flest kjósum við að umhverfi okkar myndi samhljóm og sé að – laðandi. Það á sérstaklega við um gróin hverfi og borgarhluta. Við eigum að bera virðingu fyrir hönnun og uppruna húsa, sér í lagi þegar kemur að eldri byggingum og velja þeim liti sem samræmast uppruna þeirra og sögu.
Eyjólfur Pálsson
Við bjóðum nú 20% afslátt af PLAYdinner Swing stólum frá bruunmunch í svörtu eða brúnu leðri / með eða án arma.
Afslátturinn gildir til 31. ágúst 2021.
Verð án arma: 101.250 kr. Tilboðsverð: 81.000 kr.
NÝTT FRÁ HUMDAKIN – gæða vörur fyrir hár og líkama
“Minn draumur var að útbúa ómótstæðilegar lúxus húð og hárvörur og eftir tvö ár af vöruþróun kynnum við loksins vörur sem við erum svo innilega ánægðar með og standast þær samanburð við fagvörur og eru einnig þægilegar í notkun.” Segir Camilla Schram um nýju vörulínuna sem inniheldur sjampó, næringu, líkamssápu og body lotion.
Vörurnar innhalda náttúruleg ilmefni og olíur og eru án sílikon, SLS (sódíum lárýl súlfat) eða annara sterkra rotvarnaefna. “Það var okkur mikilvægt að vörurnar væru án súlfats og sílikons, bæði til þess að standast samanburð við aðrar fagvörur á markaðnum, og einnig til að þyngja hárið ekki né þurrka það, en á sama tíma leyfa nærandi innihaldsefnum eins og hafþyrni, kamillu ásamt mysupróteini að smjúga inn í hárið og næra.”
Líkamskremið er milt og nærandi sem hentar öllum húðgerðum. B og E vítamín halda húðinni rakri og shea smjör, möndlu og apríkósuolía hjálpa til við að halda húðinni mjúkri og nærðri. Líkamskremið smýgur hratt inn í húðina, það er vegan og er ekki prófað á dýrum.
Baðlínan kemur í bæði 500 ml og 750 ml ásamt 30 ml ferðastærð. Hentar öllum hárgerðum og daglegum þvotti.
Sjáðu vöruúrval Humdakin í vefverslun Epal.is
Humdakin er danskt vörumerki sem býður upp á úrval af hágæða og nútímalegum hreinsivörum sem eru auðveldar í notkun, góðar fyrir húðina og áhrifaríkar. Vörurnar eru gerðar úr miklum gæðum og eru margar 100% lífrænar og án aukaefna. Vörulínan er innblásin af dönskum ströndum og skógum, með meðvitund um áhrif á umhverfið og er meðal annars allur textíll gerður úr GOTS vottuðum bómull og hreinsivörur ásamt sápum eru án parabena og litaefna. Humdakin viðarvörur eru að auki handgerðar úr 100% lífrænum bambusvið frá Indlandi. Humdakin línan inniheldur allskyns hreinsivörur, handsápur og handáburð ásamt gæða hekluðum viskastykkjum og borðtuskum gerðum úr 100% lífrænum bómull.
Endeavour er danskt hönnunarmerki sem framleiðir hnífa og eldhúsáhöld fyrir fagfólk sem aðgengilegt er fyrir alla matarunnendur.
Nikolaj Kirk og Mikkel Maarbjerg sem báðir eru þekktir matreiðslumenn í Danmörku, eru hönnuðir Endeavour. Eitt meginmarkmið þeirra var að framleiða hnífa og aðrar eldhúsvörur sem uppfylla strangar kröfur þeirra sem atvinnukokkar og seldar eru til hins almenna notanda.
Nikolaj Kirk er vinsæll sjónvarpskokkur og Mikkel Maarbjerg hefur verið sæmdur Michelin stjörnum nokkrum sinnum. Saman reka þeir matreiðslu stúdíóið KIRK+MAARBJERG.
Endeavour serían er vönduð, tímalaus og hönnuð til þess að verða á meðal þinna uppáhalds áhalda í eldhúsinu.
Sjáðu úrvalið í vefverslun Epal.