Íslensk hönnun á forsíðu Nordic Living

Það er ánægjulegt að sjá íslenska hönnun njóta sín á fallegu heimili sem prýðir forsíðu Nordic Living, tímariti sem gefið er út tvisvar sinnum á ári af Bo Bedre.

Regina blómavasar er hönnunin sem um ræðir, eftir Ingólf Örn Guðmundsson iðnhönnuð og fást þeir í Epal.
Regina er einfaldur þrýhyrndur vasi sem má raða saman á ólíka vegu eftir hæð eða lit. Vasinn getur staðið einn og sér eða sem vasi fyrir greinar eða blóm. Regina kemur í þremur mismunandi hæðum: 36 cm, 29 cm og 24 cm og í svörtu eða gráu.
Sjáðu úrvalið í vefverslun Epal: https://www.epal.is/vorur/islensk-honnun/regina/

CH24 úr mahóní – aðeins þann 8. apríl

HANS J. WEGNER AFMÆLISÚTGÁFA · CH24
Einstakur safngripur · háglansandi mahóní
Til að fagna merkri arfleið Hans J. Wegner kynnir Carl Hansen & Søn einstaka viðhafnarútgáfu af Wishbone stólnum í takmörkuðu upplagi úr vottuðu mahóní, glæsilegum og sjaldgæfum við sem einkennist af djúpum og jöfnum lit.
CH24 afmælisútgáfan verður aðeins fáanleg þann 8. apríl 2021
Verð: 139.000.-

Páskaopnun í verslunum Epal

Eftirfarandi má finna opnunartíma yfir páskahátíðina í verslunum Epal í Skeifunni og Epal Kringlunni.
Skírdagur – LOKAÐ / Epal Kringlunni 12 – 17
Föstudagurinn langi – LOKAÐ
Laugardagur – Epal Skeifunni LOKAÐ / Epal Kringlunni 11 – 18
Páskadagur – LOKAÐ
Annar í páskum – LOKAÐ
Lokað verður yfir páska í Epal Skeifunni, 1. – 5. apríl. Opnum aftur þriðjudaginn 6. apríl í Skeifunni.
Vefverslun Epal er opin allan sólarhringinn þar sem þú getur skoðað yfir 9 þúsund vörur; gjafavöru, húsgögn og ljós eftir frægustu hönnuði heims.
Njóttu þess að versla heima í stofu í rólegheitum. https://www.epal.is/

Spennandi vornýjungar frá Moomin

Nýjar og æðislegar Moomin vörur eru mættar í verslanir Epal og í vefverslun Epal.is og eru aðalpersónurnar að þessu sinni Múmínmamma og Fillífjónkan. Kíktu við á úrvalið!
“Múmínmamma er máttarstólpi Múmíndals og hjarta Múmínhússins, blíð og snjöll móðurímynd sem lætur ekkert á sig fá. Fjölskyldan nýtur ekki bara góðs af samkennd hennar heldur er hún tilbúin að hugsa vel um alla þá sem heimsækja Múmínhúsið.
Múmínmamma kann svo sannarlega að njóta lífsins. Hún er með vinnukonu á heimilinu af því að Fillífjónkan telur að fjölskyldan þurfi aðstoð við að ná reiðu á óskipulagða heimilið.
“Frú Fillífjónka er þriggja barna móðir og er hún afar snyrtileg og skipulögð manneskja. Hún er heltekin af heimilisþrifum og er uppá sitt besta þegar henni gefst færi á að skipuleggja almennilega vorhreingerningu.
Dag einn mætir geðlæknir í Múmíndal og læknar frú Fillífjónku af hreingerningar-áráttunni. Þegar heimili hennar fer smám saman að hrörna ákveður Múmínmamma á sinn einstaka hátt að aðstoða Fillífjónkuna við að fá aftur ástríðu fyrir þrifum.”

Mission sófar frá Eilersen á góðu tilboði

Við bjóðum nú 25% afslátt af Mission sófum frá danska húsgagnaframleiðandanum Eilersen* sem gildir til 31. ágúst 2021.

Mission sófarnir koma í fjölmörgum stærðum og með mismunandi áklæðum og því auðvelt að útbúa sófa sem hentar þér og þínu heimili. Mission sófinn er í klassískum skandinavískum stíl ásamt því að vera einstaklega þægilegur sem er einmitt það sem Eilersen eru þekktastir fyrir.

Danski húsgagnaframleiðandinn Eilersen eru heimsþekktir í dag fyrir gæði og góða hönnun, en sögu þeirra má rekja aftur til ársins 1895.

Áherslur Eilersen hafa breyst með tímanum og framleiða þeir í dag hágæða bólstruð húsgögn sem þykja með þeim allra vönduðustu. Í dag rekur fjórða kynslóð Eilersen fjölskyldunnar verksmiðjuna sem einbeitir sér að hönnun og smíði á gæða sófum sem njóta mikilla vinsælda um heim allan fyrir einstök gæði og fallega hönnun.

Verið velkomin til okkar í Epal Skeifunni og kynnið ykkur gæði Eilersen sófanna.

 

Form stólar frá Normann Copenhagen með 20% afslætti

Við bjóðum nú 20% afslátt af vinsælu Form stólunum frá Normann Copenhagen – allar gerðir! Nýttu þér afsláttinn sem gildir til 1. apríl 2021. Form stólarnir eru hönnun eftir Simon Legald sem hlaut virtu iF hönnunarverðlaunin árið 2016 fyrir þessa frábæru hönnun. Form stólarnir eru í senn einstaklega þægilegir, formfagrir og henta vel í hvaða rými sem er; hvort sem það er fyrir heimilið eða opinber rými.
Kynntu þér úrvalið í Epal Skeifunni.

20% afsláttur af Montana náttborðum

Við kynnum nýtt og spennandi tilboð á vinsælu náttborðunum frá Montana. Dagana 1. febrúar – 6. mars bjóðum við 20% afslátt af Montana náttborðum. Í boði eru 3 gerðir, veggfestar, með sökkli eða á fótum. Dýpt 30 cm og hægt er að velja úr 40 litum.

Komdu við til okkar í Epal Skeifunni og kynntu þér úrvalið – einnig er hægt að senda tölvupóst á Stefanie@epal.is fyrir frekari upplýsingar.

Love lakkrísinn er kominn í Epal

LOVE lakkrísinn er mættur í Epal. Fruity Caramel er ljúffengur saltur lakkrís með Dulce de Leche súkkulaði og sólberjum, og Strawberry & Cream er sætur súkkulaðihjúpaður lakkrís með jarðarberjum og rjóma.
LOVE lakkrísinn er ómótstæðilegur og við mælum með að smakka báðar tegundir.

Ef þú ert að leita að hinni fullkomnu tækifærisgjöf handa ástinni þinni þá er LOVE lakkrísinn sjálfur frá Lakrids by Bülow ómótstæðilega góður og ekki skemmir fyrir hversu fallega hannaðar umbúðirnar eru. LOVE lakkrísinn er tilvalinn til að deila með ástinni sinni.

Sjáðu úrvalið í vefverslun Epal 

Vinsæla lakkrísduftið frá Lakrids by Bülow er komið aftur

Vinsæla lakkrísduftið frá Lakrids By Bülow er komið aftur. Það þykir ómissandi að margra mati við ýmsa matargerð, í morgungrautinn, í kaffið eða desertinn. Við mælum með að þú prófir!

Danska fyrirtækið Lakrids by Bülow sérhæfir sig í framleiðslu á handgerðum gæðalakkrís. Lakkrísinn er glútenlaus og án allra aukaefna og er því góður kostur fyrir þá sem vilja gera vel við sig. Lakrids by Bülow er líklega einn besti lakkrís sem hægt er að finna og er hann aðeins seldur í vel völdum verslunum þar sem gæði og hönnun haldast í hendur.

Sjáðu úrvalið í vefverslun Epal