Það er ánægjulegt að sjá íslenska hönnun njóta sín á fallegu heimili sem prýðir forsíðu Nordic Living, tímariti sem gefið er út tvisvar sinnum á ári af Bo Bedre.
Við bjóðum nú 25% afslátt af Mission sófum frá danska húsgagnaframleiðandanum Eilersen* sem gildir til 31. ágúst 2021.
Mission sófarnir koma í fjölmörgum stærðum og með mismunandi áklæðum og því auðvelt að útbúa sófa sem hentar þér og þínu heimili. Mission sófinn er í klassískum skandinavískum stíl ásamt því að vera einstaklega þægilegur sem er einmitt það sem Eilersen eru þekktastir fyrir.
Danski húsgagnaframleiðandinn Eilersen eru heimsþekktir í dag fyrir gæði og góða hönnun, en sögu þeirra má rekja aftur til ársins 1895.
Áherslur Eilersen hafa breyst með tímanum og framleiða þeir í dag hágæða bólstruð húsgögn sem þykja með þeim allra vönduðustu. Í dag rekur fjórða kynslóð Eilersen fjölskyldunnar verksmiðjuna sem einbeitir sér að hönnun og smíði á gæða sófum sem njóta mikilla vinsælda um heim allan fyrir einstök gæði og fallega hönnun.
Verið velkomin til okkar í Epal Skeifunni og kynnið ykkur gæði Eilersen sófanna.
Við kynnum nýtt og spennandi tilboð á vinsælu náttborðunum frá Montana. Dagana 1. febrúar – 6. mars bjóðum við 20% afslátt af Montana náttborðum. Í boði eru 3 gerðir, veggfestar, með sökkli eða á fótum. Dýpt 30 cm og hægt er að velja úr 40 litum.
Komdu við til okkar í Epal Skeifunni og kynntu þér úrvalið – einnig er hægt að senda tölvupóst á Stefanie@epal.is fyrir frekari upplýsingar.
LOVE lakkrísinn er mættur í Epal. Fruity Caramel er ljúffengur saltur lakkrís með Dulce de Leche súkkulaði og sólberjum, og Strawberry & Cream er sætur súkkulaðihjúpaður lakkrís með jarðarberjum og rjóma.
LOVE lakkrísinn er ómótstæðilegur og við mælum með að smakka báðar tegundir.
Ef þú ert að leita að hinni fullkomnu tækifærisgjöf handa ástinni þinni þá er LOVE lakkrísinn sjálfur frá Lakrids by Bülow ómótstæðilega góður og ekki skemmir fyrir hversu fallega hannaðar umbúðirnar eru. LOVE lakkrísinn er tilvalinn til að deila með ástinni sinni.
Sjáðu úrvalið í vefverslun Epal
Vinsæla lakkrísduftið frá Lakrids By Bülow er komið aftur. Það þykir ómissandi að margra mati við ýmsa matargerð, í morgungrautinn, í kaffið eða desertinn. Við mælum með að þú prófir!
Danska fyrirtækið Lakrids by Bülow sérhæfir sig í framleiðslu á handgerðum gæðalakkrís. Lakkrísinn er glútenlaus og án allra aukaefna og er því góður kostur fyrir þá sem vilja gera vel við sig. Lakrids by Bülow er líklega einn besti lakkrís sem hægt er að finna og er hann aðeins seldur í vel völdum verslunum þar sem gæði og hönnun haldast í hendur.