Endeavour – Vönduð dönsk hönnun fyrir atvinnukokka og alla matarunnendur

Endeavour er danskt hönnunarmerki sem framleiðir hnífa og eldhúsáhöld fyrir fagfólk sem aðgengilegt er fyrir alla matarunnendur.

Nikolaj Kirk og Mikkel Maarbjerg sem báðir eru þekktir matreiðslumenn í Danmörku, eru hönnuðir Endeavour. Eitt meginmarkmið þeirra var að framleiða hnífa og aðrar eldhúsvörur sem uppfylla strangar kröfur þeirra sem atvinnukokkar og seldar eru til hins almenna notanda.

Nikolaj Kirk er vinsæll sjónvarpskokkur og Mikkel Maarbjerg hefur verið sæmdur Michelin stjörnum nokkrum sinnum. Saman reka þeir matreiðslu stúdíóið KIRK+MAARBJERG.

Endeavour serían er vönduð, tímalaus og hönnuð til þess að verða á meðal þinna uppáhalds áhalda í eldhúsinu.

Sjáðu úrvalið í vefverslun Epal. 

15% afsláttur af Ambassador rúmum frá Jensen

Ambassador rúmin frá Jensen Beds eiga 15 ára afmæli og af því tilefni er 15% afsláttur af öllum Ambassador rúmum.*
 
Jensen rúmin eru gæðavottuð eftir alþjóðlegum stöðlum og bera einnig Svansmerkið, en strangar kröfur þess tryggja að Svansmerkt vara er betri fyrir umhverfið og heilsuna.
 
Jensen hefur framleitt gæðarúm frá árinu 1947 og hafa þeir hlotið verðlaun frá norska hönnunarráðinu fyrir þægindi, framleiðslu og góða hönnun.
Öll framleiðsla og hönnun fer fram í Noregi og eru rúmin sérsniðin hverjum og einum viðskiptavini með ótal möguleikum varðandi gormakerfi, yfirdýnur, áklæði, fætur, liti og allt útlit rúmsins, einnig er afhendingartími stuttur.
 
Öll rúm frá Jensen eru með 5 ára ábyrgð og 25 ára ábyrgð á rúmbotnum og gormakerfi.
Vertu velkomin í verslun okkar í Skeifunni 6 og sjáðu glæsilegan sýningarsal á efri hæð verslunar okkar þar sem hægt er að kynna sér Jensen rúmin betur.

Brúðargjafalistar í Epal

Er brúðkaup í vændum?

Við bjóðum væntanlegum brúðhjónum upp á þá þjónustu að útbúa gjafalista hjá okkur, það auðveldar oft gestum valið á réttu gjöfinni. Skráðu brúðargjafalistann í Epal og við gefum væntanlegum brúðhjónum fyrstu gjöfina ásamt afsláttarkóða sem gildir í vefverslun Epal.

Sumarlakkrísinn frá Lakrids by Bülow er ómótstæðilegur

Sumarlakkrísinn er kominn í Epal!
BÆRRIES frá Lakrids by Bülow er sumarlakkrísinn í ár og er hann bragðbættur með villtum bláberjum og berjum af hafþyrni! Alveg hreint ómótstæðilega góður, sjáðu úrvalið í vefverslun Epal.is

Skráðu þig í Epalklúbbinn í júní og þú gætir unnið sumarlakkrísinn frá Lakrids by Bülow, þú skráir þig á forsíðu Epal.is.

 

 

Hönnunarmars í Epal dagana 19. – 22. maí

Epal tekur þátt í Hönnunarmars þrettánda árið í röð með vandaðri sýningu á íslenskri hönnun eftir fjölbreyttan hóp íslenskra hönnuða.

Epal hefur haft að leiðarljósi frá stofnun árið 1975 að auka skilning og virðingu fyrir hönnun á Íslandi með því að velja hönnun og gæðavörur sem skara fram úr. Epal hefur alla tíð stutt íslenska hönnuði og lagt sig fram um að hjálpa þeim við að koma verkum sínum á framfæri og í framleiðslu og hluti af því er þátttaka í Hönnunarmars.
Opnunardagur sýningarinnar er miðvikudaginn 19. maí frá klukkan 12 – 18.

Verið hjartanlega velkomin á HönnunarMars í Epal.

Íslensk hönnun á forsíðu Nordic Living

Það er ánægjulegt að sjá íslenska hönnun njóta sín á fallegu heimili sem prýðir forsíðu Nordic Living, tímariti sem gefið er út tvisvar sinnum á ári af Bo Bedre.

Regina blómavasar er hönnunin sem um ræðir, eftir Ingólf Örn Guðmundsson iðnhönnuð og fást þeir í Epal.
Regina er einfaldur þrýhyrndur vasi sem má raða saman á ólíka vegu eftir hæð eða lit. Vasinn getur staðið einn og sér eða sem vasi fyrir greinar eða blóm. Regina kemur í þremur mismunandi hæðum: 36 cm, 29 cm og 24 cm og í svörtu eða gráu.
Sjáðu úrvalið í vefverslun Epal: https://www.epal.is/vorur/islensk-honnun/regina/

CH24 úr mahóní – aðeins þann 8. apríl

HANS J. WEGNER AFMÆLISÚTGÁFA · CH24
Einstakur safngripur · háglansandi mahóní
Til að fagna merkri arfleið Hans J. Wegner kynnir Carl Hansen & Søn einstaka viðhafnarútgáfu af Wishbone stólnum í takmörkuðu upplagi úr vottuðu mahóní, glæsilegum og sjaldgæfum við sem einkennist af djúpum og jöfnum lit.
CH24 afmælisútgáfan verður aðeins fáanleg þann 8. apríl 2021
Verð: 139.000.-

Páskaopnun í verslunum Epal

Eftirfarandi má finna opnunartíma yfir páskahátíðina í verslunum Epal í Skeifunni og Epal Kringlunni.
Skírdagur – LOKAÐ / Epal Kringlunni 12 – 17
Föstudagurinn langi – LOKAÐ
Laugardagur – Epal Skeifunni LOKAÐ / Epal Kringlunni 11 – 18
Páskadagur – LOKAÐ
Annar í páskum – LOKAÐ
Lokað verður yfir páska í Epal Skeifunni, 1. – 5. apríl. Opnum aftur þriðjudaginn 6. apríl í Skeifunni.
Vefverslun Epal er opin allan sólarhringinn þar sem þú getur skoðað yfir 9 þúsund vörur; gjafavöru, húsgögn og ljós eftir frægustu hönnuði heims.
Njóttu þess að versla heima í stofu í rólegheitum. https://www.epal.is/

Spennandi vornýjungar frá Moomin

Nýjar og æðislegar Moomin vörur eru mættar í verslanir Epal og í vefverslun Epal.is og eru aðalpersónurnar að þessu sinni Múmínmamma og Fillífjónkan. Kíktu við á úrvalið!
“Múmínmamma er máttarstólpi Múmíndals og hjarta Múmínhússins, blíð og snjöll móðurímynd sem lætur ekkert á sig fá. Fjölskyldan nýtur ekki bara góðs af samkennd hennar heldur er hún tilbúin að hugsa vel um alla þá sem heimsækja Múmínhúsið.
Múmínmamma kann svo sannarlega að njóta lífsins. Hún er með vinnukonu á heimilinu af því að Fillífjónkan telur að fjölskyldan þurfi aðstoð við að ná reiðu á óskipulagða heimilið.
“Frú Fillífjónka er þriggja barna móðir og er hún afar snyrtileg og skipulögð manneskja. Hún er heltekin af heimilisþrifum og er uppá sitt besta þegar henni gefst færi á að skipuleggja almennilega vorhreingerningu.
Dag einn mætir geðlæknir í Múmíndal og læknar frú Fillífjónku af hreingerningar-áráttunni. Þegar heimili hennar fer smám saman að hrörna ákveður Múmínmamma á sinn einstaka hátt að aðstoða Fillífjónkuna við að fá aftur ástríðu fyrir þrifum.”