Ragnhildur blómaskreytir í Epal Skeifunni 14. – 15. nóvember

Ragnhildur Fjeldsted blómaskreytir verður hjá okkur í Epal Skeifunni dagana 14. – 15. nóvember og sýnir hvernig hægt er að útbúa einfaldar og fallegar skreytingar og kransa fyrir aðventuna, sem skemmtilegt er að tvinna saman með fallegum kertastjökum og blómavösum frá Epal.

Ragnhildur rak um árabil blómabúðina Dans á Rósum og hefur haldið fjölda námskeiða í gerð jólakransa og jólaskreytinga ásamt einfaldari gerð blómaskreytinga sem flestir ættu að geta nýtt sér. Ragnhildur mun vera hjá okkur í Epal Skeifunni frá kl. 14 – 18 fimmtudag og föstudag, 14. -15. nóvember.

Verið hjartanlega velkomin.

Jólagjafahugmyndir fyrir matgæðinginn

Gjafasettin frá Printworks eru skemmtileg jólagjöf fyrir matgæðinga og eru einnig tilvalin gestgjafagjöf í matarboðin sem framundan eru. The Essentials eru glæsileg gjafasett sem innihalda alla nauðsynlegustu hlutina í nokkrum ólíkum þemum, áhöld til að hrista kokteila, áhöld fyrir ostabakkann, áhöld fyrir pizzakvöldið og fleira.

Umbúðirnar eru fallega hannaðar og eftirtektaverðar og koma því ekki aðeins skipulagi á hlutina í eldhúsinu, einnig flottan stíl, og eru falleg til uppstillinga í eldhúsið. The Essentials er frá sænska lífstílsvörumerkinu Printworks sem vakið hefur athygli fyrir skemmtilegt vöruúrval.

Sjáðu úrvalið af The Essentials gjafasettunum í vefverslun okkar

Vaðfugl til styrktar Vildarbörnum 

Vaðfugl til styrktar Vildarbörnum

Icelandair, Epal og hönnuðurinn Sigurjón Pálsson hafa tekið höndum saman og framleitt sérstaka útgáfu af hinum vinsæla Vaðfugli Sigurjóns. Hin nýja útgáfa er í litum Icelandair og er framleidd í takmörkuðu upplagi. Allur ágóði af seldum fuglum rennur til styrktar Vildarbörnum Icelandair.

Sigurjón Pálsson er íslenskur hönnuður og rithöfundur sem hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir hönnun og skrif. Vaðfuglarnir, sem eru hans hönnun, hafa notið mikilla vinsælda og verið seldir víða um heim. Fyrirmyndirnar sækir hann í hina ástsælu íslensku vaðfugla; spóa, stelk og sendling.

Vaðfugl Icelandair er fáanlegur í verslunum Epal og á epal.is.

 

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair:

„Við erum mjög stolt af samstarfinu við Epal og Sigurjón Pálsson og gætum ekki verið ánægðari með útkomuna. Kjarnastefna okkar snýst um að færa anda Íslands út í heim og því fannst okkur mjög spennandi að kynna viðskiptavinum okkar þessa útgáfu af Vaðfuglinum. Við erum sannfærð um að viðskiptavinir okkar og Epal munu taka þessu verkefni vel enda er þetta frábært tækifæri til að prýða heimilið litagleði og láta um leið gott af sér leiða og styðja við mikilvægt starf Vildarbarna Icelandair.“

Um Vildarbörn Icelandair: 

Í um 21 ár hefur Icelandair hjálpað langveikum börnum og þeim sem búa við sérstakar aðstæður að láta ferðadrauminn rætast í gegnum ferðasjóð Vildarbarna. Sjóðurinn er fjármagnaður með framlögum farþega Icelandair með kortagreiðslu eða afgangsmynt, með framlögum félaga í Saga Club í formi Vildarpunkta og stofnframlagi Icelandair með rausnarlegum stuðningi Sigurðar og Peggy Helgasonar.

Frekari upplýsingar um Vildarbörn er að finna á vildarborn.is

 

 

Sérfræðingar frá Montana, Fritz Hansen og Carl Hansen í Epal Skeifunni 10. – 12. október

3 sérfræðingar frá Montana, Fritz Hansen og Carl Hansen & søn verða hjá okkur um helgina og í tilefni þess bjóðum við frábæra afslætti dagana 10. – 12. október.

20% afsláttur af öllum pöntunum frá Montana, 20% afsláttur af Eggjum og fótskemlum frá Fritz Hansen og 20% afsláttur af Y-stólum* og borðstofuborðum frá Carl Hansen. (*afsláttur gildir ekki af Y-stólum í beyki/soft útgáfu.)

Epal Gallerí : Kjartan Sveinsson – Íslenzk blokk

Í Epal Gallerí sýna 5. árs nemar í arkitektúr við Listaháskóla Íslands afrakstur kortlagningar á höfundaverki Kjartans Sveinssonar.

KJARTAN SVEINSSON: ÍSLENZK BLOKK

Sýndur verður afrakstur kortlagningar nemenda á höfundaverki Kjartans Sveinssonar (1926-2014). Áhersla hefur verið lögð á að gera fjölbýlishúsum Kjartans skil en á sýningunni má finna líkön og teikningar af völdum byggingum á höfuðborgarsvæðinu.

Á árunum kringum 1960 fram á tíunda áratug síðustu aldar risu hátt í 10.000 íbúðir í fjölbýlishúsum eftir Kjartan. Um er að ræða svo viðamikið framlag til byggðs umhverfis hér á landi að ekki verður fram hjá því litið. Verkin voru afar umdeild meðan Kjartan lifði en nú er kominn tími á endurmat.

Ljósmyndari: Laufey Jakobsdóttir

Takmarkað upplag! PH 2/1 Dusty Terracotta

Louis Poulsen kynnir PH 2/1 borðlampann eftir Poul Henningsen nú í glæsilegri Dusty Terracotta útgáfu í takmörkuðu upplagi. Lampinn er smágerð útgáfa af klassíska borðlampanum með með munnblásnum glerskermi úr fjögurra laga lituðu gleri og lampafæti úr kopar sem fengið hefur á sig fallega áferð með tímanum.

PH 2/1 Dusty Terracotta verður aðeins fáanlegur frá 1. október til 31. desember 2024. Forsalan er hafin, tryggðu þér eintak með því að smella á þennan hlekk.

RE·ESSENCE, frá dufti í handsápu

Nýtt vörumerki í Epal! RE·ESSENCEfrá dufti í handsápu

RE·ESSENCE sápurnar samanstanda af litlum áfyllingum af handsápudufti ásamt margnota handsápuskammtara úr gleri.

Vissir þú að handsápur innihalda allt að 90% vatn? Afhverju ekki að bæta því við heima? 

Eftir 2,5 ára þróun varð hugmynd þeirra Cathrine og Henriette, danskra frumkvöðlavinkvenna að veruleika með stofnun vörumerkisins RE·ESSENCE, sem knúið er áfram af ástríðu þeirra fyrir umhverfinu og þeirri trú að jafnvel litlar breytingar á daglegum venjum okkar geti haft mikil áhrif á jörðina.

RE·ESSENCE sem nýlega var kynnt til sögunnar hefur það markmið að sameina vandaða norræna hönnun og á sama tíma að draga úr notkun á einnota plasti og draga úr losun koltvísýrings um 92% enda vörurnar margfalt léttari í flutningi.

Með aðeins 27 grömmum af duftinu færð þú 340 ml af lúxushandápu. Settið inniheldur 2 áfyllingar, glerflösku og trekt. Hægt er að velja um þrjá mismunandi gerðir, Lemongrass/Rosemary/Ceedar Wood, Lavender/Pine Needle sem lykta dásamlega ásamt lyktarlausu sápudufti.

RE·ESSENCE er frábært danskt vörumerki sem við erum spennt að kynna fyrir ykkur nánar og fylgjast með vörumerkinu vaxa og dafna.

Skoðaðu úrvalið í vefverslun Epal.is 

     

Halló rútína!

Þú finnur úrval af allskyns skóla og nestisvörum í verslunum okkar, má þar nefna vandaðar stílabækur og ritföng, nestisbox og drykkjarmál í úrvali, skipulagsvörur og fleira. Skoðaðu úrvalið í vefverslun okkar eða kíktu við hjá okkur í Epal Skeifunni, Kringlunni, Smáralind og á Laugavegi 7.

 

 

Pedestal – smart lausn fyrir sjónvarpið

Ekki missa af mínútu af þínu uppáhalds sjónvarpsefni með Pedestal sjónvarpsstandi. Pedestal er danskt hönnunarmerki stofnað árið 2020 og framleiðir einfaldar og smart lausnir fyrir sjónvörp. Uppröðun stofunnar á heimilinu ræðst oft af því hvar sjónvarpið er vegghengt, en það þarf ekki að vera þannig, Pedestal sjónvarpsstandinn er hægt að færa fram og tilbaka eftir þörfum sem gerir stofuna sveigjanlegri en með vegghengdu sjónvarpi. Kynntu þér úrvalið frá Pedestal í vefverslun Epal.is

pe