20% afsláttur af Montana náttborðum

Við kynnum nýtt og spennandi tilboð á vinsælu náttborðunum frá Montana. Dagana 1. febrúar – 6. mars bjóðum við 20% afslátt af Montana náttborðum. Í boði eru 3 gerðir, veggfestar, með sökkli eða á fótum. Dýpt 30 cm og hægt er að velja úr 40 litum.

Komdu við til okkar í Epal Skeifunni og kynntu þér úrvalið – einnig er hægt að senda tölvupóst á Stefanie@epal.is fyrir frekari upplýsingar.

Love lakkrísinn er kominn í Epal

LOVE lakkrísinn er mættur í Epal. Fruity Caramel er ljúffengur saltur lakkrís með Dulce de Leche súkkulaði og sólberjum, og Strawberry & Cream er sætur súkkulaðihjúpaður lakkrís með jarðarberjum og rjóma.
LOVE lakkrísinn er ómótstæðilegur og við mælum með að smakka báðar tegundir.

Ef þú ert að leita að hinni fullkomnu tækifærisgjöf handa ástinni þinni þá er LOVE lakkrísinn sjálfur frá Lakrids by Bülow ómótstæðilega góður og ekki skemmir fyrir hversu fallega hannaðar umbúðirnar eru. LOVE lakkrísinn er tilvalinn til að deila með ástinni sinni.

Sjáðu úrvalið í vefverslun Epal 

Vinsæla lakkrísduftið frá Lakrids by Bülow er komið aftur

Vinsæla lakkrísduftið frá Lakrids By Bülow er komið aftur. Það þykir ómissandi að margra mati við ýmsa matargerð, í morgungrautinn, í kaffið eða desertinn. Við mælum með að þú prófir!

Danska fyrirtækið Lakrids by Bülow sérhæfir sig í framleiðslu á handgerðum gæðalakkrís. Lakkrísinn er glútenlaus og án allra aukaefna og er því góður kostur fyrir þá sem vilja gera vel við sig. Lakrids by Bülow er líklega einn besti lakkrís sem hægt er að finna og er hann aðeins seldur í vel völdum verslunum þar sem gæði og hönnun haldast í hendur.

Sjáðu úrvalið í vefverslun Epal 

Fjölnota bómullarskífur frá Humdakin

Fjölnota bómullarskífurnar frá Humdakin eru góðar til að hreinsa andlit kvölds og morgna og eru einnig góðar fyrir plánetuna. Í pokanum eru 15 prjónaðar bómullarskífur úr 100% lífrænum bómul.
Best er að þvo skífurnar á 60°C án mýkingarefnis. Til að fá ferskan ilm í þvottinn mælum við með því að nota Humdakin þvottaefnið. Verð: 2.700 kr.

Eggið með áklæði úr endurunni ull

Eggið með áklæði úr endurunni ull

Fritz Hansen kynnir nú Eggið, tímalausa hönnun eftir Arne Jacobsen með áklæði úr endurunni ull. Áklæðið er hannað af hinni dönsku Margrethe Odgaard sem þykir einn færasti hönnuður samtímans. Falleg og umhverfisvæn hönnun sem endist í lífstíð.
‘Re-Wool’ textíllinn er unnin úr 45% endurunnri ull. „Hugmyndin var að skapa bæði heiðarlegan og umhverfisvænan textíl með ljóðrænum blæ með því að endurvinna afgangsefni úr eigin framleiðslu Kvadrats,“ útskýrir Margrethe Odgaard.

Það gleður okkur að bjóða nú upp á Eggið í endurunnu ullaráklæði sem fáanlegt er í 21 litum, nú á sérstöku tilboði sem gildir til 1. mars 2021.

Regina vasar – íslensk hönnun í jólapakkann

Regina er einfaldur þrýhyrndur vasi sem má raða saman á ólíka vegu eftir hæð eða lit. Vasinn getur staðið einn og sér eða sem vasi fyrir greinar eða blóm. Regina kemur í þremur mismunandi hæðum: 36 cm, 29 cm og 24 cm og í svörtu eða gráu. Ingólfur Örn Guðmundsson iðnhönnuður hannaði Regina vasann sem frumsýndur var á HönnunarMars fyrr á árinu.
Gefðu íslenska hönnun í jólapakkann –

Jólaborðið í Epal – Svava Halldórs hjá Listrænni Ráðgjöf

Jólaandinn svífur yfir í verslunum Epal í desember og höfum við fengið til okkar hönnuði og annálaða fagurkera sem dekka jólaborð í hverri viku fram að jólum í Epal Skeifunni.

Fjórða og síðasta jólaborðið er skreytt af Svövu Halldórsdóttur útstillingahönnuði sem vakið hefur athygli fyrir frumlegar og skemmtilegar útstillingar. Svava Halldórsdóttir stofnaði fyrirtækið sitt Listræn Ráðgjöf í febrúar 2019 og hafa móttökurnar farið fram út hennar björtustu vonum. Listræn ráðgjöf vinnur með verslunum og fyrirtækjum við að skapa rétt umhverfi fyrir viðskiptavini og starfsfólk. Svava hefur unnið fyrir Kokku, Blush og Smáralindina við ýmis verkefni eins og gluggaútstillingar, uppröðun á vörum og við gerð myndarýmis.

Jólaborðið er skreytt með borðstelli og hnífapörum frá Kähler, glösum frá iittala, tauservíettum frá Ferm Living, kökudiskum frá Dutch Deluxes ásamt einstökum borðskreytingum sem Svava útbjó í VIPP eldhúsinu, blómaskreytingar eru handgerðar, m.a. úr stráum sem fást í Epal. 

Nýtt í Epal – Royal Copenhagen

Við kynnum nýtt vörumerki í Epal – Royal Copenhagen!

Royal Copenhagen var stofnað í Kaupmannahöfn 1. maí árið 1775 af Frantz Heinrich Müller og gerir það fyrirtækið af einum af elstu postulínsframleiðendum Evrópu.

Blár litur er notaður til skrauts á fjölmörgum Royal Copenhagen vörum og er hver og einn hlutur handmálaður af mikilli kostgæfni. Postulínsmálun krefst gríðarlegrar nákvæmni og einbeitingar og er ferlið oft ansi langt og flókið. Í gegnum söguna hefur blái liturinn verið mikilvægur tjáningarmiðill en sumir listamenn hafa notað bláa litinn til merkis um auðlindir og auð á meðan aðrir hafa notað hann til þess að tjá tilfinningar sínar. Spænski málarinn Pablo Picasso fór til dæmis í gegnum „blátt“ tímabil sem gaf af sér hluta af vinsælustu verkum hans í dag.

„Blá-málari“ hjá Royal Copenhagen postulínsframleiðandanum þarf fjögur ár til að læra iðn sína. Þessi vandlega skreyting er sambærileg undirskrift málarans, í fljótu bragði virðast allar skreytingarnar eins en þó þekkir hver málari sína vinnu og vinnu samstarfsfólks síns. Málararnir setja sína undirskrift á hvern mun sem málaður er. Við hlið undirskriftarinnar eru konungsmerkið og öldurnar þrjár sem tákna dönsku sundin þrjú; Eyrarsund, Stóra-belti og Litla-belti. Þannig hafa postulínsmunirnir verið merktir frá árinu 1775. Merkin þrjú eru tákn um áreiðanleika, konunglega tengingu og merki handverks.

White fluted

White fluted línan varð til árið 1775 og er grunnurinn að öðrum fluted línum.

Blue fluted plain (Musselmalet)

Blue fluted plain varð til árið 1775 og er fyrsta Royal Copenhagen munstrið. Munstrið er enn í dag alveg eins og það var á öldum áður, hver postulínsmunur er meðhöndlaður sem listmunur og handmálaður af vandvirkni. Stellið er eitt þekktasta og mest eftirsótta postulínsstell í heiminum í dag.

Blue fluted mega

Blue fluted mega er ný útgáfa af Blue fluted plain munstrinu. Það var hannað árið 2000 af Karen Kjældgård-Larsen. Karen var aðeins 26 ára þegar hún bankaði uppá hjá Royal Copenhagen með lokaverkefni sitt úr dönskum hönnunarskóla. Hún hafði einstakt dálæti á Royal Copenhagen og fékk þá hugmynd að stækka mynstrið af fyrsta stellinu. Kennarinn hennar var svo áhugasamur að hann hvatti hana til þess að sýna Royal Copenhagen hönnun sína. Þessi útgáfa vakti gríðarlega lukku og hefur verið eitt vinsælasta stellið í yfir tíu ár en fjöldann allan af hlutum er að finna í línunni, allt frá diskum og skálum yfir í krukkur og blómavasa.

Black fluted mega

Black fluted mega línan var eins og Blue fluted mega hönnuð árið 2006 af Karen Kjældgård-Larsen nýútskrifuðum hönnuði.

Meðhöndlun

Flestar vörurnar mega fara í uppþvottavél en ekki allar mega fara í örbylgjuofn.

Allt postulín er ofnfast og má almennt fara í venjulegan ofn. Þó þarf að passa að hita vörurnar hægt og sömuleiðis kæla þær varlega. Ekki ætti að setja postulín í forhitaðan ofn eða taka það út og leggja á kalt borð. Hitamunurinn getur orðið of mikill og postulínið brotnað.

Þú finnur Royal Copenhagen í Epal Skeifunni.

Jólaborðið – Anthony og Ýr

Jólaandinn svífur yfir í verslunum Epal í desember og höfum við fengið til okkar hönnuði og annálaða fagurkera sem dekka jólaborð í hverri viku fram að jólum í Epal Skeifunni.

Jólaborðið í Epal Skeifunni vikuna 9. – 16. desember er glæsilegt og fengum við til okkar þau Anthony Bacigalupo og Ýr Káradóttur sem eru hönnuðurnir á bak við Reykjavík Trading Co. Þau sérhæfa sig í handgerðum gæðavörum fyrir heimilið og vinna aðallega með náttúruleg efni eins og leður, við og ull. Náttúran er helsti innblástur þeirra og jarðlitir eru ríkjandi í allri þeirra hönnun. Anthony og Ýr hafa hannað fyrir Dill, Kex og Skál ásamt því að hafa unnið með mörgum öðrum veitingastöðum, hótelum og kaffihúsum. Þau hjónin reka litla búð sem kallast The Shed (Skúrinn) í hjarta Hafnarfjarðar en þar eru þau einnig með vinnuaðstöðu.

Borðið er dekkað með matarstelli, kertastjaka og gylltu skrauti frá Ferm Living, tauservíettum frá Vipp, kaffikönnu frá Stelton, kökudisk frá Dutch Deluxes ásamt handgerðu skrauti frá The Shed. Stólarnir og borðið eru frá Carl Hansen & son.

Jólaborðið í Epal – Andrea & Svana

Jólaandinn svífur yfir í verslunum Epal í desember og höfum við fengið til okkar hönnuði og annálaða fagurkera sem dekka jólaborð í hverri viku fram að jólum í Epal Skeifunni.

Andrea Magnúsdóttir fatahönnuður ásamt Svönu Lovísu Kristjánsdóttur hönnuði og bloggara dekkuðu upp jólaborðið í Epal Skeifunni vikuna 3. desember – 9. desember.

Andrea Magnúsdóttir er einn eftirsóttasti tískuhönnuður landsins í dag og hefur getið af sér gott orðspor fyrir hönnunarmerki sitt AndreA sem hún rekur ásamt eiginmanni sínum Ólafi Ólasyni ásamt því reka samnefnda fataverslun í hjarta Hafnarfjarðar, á Norðurbakkanum.

Svana Lovísa heldur úti einu mest lesna íslenska blogginu, Svart á hvítu þar sem hún skrifar um hönnun og heimili, en Svana Lovísa er menntuð sem vöruhönnuður. Saman skrifa þær Andrea og Svana á vefmiðilinn Trendnet.is þar sem saman koma fremstu bloggarar landsins.

Royal Copenhagen er nýtt vörumerki í Epal og var borðstell frá þeim, Blue Fluted Mega í aðalhlutverki á Jólaborðinu ásamt klassískri hönnun frá Georg Jensen. Tauservíettur eru frá Ferm Living og LED kerti eru frá Uyuni lighting. Punkturinn yfir i-ið er falleg blómaskreyting á miðju borðsins sem útbúin var fyrir jólaborðið.

Jólaborð Andreu og Svönu stendur í Epal Skeifunni vikuna 3. desember – 9. desember.

Þú finnur Royal Copenhagen í Epal Skeifunni.