Kula by Bryndís fagnar 10 ára afmæli sínu á þessu ári og kynnir að því tilefni Earth Matters. Í tilefni þess gefum við heppnum fylgjanda kúlur í stærð 20 cm og 40 cm að andvirði 56.800 kr. Taktu þátt á facebook síðu Epal.
Tímalaus hönnun Bryndísar Bolladóttur er orðin vel þekkt þar sem virkni, fagurfræði og íslensk náttúrleg efni njóta sín til fulls. Bryndís hefur byggt upp vinnslu í kringum hönnun sína og lagt áherslu á jafnvægis á milli handverks og vélvæðingar. Með þessu móti hefur henni tekist að skapa sér sérstöðu á heimsvísu með vöru sem hefur fengið hæðstu einkunn fyrir bæði virkni og fagurfræði.
„Sjálfbærni er eðlilega á allra vörum í dag og allir verða að leggja sitt af mörkum. Grunnur minn er í myndlist en mig langaði til að skapa verk sem væri með margþátta upplifun og notagildi.
Sköpun mín þurfti að hafa tilgang í víðtækri merkingu. Hún þurfti að virka vel fyrir jafnt augu og eyru og í allri snertingu.“
Bryndís hefur undanfarið hannað textíl sem gjörnýtir sveigjanleika framleiðslunnar. Sveigjanleiki sem leyfir sköpun áferða og blæbrigða með nýtingu ullar sem annars yrði að afkasti. Afksastlínan, Zero Waste eða Earth Matters, er nú fáanleg sem Kula Earth.
KULA by Bryndís hefur frá upphafi haft að leiðarljósi að hanna úr íslensku hráefni og hefur vinnslan á því hráefni þroskast og dafnað á þessum tíma.
Bryndís Bolla hefur verið brautryðjandi í hönnun hljóðlausna á heimsvísu þar sem hún hefur lagt kapp við að fara nýjar leiðir. Þar má nefna að skapa lausnir sem eru náttúrlegar eða eru búnar til úr náttúrulegum efnum, tímalaus hönnun sem auðvelt er að flytja á milli og getur fylgt þér alla ævi.“
Þann 19. september opnaði sýningin 100% ull í Hönnunarsafni Íslands þar sem Bryndís Bolladóttir er ein af sýnendum.
Á sýningunni getur að líta dæmi um vörur úr íslenskri ull sem hönnuðir og handverksfólk er að fást við í dag. Þátttakendur sýningarinnar koma frá ólíkum sviðum hönnunar og handverks en eiga það sameiginlegt að vinna af hugvitssemi með íslensku ullina í sínum afurðum. Þátttakendurnir eru: Ásthildur Magnúsdóttir, vefari; Magnea Einarsdóttir, fatahönnuður; verslunin Kormákur & Skjöldur; fyrirtækið Kula by Bryndís, sem sérhæfir sig í hljóðvistarlausnum; samstarfsverkefnið Ró, sem framleiðir meðal annars dýnur og ullarvinnslufyrirtækið Ístex. Sýningin stendur frá 19. september til 15. nóvember.