Jólaborðið – Anthony og Ýr

Jólaandinn svífur yfir í verslunum Epal í desember og höfum við fengið til okkar hönnuði og annálaða fagurkera sem dekka jólaborð í hverri viku fram að jólum í Epal Skeifunni.

Jólaborðið í Epal Skeifunni vikuna 9. – 16. desember er glæsilegt og fengum við til okkar þau Anthony Bacigalupo og Ýr Káradóttur sem eru hönnuðurnir á bak við Reykjavík Trading Co. Þau sérhæfa sig í handgerðum gæðavörum fyrir heimilið og vinna aðallega með náttúruleg efni eins og leður, við og ull. Náttúran er helsti innblástur þeirra og jarðlitir eru ríkjandi í allri þeirra hönnun. Anthony og Ýr hafa hannað fyrir Dill, Kex og Skál ásamt því að hafa unnið með mörgum öðrum veitingastöðum, hótelum og kaffihúsum. Þau hjónin reka litla búð sem kallast The Shed (Skúrinn) í hjarta Hafnarfjarðar en þar eru þau einnig með vinnuaðstöðu.

Borðið er dekkað með matarstelli, kertastjaka og gylltu skrauti frá Ferm Living, tauservíettum frá Vipp, kaffikönnu frá Stelton, kökudisk frá Dutch Deluxes ásamt handgerðu skrauti frá The Shed. Stólarnir og borðið eru frá Carl Hansen & son.

Jólaborðið í Epal – Andrea & Svana

Jólaandinn svífur yfir í verslunum Epal í desember og höfum við fengið til okkar hönnuði og annálaða fagurkera sem dekka jólaborð í hverri viku fram að jólum í Epal Skeifunni.

Andrea Magnúsdóttir fatahönnuður ásamt Svönu Lovísu Kristjánsdóttur hönnuði og bloggara dekkuðu upp jólaborðið í Epal Skeifunni vikuna 3. desember – 9. desember.

Andrea Magnúsdóttir er einn eftirsóttasti tískuhönnuður landsins í dag og hefur getið af sér gott orðspor fyrir hönnunarmerki sitt AndreA sem hún rekur ásamt eiginmanni sínum Ólafi Ólasyni ásamt því reka samnefnda fataverslun í hjarta Hafnarfjarðar, á Norðurbakkanum.

Svana Lovísa heldur úti einu mest lesna íslenska blogginu, Svart á hvítu þar sem hún skrifar um hönnun og heimili, en Svana Lovísa er menntuð sem vöruhönnuður. Saman skrifa þær Andrea og Svana á vefmiðilinn Trendnet.is þar sem saman koma fremstu bloggarar landsins.

Royal Copenhagen er nýtt vörumerki í Epal og var borðstell frá þeim, Blue Fluted Mega í aðalhlutverki á Jólaborðinu ásamt klassískri hönnun frá Georg Jensen. Tauservíettur eru frá Ferm Living og LED kerti eru frá Uyuni lighting. Punkturinn yfir i-ið er falleg blómaskreyting á miðju borðsins sem útbúin var fyrir jólaborðið.

Jólaborð Andreu og Svönu stendur í Epal Skeifunni vikuna 3. desember – 9. desember.

Þú finnur Royal Copenhagen í Epal Skeifunni. 

Jólaborðið í Epal – Hlín Reykdal

Hlín Reykdal skreytti jólaborðið í Epal Skeifunni vikuna 25. nóvember – 1. desember.

Hlín Reykdal útskrifaðist sem fatahönnuður frá Listaháskóla Íslands árið 2009 og hefur hún verið starfandi sem hönnuður undir eigin nafni síðan. Hlín hefur unnið við hönnun og framleiðslu á skartgripum frá vinnustofu sinni samfleytt til dagsins í dag. Vörumerkið er vinsælt og á stóran og dyggan viðskiptahóp. Árið 2010 stofnaði hún, ásamt öðrum hönnuðum, verslunina Kiosk þar sem hönnun hennar leit dagsins ljós. Fljótlega fóru aðrar verslanir að sýna Hlín áhuga og hefur hún selt víða bæði hérlendis og erlendis.

Skartgripir Hlínar hafa fengist í Epal í yfir 10 ár við góðar undirtektir. Litir og skemmtilegar litasamsetningar hafa einkennt hönnun Hlínar alla tíð ásamt vönduðu og fáguðu handverki þar sem smáatriðin skipta máli.

Jólaborðið: Borðstell og blómavasar eru frá Ro Collection, glös eru frá Frederik Bagger, hnífapör eru frá Alessi, kertastjakar litlir eru frá Lyngby.

Verið velkomin til okkar í Epal Skeifunni og sjáið jólaborðið.

Við eigum til gott úrval af skartgripum Hlínar Reykdal í Epal.

 

Heimili – Forsalan er hafin!

Forsalan er hafin!

Heimili er ljósmyndabók með myndum af tuttugu ólíkum og glæsilegum íslenskum heimilum. Bókin Heimili er ný bók frá hjónunum Höllu Báru og Gunnari Sverrissyni, Home and Delicious sem gefið hafa út bækur og tímarit um heimili, hönnun og arkitektúr síðustu ár. Í fyrra kom frá þeim bókin Bústaðir sem vakti mikla eftirtekt en nú er það bókin Heimili. Í henni heimsækja þau tuttugu íslensk heimili og prýða bókina yfir 200 ljósmyndir.
Bókin er væntanleg í lok nóvember.

NÝTT! Tilbúnar útfærslur af String hillukerfinu

Við kynnum spennandi nýjung í vefverslun Epal – Tilbúnar útfærslur af String hillukerfinu.
Finndu þína drauma String samsetningu fyrir forstofuna, eldhúsið, baðherbergið eða stofu – allt í vefverslun Epal.
Hér getur þú skoðað úrval hugmynda af samsetningum, keypt tilbúnar einingar eða hannað þína eigin útgáfu.
Við vonum svo sannarlega að þessi nýjung eigi eftir að auðvelda þér að bæta og fegra heimilið þitt.

Moomin vetrarlínan er mætt í Epal

Vetrarlína Moomin í ár ber heitið Snow Blizzard eða Snjóstormur og er áframhald af sögunni Vetrarundur í Múmíndal (1957) eftir Tove Jansson. Þessi fallega vörulína inniheldur fallega krús, skál, sett með fjórum smákrúsum og tvær teskeiðar.

Myndefni vörulínunnar sýnir hvernig snjóstormur blæs af miklu afli á Múmínsnáðann og gerir hann alveg ringlaðan!

Í sögunni Vetrarundur í Múmíndal segir frá því þegar vindhviður ganga yfir ísinn og láta tréin á ströndinni skjálfa. Hið mikla óveður hefur orðið til þess að ýmsar persónur leita skjóls í Múmíndal. Þau safnast saman í strandhúsinu og fyllast áhyggjum vegna Múmínsnáðans og krílisins Salóme sem eru bæði týnd í storminum.

Allt í einu er eins og stór hurð fjúki upp og allt verður dimmt. Múmínsnáðinn missir jafnvægið og rúllar eins og lítil hvít tunna. Að lokum verður hann þreyttur, snýr bakinu í átt að snjóstorminum og hættir að berjast gegn honum. Hlýr vindur flytur Múmínsnáðann mjúklega áfram í miðjum snjóstorminum og honum líður sem hann fljúgi. Krílið Salóme finnst í snjóskafli þar sem hinn háværi Hemúll bjargar henni.

Sebra kynnir svarta viðarútgáfu af Sebra rúminu

Væntanlegt – Sebra Black Wooden edition – takmarkað upplag!

Sebra kynnir nú glæsilega svarta útgáfu af klassíska Sebra rúminu í takmörkuðu upplagi úr ‘FSC™ Certified wood’.

Black edition rúmið kemur í beyki sem meðhöndlað er með vatnsblönduðu og umhverfisvænu möttu svörtu lakki sem leyfir viðnum að njóta sín.

Við getum ekki beðið eftir Sebra Black Wooden útgáfunni en Sebra er líklega vinsælasta barnarúm allra tíma.

FSC vottun stendur fyrir (Forest Stewarship Council) þar sem skógum er stjórnað með sjálfbærum hætti og fólki sem þar starfar er tryggð menntun, vinnuöryggi og sanngjörn laun. www.fsc.org

Fylgist með á samfélagsmiðlum Epal þar sem tilkynnt verður þegar rúmið kemur í verslun sem verður snemma næsta árs.

Kula by Bryndís fagnar 10 ára afmæli

Kula by Bryndís fagnar 10 ára afmæli sínu á þessu ári og kynnir að því tilefni Earth Matters. Í tilefni þess gefum við heppnum fylgjanda kúlur í stærð 20 cm og 40 cm að andvirði 56.800 kr. Taktu þátt á facebook síðu Epal.

Tímalaus hönnun Bryndísar Bolladóttur er orðin vel þekkt þar sem virkni, fagurfræði og íslensk náttúrleg efni njóta sín til fulls. Bryndís hefur byggt upp vinnslu í kringum hönnun sína og lagt áherslu á jafnvægis á milli handverks og vélvæðingar. Með þessu móti hefur henni tekist að skapa sér sérstöðu á heimsvísu með vöru sem hefur fengið hæðstu  einkunn fyrir bæði virkni og fagurfræði.

„Sjálfbærni er eðlilega á allra vörum í dag og allir verða að leggja sitt af mörkum. Grunnur minn er í myndlist en mig langaði til að skapa verk sem væri með margþátta upplifun og notagildi.

Sköpun mín þurfti að hafa tilgang í víðtækri merkingu. Hún þurfti að virka vel fyrir jafnt augu og eyru og í allri snertingu.“

Bryndís  hefur undanfarið hannað textíl sem gjörnýtir sveigjanleika framleiðslunnar. Sveigjanleiki sem leyfir sköpun áferða og blæbrigða með nýtingu ullar sem annars yrði að afkasti. Afksastlínan, Zero Waste eða Earth Matters, er nú fáanleg sem Kula Earth.

KULA by Bryndís hefur frá upphafi haft að leiðarljósi að hanna úr íslensku hráefni og hefur vinnslan á því hráefni þroskast og dafnað á þessum tíma.

Bryndís Bolla hefur verið brautryðjandi í hönnun hljóðlausna á heimsvísu þar sem hún hefur lagt kapp við að fara nýjar leiðir. Þar má nefna að skapa lausnir sem eru náttúrlegar eða eru búnar til úr náttúrulegum efnum, tímalaus hönnun sem auðvelt er að flytja á milli  og getur fylgt þér alla ævi.“

Þann 19. september opnaði sýningin 100% ull í Hönnunarsafni Íslands þar sem Bryndís Bolladóttir er ein af sýnendum.

Á sýningunni getur að líta dæmi um vörur úr íslenskri ull sem hönnuðir og handverksfólk er að fást við í dag. Þátttakendur sýningarinnar koma frá ólíkum sviðum hönnunar og handverks en eiga það sameiginlegt að vinna af hugvitssemi með íslensku ullina í sínum afurðum. Þátttakendurnir eru: Ásthildur Magnúsdóttir, vefari; Magnea Einarsdóttir, fatahönnuður; verslunin Kormákur & Skjöldur; fyrirtækið Kula by Bryndís, sem sérhæfir sig í hljóðvistarlausnum; samstarfsverkefnið Ró, sem framleiðir meðal annars dýnur og ullarvinnslufyrirtækið Ístex. Sýningin stendur frá 19. september til 15. nóvember.

2020 Jóladagatalið frá Wally & Whiz – forsalan er hafin

Forsalan er hafin á dásamlegu jóladagatali frá Wally & Whiz sem er fyllt með handgerðu dönsku víngúmmíi. Dagatalið er ævintýri fyrir bragðlaukana með ljúffengum bragðsamsetningum og jólaívafi. Hafðu það gott um jólin með Wally & Whiz.

Smelltu hér til að panta dagatalið í forsölu – Dusty Rose 

Smelltu hér til að panta dagatalið í forsölu – Grátt

„Við höfum skapað það sem við teljum vera besta víngúmmí í heiminum úr mestu gæðunum, sem selt er í fleiri en 30 löndum og aðeins í verslunum sem leggur áherslur á gæðavörur.“ 

Ekkert rugl: Vegan, glútenlaust, laktósafrítt, engin ónáttúrleg litarefni og bragðefni.

Það er erfitt að standast þetta ljúffenga sælgæti sem hentar öllum!

Verð 5.500 kr. í forsölu. 

Umhverfisvænar barnavörur frá Franck & Fischer

Franck & Fischer er danskt hönnunarmerki sem stofnað var árið 2005 og býður upp á gott úrval af vönduðum barnavörum og leikföngum sem framleidd eru á umhverfisvænan hátt. Leikföngin eru til að mynda framleidd úr textíl sem gerður eru úr GOTS vottuðum bómull og eru allar textílvörur litaðar eða prentaðar án allra eiturefna.

Franck & Fischer vinna í nánu samstarfi við framleiðendur sína og geta því bæði vottað fyrir umhverfisvænni framleiðslu og heilbrigðu vinnuumhverfi starfsfólks. Yfirskrift Franck & Fischer er „Design for kids- made with care“, og eru það orð að sönnu.

Sjáðu úrvalið í vefverslun Epal