FRÁBÆRT TILBOÐ Á CHADWICH SKRIFBORÐSSTÓLNUM

Hönnuðurinn og frumkvöðullinn Don Chadwick hannaði skrifborðsstólinn Chadwick árið 2005 sem framleiddur er af Knoll. Chadwick hefur hlotið fjölmörg verðlaun fyrir hönnun stólsins sem er bæði góður funda- og skrifborðstóll. Chadwick stóllinn sameinar falleg form og hámarksþægindi og veitir einstaklega góðan stuðning við bak og fætur. Með einu handtaki er hægt að stilla hæð og bak stólsins, ásamt því að hækka/lækka arma eftir því hverslags verkefni er verið að vinna.

Við bjóðum núna upp á frábært tilboð á Chadwick stólnum –

Afmælistilboð – staflanlegar skálar frá Ro Collection

Ro Collection er danskt vörumerki sem stendur fyrir gæði, frumleika og handverk. Ro Collection var stofnað árið 2013 af hönnuðinum Rebeccu Uth sem jafnframt hefur hannað margar af þeirra vinsælustu vörum, meðal annars skálarnar sem njóta mikilla vinsælda. 

Skálarnar eru innblásnar af japanskri fagurfræði og með danskt notagildi í huga, þær eru handgerðar í fjölskyldurekinni verksmiðju í Portúgal og mega bæði fara í ofn og uppþvottavél ásamt því að staflast vel. Litatónn glerungsins getur verið mismunandi frá skál til skál og er því hvert stykki einstakt.

Skálarnar í litnum Oxblood red eru nú á afmælistilboði – sjáðu nánar í vefverslun Epal undir tilboð.

Nýjar og umhverfisvænni áherslur hjá SKANDINAVISK

Nú kynnir SKANDINAVISK nýja og endurbætta vörulínu, allt frá ilmunum, formúlum, pakkningum, innkaupum og hönnun. Bætt vistfræðilegt fótspor.

“Ekki vegna þess að við erum ekki stolt af því sem við höfum áorkað hingað til, heldur vegna þess að við vitum að það er hægt að gera betur. Ástæðan kemur frá vaxandi vitundarvakningu að kaupvenjur okkar hafa áhrif á meira en bankareikninginn.

Hvort sem þú trúir á loftlagsbreytingar eða ekki, þá er ómögulegt að halda því fram að kauphegðun okkar og framleiðsla á vörum til neyslu – hafi ekki mjög neikvæð áhrif á sameiginlega framtíð okkar.

Svo við ákváðum að skora á okkur og bæta allt sem við höfum gert. Til þess að skilja eftir minna vistfræðilegt fótspor.”

  • Allir ilmir eru svo öruggir að þeir krefjast engra viðvörunartákna á umbúðum og innihalda engin efni sem bera grun um hormónatruflanir eða eru krabbameinsvaldandi.
  • Framleitt í Danmörku, og á hverri vöru er lýst nákvæmu magni af innihaldsefnum, náttúrulegum, vottuðum, lífrænum, staðbundnum ásamt ilmefnum.
  • Nýjar plastumbúðir eru úr endurnýjanlegu lífplasti
  • Nýr grunnur að kertavaxinu er unninn úr sænskri repjuolíu sem er rekjanleg, sjálfbær og án GMO (genabreytt efni).
  • Glerkrukkur fyrir kertin eru nú stærri og endingarbetri með meiri hitavörn fyrir lengri líftíma. Glerið er framleitt í Evrópu úr 30% endurunnu gleri, það þolir einnig að fara í uppþvottavél fyrir endurnýtingu þegar vaxið klárast. Viðarlokið er unnið úr beyki sem kemur úr evrópskum FSC vottum skógi.
  • Heimilisilmirnir eru endurhannaðir í takt við kertalínuna og áfyllingarnar eru nú í endurunnum plastflöskum (rPET) og innihalda 8 stangir. Ending er 3 mánuðir +.
  • Allar umbúðir og kort eru unnin úr pappír sem kemur úr sænskum skógum, litað með náttúrulegum efnum og er FSC vottað.
  • Allar vörur SKANDINAVISK eru 100% lífrænar (vegan) og hlífir dýrum (cruelty free)
  • Uppfærð og fáguð hönnun sem sýnir betur hvað SKANDINAVISK stendur fyrir.

SKANDINAVISK eru þekktust fyrir hágæða ilmkerti sín og heimilisilmi innblásið af norrænni náttúru. Vörurnar njóta mikilla vinsælda þeirra sem kunna að meta gæði, góða hönnun og vel ilmandi heimili.

Þú finnur SKANDINAVISK í verslunum Epal –

Montana hillur á 20% afslætti

Sparaðu 20% á klassískum hvítum Montana einingum! *takmarkað magn. 

Montana er eitt þekktasta hönnunarfyrirtæki dana, stofnað árið 1982 af Peter J. Lassen. Montana hillukerfið hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár en hillurnar koma í fjölmörgum útgáfum og litum.

Því er hægt að fá hillur sem sérsniðnar eru að þörfum hvers og eins og gera þær rýmið persónulegra. Montana framleiðir hillueiningar fyrir bæði heimili og skrifstofur og fer öll framleiðslan fram í Danmörku.

Við bjóðum nú upp á 20% afslátt af Montana einingum 1112 í hvítum lit, dýpt 30 cm.

 

Hótel Geysir velur Jensen rúm

Hótel Geysir er eitt af glæsilegri hótelum landsins og er staðsett við eina helstu náttúruperlu Íslands.

Eitt það mikilvægasta við hótelgistingu er góður svefn og því urðu Jensen rúm fyrir valinu í öll herbergin. Jensen rúmin eru gæðavottuð eftir alþjóðlegum stöðlum og bera einnig Svansmerkið, en strangar kröfur þess tryggja að Svansmerkt vara er betri fyrir umhverfið og heilsuna. Jensen hefur hlotið verðlaun frá norska hönnunarráðinu fyrir þægindi, framleiðslu og góða hönnun.

Jensen rúmin fást í Epal –

Sófar á afmælistilboði

Kynntu þér góð afmælistilboð á sófum frá Eilersen og Erik Jørgensen sem eru á meðal fremstu húsgagnaframleiðenda dana.

 

 

Við kynnum frábært tilboð á Trenton sófum frá danska húsgagnaframleiðandanum Eilersen.

Trenton sófinn er í klassískum skandinavískum stíl ásamt því að vera einstaklega þægilegur sem er einmitt það sem Eilersen eru þekktastir fyrir.

Danski húsgagnaframleiðandinn Eilersen eru heimsþekktir í dag fyrir gæði og góða hönnun, en sögu þeirra má rekja aftur til ársins 1895.

Verið velkomin til okkar í Epal Skeifunni og kynnið ykkur gæði Eilersen sófanna.

 

Við kynnum frábær tilboð á High box sófum frá danska húsgagnaframleiðandanum Eilersen sem gildir til 31. desember.

High box sófarnir koma í fjölmörgum stærðum og með mismunandi áklæðum og því auðvelt að útbúa sófa sem hentar þér og þínu heimili. High box sófinn er í klassískum skandinavískum stíl ásamt því að vera einstaklega þægilegur sem er einmitt það sem Eilersen eru þekktastir fyrir.

 

 

 

 

EJ 220 sófinn er 50 ára í ár og bjóðum við í tilefni þess upp á 25% afslátt af sófanum til 31. september 2020.

Erik Jørgensen (1928-1998) var lærður bólstrari og söðlasmiður og stofnaði hann fyrirtæki sitt Erik Jørgensen Møbelfabrik árið 1954 í Svendborg. Upp úr 6. áratugnum var Erik mjög upptekinn af þeirri hugmynd að endurhanna hinn hefðbundna sófa og gera þetta vinsæla húsgagn fagurfræðilega aðlaðandi og þægilega upplifun í senn. Erik hafði hæfileika í því að sameina gott handverk og þekkingu á efnum við nýjustu tískubylgjur í hönnun og var útkoman kassalaga sófinn EJ220 sem nýtur í dag gífurlega mikilla vinsælda og er svo sannarlega klassísk hönnun.

Fjordfiesta – klassísk norsk hönnun

Við vorum að bæta við glæsilegu nýju vörumerki í verslun okkar Epal Skeifunni. Fjordfiesta er norskur húsgagnaframleiðandi sem framleiðir einstaka klassíska skandinavíska hönnun og framúrskarandi gæða húsgögn. Fjordfiesta var stofnað árið 2001 með það markmið að skapa húsgögn sem fara kynslóða á milli og vera fulltrúi norskrar hönnunar.

Sem eini norski framleiðandinn af klassískum húsgögnum einbeitir Fjordfiesta sér að því að uppgötva og kynna falda demanta úr norskri hönnunarsögu.

Þeirra fyrsta verk var að endurkynna tímalausu Scandia húsgagnalínuna, hannaða af Hans Brattrud á sjötta áratugnum. Stólarnir hafa hingað til aðeins verið fáanlegir á antík mörkuðum undanfarna áratugi.

Við erum stolt af því að bæta Fjordfiesta við vandað vöruúrval okkar af klassískri hönnun.

PUFFIN PRIDE

Ísland er sannarlega heimili lundans. Skörðótt og klettum girt strandlengja Íslands hýsir stærsta lundavarp heims. Um 60% af lundastofni heimsins verpir þar. Lundinn er einnig sá fugl sem mest er af á og við landið.

Epal hefur í samstarfi við hönnuðinn Sigurjón Pálsson bætt nýjum lunda á markað og kemur hann í takmörkuðu upplagi í tengslum við Hinsegin daga í Reykjavík. Lundinn ber nafnið Puffin Pride og ber goggurinn liti regnbogans sem einkennir regnbogafánann sem notaður er við gleðigöngur hinsegin daga víðast hvar í heiminum. Regnbogafáninn var hannaður árið 1978 í San Francisco. Litirnir áttu að tákna samfélag og fjölbreytileika hinsegin fólks.

Hluti söluverðs lundans rennur til Hinsegin daga í Reykjavík sem eru sjálfstæð sjálfboðaliðasamtök sem stýrt hafa hátíðarhöldum við gleðigönguna í Reykjavík undanfarin ár.

Þú finnur Puffin Pride í vefverslun Epal

Hönnunarmars 2020 // IHANNA HOME

Epal tekur þátt í HönnunarMars tólfta árið í röð með vandaðri sýningu á íslenskri hönnun. IHANNA HOME er á meðal sýnenda í Epal á HönnunarMars. 

IHANNA HOME er íslenskt hönnunarfyrirtæki sem var stofnað af Ingibjörgu Hönnu Bjarnadóttur árið 2008, með tilkomu Krumma herðartrés. Fyrirtækið hannar og framleiðir hágæða hönnunarvörur með grafísku ívafi sem eru í senn gagnlegar og fallegar á öllum heimilum. Innblásturinnn kemur úr okkar nær umhverfi. Markmiðið er að bjóða upp á vörur þar sem einfaldleiki, gæði og notagildi fara saman. 

Á HönnunarMars í Epal sýnir IHANNA HOME vandaðar nýjar textílvörur, rúmteppi, viskastykki, sængurver og fleira.