Hótel Geysir velur Jensen rúm

Hótel Geysir er eitt af glæsilegri hótelum landsins og er staðsett við eina helstu náttúruperlu Íslands.

Eitt það mikilvægasta við hótelgistingu er góður svefn og því urðu Jensen rúm fyrir valinu í öll herbergin. Jensen rúmin eru gæðavottuð eftir alþjóðlegum stöðlum og bera einnig Svansmerkið, en strangar kröfur þess tryggja að Svansmerkt vara er betri fyrir umhverfið og heilsuna. Jensen hefur hlotið verðlaun frá norska hönnunarráðinu fyrir þægindi, framleiðslu og góða hönnun.

Jensen rúmin fást í Epal –

Sófar á afmælistilboði

Kynntu þér góð afmælistilboð á sófum frá Eilersen og Erik Jørgensen sem eru á meðal fremstu húsgagnaframleiðenda dana.

 

 

Við kynnum frábært tilboð á Trenton sófum frá danska húsgagnaframleiðandanum Eilersen.

Trenton sófinn er í klassískum skandinavískum stíl ásamt því að vera einstaklega þægilegur sem er einmitt það sem Eilersen eru þekktastir fyrir.

Danski húsgagnaframleiðandinn Eilersen eru heimsþekktir í dag fyrir gæði og góða hönnun, en sögu þeirra má rekja aftur til ársins 1895.

Verið velkomin til okkar í Epal Skeifunni og kynnið ykkur gæði Eilersen sófanna.

 

Við kynnum frábær tilboð á High box sófum frá danska húsgagnaframleiðandanum Eilersen sem gildir til 31. desember.

High box sófarnir koma í fjölmörgum stærðum og með mismunandi áklæðum og því auðvelt að útbúa sófa sem hentar þér og þínu heimili. High box sófinn er í klassískum skandinavískum stíl ásamt því að vera einstaklega þægilegur sem er einmitt það sem Eilersen eru þekktastir fyrir.

 

 

 

 

EJ 220 sófinn er 50 ára í ár og bjóðum við í tilefni þess upp á 25% afslátt af sófanum til 31. september 2020.

Erik Jørgensen (1928-1998) var lærður bólstrari og söðlasmiður og stofnaði hann fyrirtæki sitt Erik Jørgensen Møbelfabrik árið 1954 í Svendborg. Upp úr 6. áratugnum var Erik mjög upptekinn af þeirri hugmynd að endurhanna hinn hefðbundna sófa og gera þetta vinsæla húsgagn fagurfræðilega aðlaðandi og þægilega upplifun í senn. Erik hafði hæfileika í því að sameina gott handverk og þekkingu á efnum við nýjustu tískubylgjur í hönnun og var útkoman kassalaga sófinn EJ220 sem nýtur í dag gífurlega mikilla vinsælda og er svo sannarlega klassísk hönnun.

Fjordfiesta – klassísk norsk hönnun

Við vorum að bæta við glæsilegu nýju vörumerki í verslun okkar Epal Skeifunni. Fjordfiesta er norskur húsgagnaframleiðandi sem framleiðir einstaka klassíska skandinavíska hönnun og framúrskarandi gæða húsgögn. Fjordfiesta var stofnað árið 2001 með það markmið að skapa húsgögn sem fara kynslóða á milli og vera fulltrúi norskrar hönnunar.

Sem eini norski framleiðandinn af klassískum húsgögnum einbeitir Fjordfiesta sér að því að uppgötva og kynna falda demanta úr norskri hönnunarsögu.

Þeirra fyrsta verk var að endurkynna tímalausu Scandia húsgagnalínuna, hannaða af Hans Brattrud á sjötta áratugnum. Stólarnir hafa hingað til aðeins verið fáanlegir á antík mörkuðum undanfarna áratugi.

Við erum stolt af því að bæta Fjordfiesta við vandað vöruúrval okkar af klassískri hönnun.

PUFFIN PRIDE

Ísland er sannarlega heimili lundans. Skörðótt og klettum girt strandlengja Íslands hýsir stærsta lundavarp heims. Um 60% af lundastofni heimsins verpir þar. Lundinn er einnig sá fugl sem mest er af á og við landið.

Epal hefur í samstarfi við hönnuðinn Sigurjón Pálsson bætt nýjum lunda á markað og kemur hann í takmörkuðu upplagi í tengslum við Hinsegin daga í Reykjavík. Lundinn ber nafnið Puffin Pride og ber goggurinn liti regnbogans sem einkennir regnbogafánann sem notaður er við gleðigöngur hinsegin daga víðast hvar í heiminum. Regnbogafáninn var hannaður árið 1978 í San Francisco. Litirnir áttu að tákna samfélag og fjölbreytileika hinsegin fólks.

Hluti söluverðs lundans rennur til Hinsegin daga í Reykjavík sem eru sjálfstæð sjálfboðaliðasamtök sem stýrt hafa hátíðarhöldum við gleðigönguna í Reykjavík undanfarin ár.

Þú finnur Puffin Pride í vefverslun Epal

Hönnunarmars 2020 // IHANNA HOME

Epal tekur þátt í HönnunarMars tólfta árið í röð með vandaðri sýningu á íslenskri hönnun. IHANNA HOME er á meðal sýnenda í Epal á HönnunarMars. 

IHANNA HOME er íslenskt hönnunarfyrirtæki sem var stofnað af Ingibjörgu Hönnu Bjarnadóttur árið 2008, með tilkomu Krumma herðartrés. Fyrirtækið hannar og framleiðir hágæða hönnunarvörur með grafísku ívafi sem eru í senn gagnlegar og fallegar á öllum heimilum. Innblásturinnn kemur úr okkar nær umhverfi. Markmiðið er að bjóða upp á vörur þar sem einfaldleiki, gæði og notagildi fara saman. 

Á HönnunarMars í Epal sýnir IHANNA HOME vandaðar nýjar textílvörur, rúmteppi, viskastykki, sængurver og fleira.

 

Hönnunarmars 2020 // Anna Thorunn

Epal tekur þátt í HönnunarMars tólfta árið í röð með vandaðri sýningu á íslenskri hönnun. Anna Thorunn er á meðal sýnenda í Epal á HönnunarMars. 

Stuttu eftir útskrift frá Listaháskóla Íslands í vöruhönnun 2007 stofnaði Anna Þórunn Hauksdóttir fyrirtækið sitt ANNA THORUNN. Vörurnar eru hannaðar og framleiddar út frá innblástri af eigin upplifun og tilfinningum. Hönnunin byggist á einskonar ástríðuferðalagi sem Anna Þórunn leggur í sem part af hönnunarferlinu. Ferlið endar svo með hlut sem hefur ekki einungis notagildi heldur vekur einnig upp tilfinningar hjá notandanum.

Glervasinn Bliss var kynntur fyrst á HönnunarMars 2019 verður nú formlega kynntur í fjórum nýjum litum ásamt nýrri Bliss skál. Værðavoð hefur bæst við línuna COWBOY DREAM og verður það einnig kynnt formlaga í fyrsta skipti.

Verið velkomin á Hönnunarmars í Epal Skeifunni.

Hönnunarmars 2020 // Pastelpaper

Epal tekur þátt í HönnunarMars tólfta árið í röð með vandaðri sýningu á íslenskri hönnun. Pastelpaper er á meðal sýnenda í Epal á HönnunarMars. 

Ný kortalína Pastelpaper sem heitir Colors of Iceland verður frumsýnd á HönnunarMars í Epal. Colors of Iceland er eins og nafnið gefur til kynna einskonar litaprufur fyrir Ísland. Ísland er eins og við öll vitum dásamlega fallegt og hefur að geyma einstaka liti frá náttúrunnar hendi. Kortalínan samanstendur af 10 kortum sem tákna 10 staði, staðirnir voru litgreindir og saman eru kortin litapalletta fyrir Ísland. Það mun svo án ef bætast fleiri staðir við í framtíðinni enda af nóg af taka þegar kemur af áhugaverðum stöðum á Íslandi. Kortin eru prentuð á 400gr pappír, framleidd á Íslandi og eru góð leið til að bæta smá lit í lífið.

Linda Jóhannsdóttir mun einnig sýna aðra nýja línu sem heitir 2020, línan varð til í samgöngubanninu þar sem Linda ákvað að mála eina mynd á dag, sem var seld á slaginu þrjú á Instagram síðu Pastelpaper. Myndirnar urðu 40 talsins og fengu færri mynd en vildu. Nýja línan Pastelpaper er unnin út frá þeim myndum, myndirnar verða í A4, eru áritaðar og númeraðar og verða í afar takmörkuðu magni.”

Hönnunarmars 2020 // Arkitýpa

Epal tekur þátt í HönnunarMars tólfta árið í röð með vandaðri sýningu á íslenskri hönnun. Arkitýpa er á meðal sýnenda í Epal á HönnunarMars. 

Á sýningunni verða sýndar ARKITÝPUR eða rýmisgögn, sem eru hannaðir hlutir unnir upp úr arkitektónískum teikningum og formrænnri hugmyndavinnu, með sjálfbærni hráefna að leiðarljósi.

Nýskapandi arkitektúr og endurnýtt hráefni úr byggingariðnaði sameinast í afurðum ARKITÝPU. ARKITÝPA er samstarf tveggja arkitekta, Ástríðar Birnu Árnadóttur FAÍ og Karitas Möller FAÍ.
ARKITÝPUR eru hannaðir hlutir með það í huga að auka á samspil milli upplifunar þeirra og nýtingu rýmisins sem þeir eru staðsettir í. Þetta geta verið byggingarhlutar eða húsgögn sem skapa nýja sýn, gæði og upplifun í rýminu. Leikið er með skala, form, liti, efni og samsetningar. Arkitýpur eru leikandi teikningar sem taka á sig form og eru leiðandi afl í sköpun og tilurð hlutanna.
ARKITÝPA hlaut nýverið rannsóknar- og þróunarstyrk Hönnunarsjóðs til þess að þróa áfram frumgerðir að hönnun, en frumstig þeirrar hönnunar var sýnd á Hönnunarmars 2019. Sýningin samanstendur af afrakstri þeirrar þróunar- og rannsóknarvinnu, þar sem áhersla verður lögð á endurnýtt byggingarefni, og hins vegar forhönnun að rýmisgögnum unnum úr endurnýttum vegstikum. ARKITÝPA hóf samstarf við Vegagerðina á Nýsköpunarmóti nýverið, um hugmyndavinnu að því hvernig væri hægt að endurnýta vegstikur, en mikið af þeim fellur til á ári hverju sem væri upplagt að gefa nýtt form og hlutverk. Hið óvænta samspil milli vegstika og rýmisgagna mun lifna við í nýju samhengi og samsetningu, þar sem ólíkum efnum með ólíkt hlutverk verður teflt saman – og útkoman verður líkt og að stíga inn í þrívíða teikningu þar sem litir, strúktúrar og form yfirtaka rýmið.

Hönnunarmars 2020 // Ingólfur Örn Guðmundsson

Epal tekur þátt í HönnunarMars tólfta árið í röð með vandaðri sýningu á íslenskri hönnun. Ingólfur Örn Guðmundsson iðnhönnuður er á meðal sýnenda í Epal á HönnunarMars. 
Regina er einfaldur þrýhyrndur vasi sem má raða saman á ólíka vegu eftir hæð eða lit. Vasinn getur staðið einn og sér eða sem vasi fyrir greinar eða blóm. Regina kemur í þremur mismunandi litum, grámattur, silfur og brons í eftirfarandi hæðum: 36 cm, 29 cm og 24 cm.
Regina vasarnir fást í Epal Skeifunni.
Ingólfur Örn Guðmundsson sótti nám á hönnunarbraut Iðnskólans í Hafnarfirði haustið 1990 og hóf nám í Iðnhönnun við The Ohio State University í Columbus Ohio 1991 og útskrifaðist með láði árið 1995. Vann með námi um tveggja ára skeið hjá Design Central Hönnunarfyrirtækinu í Columbus Ohio og vann lokaverkefni sitt fyrir Marel en verkefnið var hönnun á einfaldri vog. Var ráðinn til Marel sem vöruhönnuður sumarið 1995 og hannaði nokkrar vörur á ferli sínum hjá Marel ásamt því að leiða ímyndar- og markaðsmál Marel um 24 ára skeið.
Ingólfur Örn starfar í dag sem yfirmaður viðskiptaþróunar hjá Nýsköpunarfyrirækinu Skaginn 3X.
Regina vasarnir eru til sýnis á HönnunarMars í Epal dagana 25. – 27. júní.

Hönnunarmars 2020 // ÖRN DUVALD

Epal tekur þátt í HönnunarMars tólfta árið í röð með vandaðri sýningu á íslenskri hönnun. ÖRN DUVALD er á meðal sýnenda í Epal á HönnunarMars. 

ÖRN DUVALD – Pétur Örn Eyjólfsson (IS) & Søren Oskar Duvald (DK) eru báðir með bakgrunn í arkitektúr og hafa unnið saman síðan 2012. Áhugi þeirra á hönnun byggir að miklu leiti á opnum tilgangi gagnvart því að vinna þvert á aðra fleti lista og skapandi greina. Þá í verkum sem mörg hver vísa í hugtakaheim samtímalistar og arkitektúrs. Hefur þetta samstarf skilað sér í ýmsum verkefnum, bæði byggð verk, húsgagnahönnun og verk sem unnin hafa verið unnin í tengslum við lista- og hönnunarsýningar.

Á Hönnunarmars í Epal verður til sýnis stóll sem gerður er úr 100% uppunnu textílsefni. Stóllinn endurspeglar áskoranir fataiðnaðarins í sjálfbærni með því að nýta sér endurunninn textíl og á sama tíma draga úr neyslu húsgagnaiðnaðarins á hráefni.

Stóll sem notandinn setur sjálfur saman í höndunum. Plötur gerðar úr afgangs og endurnýtanlegri bómull eru CNC-skornar í sex stykki sem fest eru saman með máluðum stálfestingum. Stóllinn er tilraun í að nota iðnaðarframleitt uppunnið hráefni í húsgagnaframleiðslu og leitar þannig nýrra leiða að sjálfbærni með tilliti til hönnunar, efnisnotkunar, framleiðslu, flutninga og fagurfræði.

Verið velkomin á Hönnunarmars í Epal Skeifunni.