Hönnunarmars 2020 // Anna Thorunn

Epal tekur þátt í HönnunarMars tólfta árið í röð með vandaðri sýningu á íslenskri hönnun. Anna Thorunn er á meðal sýnenda í Epal á HönnunarMars. 

Stuttu eftir útskrift frá Listaháskóla Íslands í vöruhönnun 2007 stofnaði Anna Þórunn Hauksdóttir fyrirtækið sitt ANNA THORUNN. Vörurnar eru hannaðar og framleiddar út frá innblástri af eigin upplifun og tilfinningum. Hönnunin byggist á einskonar ástríðuferðalagi sem Anna Þórunn leggur í sem part af hönnunarferlinu. Ferlið endar svo með hlut sem hefur ekki einungis notagildi heldur vekur einnig upp tilfinningar hjá notandanum.

Glervasinn Bliss var kynntur fyrst á HönnunarMars 2019 verður nú formlega kynntur í fjórum nýjum litum ásamt nýrri Bliss skál. Værðavoð hefur bæst við línuna COWBOY DREAM og verður það einnig kynnt formlaga í fyrsta skipti.

Verið velkomin á Hönnunarmars í Epal Skeifunni.

Hönnunarmars 2020 // Pastelpaper

Epal tekur þátt í HönnunarMars tólfta árið í röð með vandaðri sýningu á íslenskri hönnun. Pastelpaper er á meðal sýnenda í Epal á HönnunarMars. 

Ný kortalína Pastelpaper sem heitir Colors of Iceland verður frumsýnd á HönnunarMars í Epal. Colors of Iceland er eins og nafnið gefur til kynna einskonar litaprufur fyrir Ísland. Ísland er eins og við öll vitum dásamlega fallegt og hefur að geyma einstaka liti frá náttúrunnar hendi. Kortalínan samanstendur af 10 kortum sem tákna 10 staði, staðirnir voru litgreindir og saman eru kortin litapalletta fyrir Ísland. Það mun svo án ef bætast fleiri staðir við í framtíðinni enda af nóg af taka þegar kemur af áhugaverðum stöðum á Íslandi. Kortin eru prentuð á 400gr pappír, framleidd á Íslandi og eru góð leið til að bæta smá lit í lífið.

Linda Jóhannsdóttir mun einnig sýna aðra nýja línu sem heitir 2020, línan varð til í samgöngubanninu þar sem Linda ákvað að mála eina mynd á dag, sem var seld á slaginu þrjú á Instagram síðu Pastelpaper. Myndirnar urðu 40 talsins og fengu færri mynd en vildu. Nýja línan Pastelpaper er unnin út frá þeim myndum, myndirnar verða í A4, eru áritaðar og númeraðar og verða í afar takmörkuðu magni.”

Hönnunarmars 2020 // Arkitýpa

Epal tekur þátt í HönnunarMars tólfta árið í röð með vandaðri sýningu á íslenskri hönnun. Arkitýpa er á meðal sýnenda í Epal á HönnunarMars. 

Á sýningunni verða sýndar ARKITÝPUR eða rýmisgögn, sem eru hannaðir hlutir unnir upp úr arkitektónískum teikningum og formrænnri hugmyndavinnu, með sjálfbærni hráefna að leiðarljósi.

Nýskapandi arkitektúr og endurnýtt hráefni úr byggingariðnaði sameinast í afurðum ARKITÝPU. ARKITÝPA er samstarf tveggja arkitekta, Ástríðar Birnu Árnadóttur FAÍ og Karitas Möller FAÍ.
ARKITÝPUR eru hannaðir hlutir með það í huga að auka á samspil milli upplifunar þeirra og nýtingu rýmisins sem þeir eru staðsettir í. Þetta geta verið byggingarhlutar eða húsgögn sem skapa nýja sýn, gæði og upplifun í rýminu. Leikið er með skala, form, liti, efni og samsetningar. Arkitýpur eru leikandi teikningar sem taka á sig form og eru leiðandi afl í sköpun og tilurð hlutanna.
ARKITÝPA hlaut nýverið rannsóknar- og þróunarstyrk Hönnunarsjóðs til þess að þróa áfram frumgerðir að hönnun, en frumstig þeirrar hönnunar var sýnd á Hönnunarmars 2019. Sýningin samanstendur af afrakstri þeirrar þróunar- og rannsóknarvinnu, þar sem áhersla verður lögð á endurnýtt byggingarefni, og hins vegar forhönnun að rýmisgögnum unnum úr endurnýttum vegstikum. ARKITÝPA hóf samstarf við Vegagerðina á Nýsköpunarmóti nýverið, um hugmyndavinnu að því hvernig væri hægt að endurnýta vegstikur, en mikið af þeim fellur til á ári hverju sem væri upplagt að gefa nýtt form og hlutverk. Hið óvænta samspil milli vegstika og rýmisgagna mun lifna við í nýju samhengi og samsetningu, þar sem ólíkum efnum með ólíkt hlutverk verður teflt saman – og útkoman verður líkt og að stíga inn í þrívíða teikningu þar sem litir, strúktúrar og form yfirtaka rýmið.

Hönnunarmars 2020 // Ingólfur Örn Guðmundsson

Epal tekur þátt í HönnunarMars tólfta árið í röð með vandaðri sýningu á íslenskri hönnun. Ingólfur Örn Guðmundsson iðnhönnuður er á meðal sýnenda í Epal á HönnunarMars. 
Regina er einfaldur þrýhyrndur vasi sem má raða saman á ólíka vegu eftir hæð eða lit. Vasinn getur staðið einn og sér eða sem vasi fyrir greinar eða blóm. Regina kemur í þremur mismunandi litum, grámattur, silfur og brons í eftirfarandi hæðum: 36 cm, 29 cm og 24 cm.
Regina vasarnir fást í Epal Skeifunni.
Ingólfur Örn Guðmundsson sótti nám á hönnunarbraut Iðnskólans í Hafnarfirði haustið 1990 og hóf nám í Iðnhönnun við The Ohio State University í Columbus Ohio 1991 og útskrifaðist með láði árið 1995. Vann með námi um tveggja ára skeið hjá Design Central Hönnunarfyrirtækinu í Columbus Ohio og vann lokaverkefni sitt fyrir Marel en verkefnið var hönnun á einfaldri vog. Var ráðinn til Marel sem vöruhönnuður sumarið 1995 og hannaði nokkrar vörur á ferli sínum hjá Marel ásamt því að leiða ímyndar- og markaðsmál Marel um 24 ára skeið.
Ingólfur Örn starfar í dag sem yfirmaður viðskiptaþróunar hjá Nýsköpunarfyrirækinu Skaginn 3X.
Regina vasarnir eru til sýnis á HönnunarMars í Epal dagana 25. – 27. júní.

Hönnunarmars 2020 // ÖRN DUVALD

Epal tekur þátt í HönnunarMars tólfta árið í röð með vandaðri sýningu á íslenskri hönnun. ÖRN DUVALD er á meðal sýnenda í Epal á HönnunarMars. 

ÖRN DUVALD – Pétur Örn Eyjólfsson (IS) & Søren Oskar Duvald (DK) eru báðir með bakgrunn í arkitektúr og hafa unnið saman síðan 2012. Áhugi þeirra á hönnun byggir að miklu leiti á opnum tilgangi gagnvart því að vinna þvert á aðra fleti lista og skapandi greina. Þá í verkum sem mörg hver vísa í hugtakaheim samtímalistar og arkitektúrs. Hefur þetta samstarf skilað sér í ýmsum verkefnum, bæði byggð verk, húsgagnahönnun og verk sem unnin hafa verið unnin í tengslum við lista- og hönnunarsýningar.

Á Hönnunarmars í Epal verður til sýnis stóll sem gerður er úr 100% uppunnu textílsefni. Stóllinn endurspeglar áskoranir fataiðnaðarins í sjálfbærni með því að nýta sér endurunninn textíl og á sama tíma draga úr neyslu húsgagnaiðnaðarins á hráefni.

Stóll sem notandinn setur sjálfur saman í höndunum. Plötur gerðar úr afgangs og endurnýtanlegri bómull eru CNC-skornar í sex stykki sem fest eru saman með máluðum stálfestingum. Stóllinn er tilraun í að nota iðnaðarframleitt uppunnið hráefni í húsgagnaframleiðslu og leitar þannig nýrra leiða að sjálfbærni með tilliti til hönnunar, efnisnotkunar, framleiðslu, flutninga og fagurfræði.

Verið velkomin á Hönnunarmars í Epal Skeifunni.

Hönnunarmars 2020 // Ólöf Erla Bjarnadóttir

Epal tekur þátt í HönnunarMars tólfta árið í röð með vandaðri sýningu á íslenskri hönnun. Ólöf Erla er á meðal sýnenda í Epal á HönnunarMars. 

Ólöf Erla er keramiker og rekur eigið verkstæði að Hamraborg 1 í Kópavogi. Hún hefur starfað á flestum sviðum fagsins bæði við handunnar vörur og hönnun, ein og í samstarfi við aðra.

Á Hönnunarmars í Epal kynnir Ólöf Erla hengipotta fyrir blóm.

“Rauðleir hefur verðir notaður sem efni í blómapotta um áraraðir og hentar gróðri vel þar sem hann loftar vel, gefur frá sér umfram raka og skapar þannig lífvænlegt umhverfi fyrir plönturnar. Pottarnir sem hér eru sýndir eru samt vatnsheldir og hugsaðir sem pottahlífar. Þeir eru frumgerðir að nýrri renndri línu í tveimur stærðum. Pottarnir eru hringlaga en form botnsins er lífrænt og vísar í jarðveginn og leirinn sjálfan. Grófar náttúrlegar fellingar þrýstast niður úr beinu leirveggjunum og mynda kúptan botn sem nýtur sín vel hangandi. Pottarnir fljóta fallega í rými og minna á upprunann, jarðveginn og leirinn sem umlykur plönturnar. Þrjú sterk hringlaga göt fyrir kaðla og snæri undirstrika funkskjón pottanna og gefa þeim ákveðið yfirbragð.

Pottarnir eru frumgerðir á nýrri handgerðri línu hangandi blómapotta í þremur stærðum. Þeir eru úr rauðleir, sem er algengasta efnið í blómapottum og það efni sem flestir tengja við slík ílát. Þeir eru vatnsheldir. Hangandi blómapottar, svífandi ílát er spennandi viðfangsefni sem hentar vel þar sem pottablóm eru mjög vinsæl í híbýlum í dag. Þar sem þeir eru hangandi, stækka þeir rýmið í íbúðinni sem hægt er að nota fyrir blóm og eru þess vegna spennandi viðfangsefni. Þar sem þeir svífa í lausu lofti finnst mér líka áhugavert að leggja áherslu á útlit botnanna þar sem þeir sjást svo vel.”

Hönnunarmars 2020 // stundumstudio

Epal tekur þátt í HönnunarMars tólfta árið í röð með vandaðri sýningu á íslenskri hönnun. Stundumstudio er á meðal sýnenda í Epal á HönnunarMars. 

Í ár samanstendur stundumstudio af Bjarma Fannari Irmusyni og Kristínu Soffíu Þorsteinsdóttur.  Þau eru vöruhönnuðir frá Lhí og hafa frá útskrift árið 2018, rannsakað íslensku ullina, eiginleika hennar og möguleika.  Undanfarin tvö ár hafa þau leitað leiða til að setja ullina í nýtt samhengi og nýjan búning með það að markmiði að opna augu fólks fyrir þeim möguleikum sem íslenska ullin býr yfir.

Á Hönnunarmars 2020 mun stundumstudio upplýsa íslensku ullina. Ullin er hér sett í nýtt samhengi og annað form en vanter. stundumstudio sýnir verk sem unnið hefur verið á síðustumánuðum sérstaklega fyrir Hönnunarmars 2020. Verkið erniðurstaða tveggja ára rannsóknar og tilrauna á íslenskuullinni og eiginleikum hennar. Markmið vinnu stundumstudiosá íslensku ullinni er að setja þetta þekkta efni í nýtt samhengifyrir nýjan markhóp þar sem aukin verðmætasköpun ogupphafning efnisins er hinn rauði þráður. Leitast er við aðfinna nýja áhugaverða fleti á efninu og leiðir til að nota það ánýjan, spennandi og hagkvæman hátt.

Vertu velkomin/ á Hönnunarmars í Epal Skeifunni.

Hönnunarmars 2020 // Gömul klassísk sem rís upp

Epal tekur þátt í HönnunarMars tólfta árið í röð með vandaðri sýningu á íslenskri hönnun. Stóll Helga Hallgrímssonar sem endurgerður er af Finn Juhl verður sýndur í Epal á Hönnunarmars.

Helgi Hallgrímsson var einn virtasti húsgagnaarkitekt tuttugustu aldar. Á Hönnunarmars 2020 frumsýnir Epal endurgerð á íslenskum stól eftir Helga Hallgrímsson, sem smíðaður er af hinu virta, danska húsgagnafyrirtæki House of Finn Juhl.

Árið 1960 sýndi Helgi Hallgrímsson þennan forláta armstól og fótskemil á sýningu Félags húsgagna- og innanhúsarkitekta og nú 60 árum síðar hefur House of Finn Juhl hafið framleiðslu á stólnum.

Einstök íslensk hönnun í númeruðum eintökum. 

 

GÖMUL KLASSÍSK RÍS UPP

 

Helgi Hallgrímsson er ekki nafn sem allir þekkja. Kannski var það hógværðin í þessum lágstemmda manni sem gerði það að verkum að nafn hans hefur ekki skinið jafn hátt og starfsbræðra hans og kollega. Það er alla vega ljóst að það er ekki skorti á hæfileikum eða gjörvuleika um að kenna.

 

Nú hefur hið virta húsgagnafyrirtæki Finn Juhl, sem sérhæfir sig í vandaðri smíði á danskri hönnun, ákveðið í samstarfi við Epal að endurgera stól og skemil sem Helgi hannaði fyrir sýningu Félags húsgagna- og innanhúsarkitekta árið 1960 og verður stóllinn „endur-frumsýndur“ á Hönnunarmars.

-En hver var Helgi?

„Pabbi var alltaf svo hógvær og talaði ekki mikið um sín störf. Ég áttaði mig ekki almennilega á hversu vel þekktur og virtur hann væri af kollegum sínum fyrr en að honum látnum,“ segir Rut Helgadóttir, dóttir Helga, sem rifjar upp að hans sé til að mynda getið í ítalskri hönnunarbók um sögu evrópskrar hönnunar á tuttugustu öld.

 

„Hann fæddist á Patreksfirði árið 1911 en fór 16 ára til náms í húsgagnasmíði Iðnskólann í Reykjavík. Eftir að hafa klárað sveinsstykkið sigldi hann út með Dronning Alexandria og hóf nám við Listiðnaðarskólann í Kaupmannahöfn. Hann lauk þar prófi sem húsgagnaarkitekt árið 1938 en var jafnframt um tíma við nám í Þýskalandi. Í Danmörku var hann í góðum félagsskap, en meðal vina hans og kunningja voru Hans Wenger og Børge Mogensen sem eru með þekktustu hönnuðum heims í dag og áttu þátt í að móta danska hönnun. Þetta voru góðir vinir sem héldu sambandi og ég á til að mynda fallegt bréf frá Börje þar sem hann þakkar gjafirnar til ungs sonar síns,“ segir Rut og bendir á að Helgi hafi þannig verið beintengdur inn í hina miklu upprisu danskrar hönnunar um miðbik síðustu aldar sem flestir þekkja.

 

Rut lýsir föður sínum sem einstökum séntílmanni og miklum heimsmanni, sem er svolítið sérstakt fyrir mann sem er alinn upp í barnmergð á Patreksfirði og það af fátæku fólki. Það sama hefði mátt segja um móður hennar, Svövu Vigfúsdóttur, en þau voru bæði afar smekklegt fólk með auga fyrir hönnun. Helgi og Svava áttu tvö börn, Rut og Hallgrím. „Pabbi las mikið og var hæglátur en gat þó verið hrókur alls fagnaðar. Hann var mjög skarpur og með góðan húmor en tranaði sér ekki fram. Hann var ástríðufullur baráttumaður á sinn hæga hátt, en gat líka verið svolítið stífur ef hann vissi að hann hefði rétt fyrir sér.“

 

Helgi starfaði alla tíð sem húsgagna- og innanhússarkitekt, en samhliða því miðlaði hann þekkingunni áfram og kenndi teikningu og stílfræði við Iðnskólann í Reykjavík frá 1940-1985, þar af yfirkennari í 16 ár. „Hann hvatti þar marga efnilega arkitekta til að fara út í frekari nám. Hann skrifaði einnig mikið og hélt erindi víða, honum var í mun að koma húsgagnahönnun og arkitektúr á stall. Hann var mjög virkur í félagsmálum, starfaði engi með Oddfellowreglunni í Reykjavík og Iðnaðarmannafélaginu í Reykjavík auk þess að vera einn af stofnendum Félags húsgagnaarkitekta, síðar Félags húsgagna- og innanhússarkitekta, og var heiðursfélagi þar. Hann var virtur fagmaður af sínum félögum.“

Hönnun Helga
„Pabbi tók að sér mörg áhugaverð og skemmtileg verkefni sem vöktu athygli, hann innréttaði til að mynda innréttingar og húsgögn fyrir Landsbankann, Hæstarétt og Forsetaembættið. Hann tók þátt í ýmsum samsýningum ásamt Sveini Kjarval og öðrum hönnuðum sem blómstruðu á þessum sama tíma. Hann hafði næma tilfinningu fyrir hlutföllum og að sitja rétt, svo stólarnir voru þægilegir“

Rut segir heimili fjölskyldunnar að Sigtúni 37 hafa verið glæsilegt og einstaklega vel hannað en faðir hennar sá um allar innréttingarnar. Hann hafi þá gjarnan hugað að snjöllum lausnum til að auðvelda húsmóðurinni verkin. „Allt var svo fallegt og vel gert. Hann var mjög uppfinningasamur og var mikið í mun að leysa mál fyrir húsmæður. Í eldhúsinu voru skáparnir til að mynda með rimlarúllum, svo þú værir ekki að reka höfuðið í skápahurðirnar þegar þær opnast, það var straubretti sem datt út úr skáp og Electrolux hrærivélin var í sérhönnuðum skáp, föst á bretti.“

 

 

DANSKIR MEISTARAR ENDURGERA STÓL HELGA

 

Árið 1960 sýndi Helgi Hallgrímsson forláta armstól og fótskemil á sýningu Félags húsgagna- og innanhúsarkitekta. „Faðir minn, Garðar Gíslason, var þá ungur maður í Menntaskólanum í Reykjavík.  Mætti hann á sýninguna og rak strax augun í stólinn góða.  Þar sem hann hafði ekki getu til að kaupa stólinn var það honum til happs að móðir hans, sem var með í för, ákvað að kaupa stólinn og gefa honum og hefur stóllinn verið í stöðugri notkun í 60 ár,“ segir Kristján Garðarsson, arkitekt, sonur Garðars, og hýsir nú gripinn.

 

„Með þessum kaupum hvarf stóllinn sýn flestra, og lenti þannig má segja í glatkistunni, alla vega gagnvart umheiminum.  Þó er líklegt að til sé annað eintak, klætt ullaráklæði, en ekki er vitað hvort svo sé og þá hvar hann er niðurkominn – en hann kemur kannski í ljós núna þegar stóllinn hefur verið endurgerður!“

Hluti af dönsku bylgjunni

Helgi var hluti af þeim straumum og stefnum sem voru í skandinavískri hönnun um miðja öldina, enda menntaður í Danmörku. „Það má til að mynda sjá talsverð líkindi með stólnum hans Helga og The France Chair sem Finn Juhl teiknaði fyrir danska húsgagnaframleiðandann France & Son. Mætast í stólunum tveim næm tilfinning fyrir rými og hvernig húsgagn tekur sér stöðu sem skúlptúr – á sama tíma og þessi fljótandi form eru vandlega mótuð til að styðja við líkamann,“ segir Kristján og fullyrðir að Helgi eigi mikið inni sem hönnuður.

„Í spjalli við Eyjólf Pálsson fyrir nokkrum árum nefndi ég að það væri gaman að gera nokkur eintök af stólnum: Bæði þætti mér ábyrgðarhlutur að hugsanlega væri einungis til eitt eintak og hyggilegt væri að gera alla vega varaeintak – og svo ekki síður að mér þætti við hæfi að varpa á ný ljósi á Helga sem hönnuð. Eyjólfur ræddi þetta við Kjartan son sinn, framkvæmdastjóra Epal, og tóku þeir vel í þessa hugmynd þó fjárhagsleg áhætta lægi öll þeirra megin. Eyjólfur stakk upp á vinum sínum hjá House of Finn Juhl, þeim Ivan Hansen og og Henrik Sorensen – fáum væri betur treystandi til að endurgera stólinn á sem vandaðastan hátt,“ útskýrir Kristján og segir að Ivan og Eyjólfur hafi komið nokkrum sinnum og skoðað stólinn hjá sér, prófað og velt fyrir sér. „Fór loks svo að stóllinn var sendur utan og mældur allur upp.  Eina sem ég óskaði í þeim efnum var að hann yrði ekki losaður upp á neinn hátt og héldi alveg upprunalegri samsetningu. Nú er hann kominn aftur heim í stofu – og að auki 25 tölusett eintök sem þeir feðgar í Epal hafa hjá sér.  Það verður gaman að fylgjast með viðbrögðum við stólnum, ég tel alla vega að Helgi Hallgrímsson eigi mikið inni sem hönnuður.“

 

Vandaður gripur

Armstóllinn og fótskemillinn sem Helgi Hallgrímsson teiknaði voru smíðaðir af Friðriki Þorsteinssyni og bólstraðir af Ásgrími P. Lúðvíkssyni.  „Það má segja að þar hafi verið valinn maður í hverju rúmi;  geysifalleg teikning sem hlýtur að hafa verið flókið að koma í þrívítt form, klappað í palisander harðvið og ekki síður vandasamt að bólstra.  Ásgrímur náði t.d. að bólstra bakið þannig að hann saumaði leðrið aftan á laust bakstykkið, þá var bakið fest á grindina og svo saumaði hann framhlutann.  Þannig sjást engar festingar og er nánast ógjörningur að hugsa sér að framleiða stól svona í dag.  Enda er þetta módelstykki,“ segir Kristján Garðarsson, arkitekt.

 

Hönnunarmars 2020 // FORMER

Epal tekur þátt í HönnunarMars tólfta árið í röð með vandaðri sýningu á íslenskri hönnun. Former er á meðal sýnenda í Epal á HönnunarMars. 

Arkitektarnir Ellert Hreinsson og Rebekka Pétursdóttir standa á bakvið FORMER. Á Hönnunarmars kynna þau sínar fyrstu vörur undir vörulínunni VERA, þar sem markmiðið er að bjóða upp á vörur þar sem fjölbreytt notagildi, einfaldleiki og gæði fara saman.

VERA bekkur –  Fjölnota bekkur með blaðagrind sem kemur í grunninn í tveimur útfærslum, með eða án hliðarborðs úr náttúrusteini (Granít). Einnig er hægt að skipta út prófíl/um í blaðagrind fyrir háan prófíl, býður það á breytt notkunargildi, sem fatahengi sem dæmi

VERA hilla – Stílhrein lausn á nútímaheimilið, nýtist vel í að brjóta upp opin rými til að fá meiri nánd.  Hillan er hugsuð með það að leiðarljósi að notandinn geri hana að sinni, að persónuleiki notandans sé í fyrsta sæti (primary) en hillan í öðru (secondary).

Hillan skiptist í tvennt, hilla með báruðu gleri og opnir endar sem nýtast til að geyma glös, bolla eða búsáhöld svo dæmi séu tekin.

Verið velkomin á Hönnunarmars í Epal Skeifunni. 

Hönnunarmars 2020 // Hið íslenska tvíd

Epal tekur þátt í HönnunarMars tólfta árið í röð með vandaðri sýningu á íslenskri hönnun. Kormákur og Skjöldur eru á meðal sýnenda í Epal á HönnunarMars með sýninguna Hið íslenska tvíd“.

Kormákur og Skjöldur tilkynna með ánægju að í fyrsta skipti í tæp 50 ár er hafin framleiðsla á íslensku „tvídi“. Á HönnunarMars þá kynnum við efnið og sýnum jakka, vesti, buxur og höfuðföt úr efninu. Epal sýnir einnig klassísk húsgögn bólstuð með íslensku tvídi.

Okkur hjá Kormáki og Skildi og Epal er sönn ánægja að tilkynna að í fyrsta skipti í tæp 50 ár þá er hafin framleiðsla á íslensku “ Tweedi “

Á hönnunarmars þá erum að að fagna verkefni sem Kormákur og Skjöldur hafa verið að undirbúa í nokkur ár sem er framleiðsla á íslensku “ Tweedi “ eða vaðmáli úr íslenskri ull. Vara sem ekki hefur verið framleitt hérlendis síðan á sjöunda áratug síðustu aldar. Sú var tíðin að íslenskt Tweed efni var framleitt hérlendis. Öll stig framleiðslunnar voru unnin hér. Allt frá því að bóndinn afhenti hráa ullina, ullin var hreinsuð og þvegin, kembd og spunnið úr henni ullarband. Bandið var svo ofið í Tweed efni sem var notað í fatnað, teppi, áklæði og margskonar aðra hluti. Gamla Álafoss úlpan er gott dæmi um fatnað sem nýtti íslenskt tweed.

Sumar aðferðir við vinnslu textílefna hafa þó viðhaldist betur hér á landi en aðrar. Prjón og hekl eru aðal vinnsluaðferðir okkar. Vefnaðurinn er talinn gera textílefnið sterkara en við erum ekki að framleiða ofin textílefni lengur og hefur vefnaður úr íslensku ullinni horfið að mestu leyti. Sá tækjakostur og þekking sem var til hérlendis er því miður horfin og því enginn iðnaðarvefnaður til staðar lengur. Textílframleiðslan á ullinni er því frekar einhæf hér á landi.

Hjá Kormáki og Skildi höfum við haft það markmið að snúa þróuninni við þegar kemur að vefnaði úr íslenskri ull. Okkar sýn er að iðnaðarvefnaður úr íslenskri ull komist aftur á laggirnar hér á landi. Því höfum við hafið framleiðslu á íslensku “ Tweed “ bæði fyrir innlendan markað og erlendan.

Ullin í “ Tweedinu “ er í grunnlitunum fjórum þ.e. mórauður, hvítur, grár og svartur. Úr þessum fjórum litum hönnum við úrval mynstra og blöndum samana litunum sem saman mynda heildstæða línu. Ullin kemur frá öllum landshornum Íslands, ullarbandið er spunnið af Ístex í Mosfellsbæ og er svo er “ Tweedið “ ofið í einni bestu millum í Evrópu, Seidra í Austurríki. Draumurinn er að geta gert allt ferlið eingöngu hérlendis en til þess vantar enn tæki og þekkingu sem hefur með tímanum tapast að hluta.

Frá árinu 2010 hafa Kormákur & Skjöldur verið að hanna sínar eigin fatalínur sem hafa með árunum stækkað og dafnað. Þar sem viðtökur hafa verið frábærar teljum við að nú sé tímabært að fara skrefi lengra og hanna fatalínu úr íslenskri ull, íslensku Tweed-i. Við viljum að fatalínan okkar verði ekki bara íslensk hönnun heldur einnig úr íslenskum efnivið. Það var upphafið að þessari vöruþróun okkar.

Íslanska ,,Tweedið“ hefur einnig vakið athygli eiganda húsgagnaverslunarinnar Epal, sem frábær kostur sem áklæði fyrir innlenda sem og erlenda húsgagnaframleiðendur. Efnið hefur staðist allar gæðaprófanir og er leitast við að varan sé í senn nátturuvæn og með sömu gæði og samkeppnisaðilar erlendis bjóða upp á.  Markmið Epal er að kynna húsgögn sem bólstruð eru með íslensku „Tweedi“ sem valkost í húsgagnaframleiðslu á Hönnunarmars.
Í verslun Kormáks og Skjaldar verður kynnt fyrsta framleiðslan okkar úr “ Tweedin “ Þar má finna Jakka, Buxur, Vesti og höfuðföt.

Í verslun Epal má finna hinn klassíska EJ 270-3 sófa frá Erik Jörgensen sem fyrirtækið hefur notað hið íslenska “ Tweed “ í framleiðsluna og svo tvær útgáfur af hinum klassisk Kjarvalsstólum endurgerðir með “ Tweedinu “.

 

Verið velkomin á Hönnunarmars í Epal Skeifunni.