Íslensk hönnun í sinni litríkustu mynd // Hönnunarmars 2020 í Epal

Íslensk hönnun í sinni litríkustu mynd

Með þátttöku Epal í tólfta sinn á HönnunarMars verður sýnd áhugaverð hönnun eftir fjölbreyttan hóp hönnuða. Epal hefur haft að leiðarljósi frá stofnun árið 1975 að auka skilning og virðingu fyrir hönnun á Íslandi með því að velja hönnun og gæðavörur sem skara fram úr. Epal hefur alla tíð stutt íslenska hönnuði og lagt sig fram um að hjálpa þeim við að koma verkum sínum á framfæri og í framleiðslu og hluti af því er þátttaka í Hönnunarmars.

Staðsetning: Epal Skeifan 6, 108 Reykjavík.

Hönnunarmars í Epal stendur yfir dagana 24. – 27. júní 2020.

Opnunartími :

FIMT : 10-18

FÖST : 10-18

LAU : 11-16

Afmælistilboð á Trenton sófum frá Eilersen –

Við kynnum frábært tilboð á Trenton sófum frá danska húsgagnaframleiðandanum Eilersen* sem gildir til 31. desember 2020.

Trenton sófinn er í klassískum skandinavískum stíl ásamt því að vera einstaklega þægilegur sem er einmitt það sem Eilersen eru þekktastir fyrir.

Danski húsgagnaframleiðandinn Eilersen eru heimsþekktir í dag fyrir gæði og góða hönnun, en sögu þeirra má rekja aftur til ársins 1895.

Áherslur Eilersen hafa breyst með tímanum og framleiða þeir í dag hágæða bólstruð húsgögn sem þykja með þeim allra vönduðustu. Í dag rekur fjórða kynslóð Eilersen fjölskyldunnar verksmiðjuna sem einbeitir sér að hönnun og smíði á gæða sófum sem njóta mikilla vinsælda um heim allann fyrir einstök gæði og fallega hönnun.

Verið velkomin til okkar í Epal Skeifunni og kynnið ykkur gæði Eilersen sófanna.

 

Afmælistilboð – Svanurinn með 20% afslætti

Við kynnum frábært afmælistilboð á Svaninum eftir Arne Jacobsen.

Svanurinn var upphaflega hannaður af Arne Jacobsen árið 1958 fyrir anddyri og setustofur á SAS Royal Hótelinu í Kaupmannahöfn. Á þeim tíma þótti Svanurinn nýstárlegur stóll, engar beinar línur – heldur aðeins mjúkar línur. Þessi formfagri og klassíski stóll hefur notið mikilla vinsælda undanfarna áratugi og er framleiddur hjá Fritz Hansen.

Svanurinn er nú á frábæru tilboði til 1. ágúst í áklæðunum Christianshavn, Fame og Aura leðri og því hægt að sérsníða stólinn að þínum smekk.

Verið velkomin í verslun okkar í Skeifunni og kynnið ykkur Svaninn á tilboði.

50% afsláttur af náttborðum, náttlömpum og skammelum frá Jensen

Við kynnum nýtt og glæsilegt tilboð frá Jensen sem gildir til 30. júní 2020.

50% afsláttur af náttborðum, náttlömpum og skammelum. 

Jensen rúmin eru gæðavottuð eftir alþjóðlegum stöðlum og bera einnig Svansmerkið, en strangar kröfur þess tryggja að Svansmerkt vara er betri fyrir umhverfið og heilsuna.

Jensen hefur framleitt gæðarúm frá árinu 1947 og hafa þeir hlotið verðlaun frá norska hönnunarráðinu fyrir þægindi, framleiðslu og góða hönnun.
Öll framleiðsla og hönnun fer fram í Noregi og eru rúmin sérsniðin hverjum og einum viðskiptavini með ótal möguleikum varðandi gormakerfi, yfirdýnur, áklæði, fætur, liti og allt útlit rúmsins, einnig er afhendingartími stuttur. Hægt er að velja stillanlegt rúm, Kontinental og boxdýnur ásamt því að Jensen er með úrval af yfirdýnum.

Veldu Jensen rúm fyrir betri og heilbrigðari svefn, nótt eftir nótt, ár eftir ár.

Öll rúm frá Jensen eru með 5 ára ábyrgð og 25 ára ábyrgð á rúmbotnum og gormakerfi. Vertu velkomin í verslun okkar í Skeifunni 6 og sjáðu glæsilegan sýningarsal á efri hæð verslunar okkar þar sem hægt er að kynna sér Jensen rúmin betur.

EJ 220 sófinn er 50 ára í ár

EJ 220 sófinn er 50 ára í ár og bjóðum við í tilefni þess upp á 25% afslátt af sófanum til 31. september 2020.

Erik Jørgensen (1928-1998) var lærður bólstrari og söðlasmiður og stofnaði hann fyrirtæki sitt Erik Jørgensen Møbelfabrik árið 1954 í Svendborg. Upp úr 6. áratugnum var Erik mjög upptekinn af þeirri hugmynd að endurhanna hinn hefðbundna sófa og gera þetta vinsæla húsgagn fagurfræðilega aðlaðandi og þægilega upplifun í senn. Erik hafði hæfileika í því að sameina gott handverk og þekkingu á efnum við nýjustu tískubylgjur í hönnun og var útkoman kassalaga sófinn EJ220 sem nýtur í dag gífurlega mikilla vinsælda og er svo sannarlega klassísk hönnun.

Verið velkomin til okkar í Epal Skeifunni og fáðu ráðgjöf við valið ásamt upplýsingum um verð.

 

Epal mælir með : Viðhald húsgagna með Guardian

Öll húsgögn þarfnast viðhalds

Guardian ver húsgögnin þín og viðheldur fegurð þeirra og verðgildi með vörulínum sem eru sérstaklega hannaðar til að verja leður, textíl, við og fleira. Náttúruleg efni eins og leður og við þarf að hugsa vel um og með því að hreinsa og bera á húsgögnin haldast þau falleg um ókomna tíð.

Við hvetjum ykkur til að kynna ykkur betur þessar gæða vörur. Hægt er að hafa samband við starfsfólk okkar í húsgagnadeild varðandi faglega ráðgjöf hvaða Guardian vöru skal velja, gott er að senda tölvupóst á epal@epal.is. Sjá einnig í vefverslun Epal https://www.epal.is/vorumerki/guardian og á heimasíðu Guardian. 

Við mælum með að skoða þetta myndband hér að neðan frá Fritz Hansen og Carl Hansen & son sem leiðbeinir varðandi umhirðu á leður og viðarhúsgögnum.

 

 

Einstakur safngripur! CH24 dökkblár lakkaður

Til að fagna afmælisdegi Hans J. Wegner hefur hönnuðurinn Ilse Crawford sett sitt mark á Y stólinn.
CH24 árituð afmælisútgáfa Hans J. Wegner í gljáandi dökkbláum lit er bæði aðlaðandi, tímalaus og nútímaleg. Einstakur áritaður safngripur sem aðeins verður til sölu til 30. apríl 2020.

Verið hjartanlega velkomin til okkar í Epal Skeifunni og sjáið þessa einstöku hönnun frá Carl Hansen & Søn

Sumartilboð á útihúsgögnum frá Skagerak

Skagerak er danskt fjölskyldurekið hönnunarfyrirtæki stofnað árið 1976 sem framleiðir gæða húsgögn og smávöru með áherslu á framúrskarandi handverk og klassíska hönnun. Skagerak uppfyllir hæstu gæðastaðla þegar kemur að umhverfi, ábyrgð og gagnsæi og nota þau einnig aðeins FSC vottaðan við í framleiðslu sína.

Við kynnum sumartilboð á útihúsgögnum frá Skagerak! 

Núna er rétti tíminn til að leggja inn pöntun fyrir útihúsgögnum þar sem styttist í hið íslenska sumar þar sem við njótum veðurblíðunnar í garðinum eða á pallinum.

Í Epal finnur þú úrval af glæsilegum og klassískum útihúsgögnum úr miklum gæðum sem endast vel og þola íslenskt veðurfar. Á meðal okkar fremstu fyrirtækja í útihúsgögnum eru dönsku fyrirtækin Skagerak og Cane-line en einnig bjóðum við upp á nútímaleg gæðahúsgögn frá vinsæla danska hönnunarmerkinu HAY sem notið hafa gífulegra vinsælda ásamt umhverfisvænum útihúsgögnum frá Mater. Þú finnur einnig úrval af fallegum smávörum fyrir garðinn og pallinn í Epal.

 

Þú finnur þitt draumarúm í Epal Skeifunni

Í verslun okkar Epal Skeifunni finnur þú glæsilegan sýningarsal með vönduðum rúmum frá Auping og Jensen. Komdu við í verslun Epal og fáðu ráðgjöf sérðfræðings varðandi val á réttu rúmi fyrir þig og þína fjölskyldu. 

 

AUPING 

Auping eru umhverfisvæn rúm með áherslu á gæði, góða hönnun og þægindi. Með yfir 125 ára þekkingu ásamt nýjustu þróun á sviði tækni, vinnuvistfræði og hönnunar, tryggir Auping að veita hágæða svefn og fallega, nútímalega hönnun.

Auping hefur hlotið verðskulduga viðurkenningu fyrir þetta í gegnum árin, með mörgum verðlaunum og vottunum varðandi endingu, áreiðanleika, gæði og hönnun. Einnig vinnur Auping í samræmi við hugmyndafræði Cradle to Cradle / frá vöggu til grafar (C2C). 

Heilbrigt og orkuríkt líf byrjar með góðum nætusvefn. Auping trúir því staðfastlega að gæði svefns megi alltaf bæta.

Vaknaðu orkuríkari á hverjum degi

Með Auping rúmi byrjar þú daginn vel hvíld/ur og full/ur af orku. Auping býður upp á svefnþægindi á hæsta stigi og sameinar margra ára þekkingu ásamt nýjustu þróuninni, sem gerir rúmunum kleift að veita besta stuðninginn og veita framúrskarandi loftföndun.

Auping hefur skarað fram úr í hönnun í mörg ár. Útkoman er bæði nútímaleg og klassísk með hágæða hönnun sem hægt er að setja saman og breyta á óteljandi vegu. Með Auping færðu gæði, góða hönnun og framúrskarandi nýsköpun allt í einu rúmi.

Komdu við hjá okkur í Epal Skeifunni og fáðu ráðgjöf sérðfræðings varðandi val á Auping rúmi fyrir þig. 

 

 

JENSEN 

Jensen rúmin eru gæðavottuð eftir alþjóðlegum stöðlum og bera einnig Svansmerkið, en strangar kröfur þess tryggja að Svansmerkt vara er betri fyrir umhverfið og heilsuna.

Jensen hefur framleitt gæðarúm frá árinu 1947 og hafa þeir hlotið verðlaun frá norska hönnunarráðinu fyrir þægindi, framleiðslu og góða hönnun.
Öll framleiðsla og hönnun fer fram í Noregi og eru rúmin sérsniðin hverjum og einum viðskiptavini með ótal möguleikum varðandi gormakerfi, yfirdýnur, áklæði, fætur, liti og allt útlit rúmsins, einnig er afhendingartími stuttur. Hægt er að velja stillanlegt rúm, Kontinental og boxdýnur ásamt því að Jensen er með úrval af yfirdýnum.

Veldu Jensen rúm fyrir betri og heilbrigðari svefn, nótt eftir nótt, ár eftir ár.

Öll rúm frá Jensen eru með 5 ára ábyrgð og 25 ára ábyrgð á rúmbotnum og gormakerfi. Vertu velkomin í verslun okkar í Skeifunni 6 og sjáðu glæsilegan sýningarsal á efri hæð verslunar okkar þar sem hægt er að kynna sér Jensen rúmin betur.